Bryndís Björt

Eins margir hafa kannski séð á instagram og eins og ég sagði í síðustu færslu þá er ég ekki alveg komin yfir brúðkaupið jafn fljótt og ég hélt og ætla að sýna ykkur örlítið meira frá því. Í þetta skiptið kjólinn minn. Það er risa ákvörðun að velja kjól, eða mér fannst það amk. Ég vissi ekki alveg í hvaða átt ég vildi fara, nema bara það að ég vildi hafa hann einfaldan. Ég fann minn svo, mjög óvænt, inn á missguided.uk og ákvað að prófa að panta hann með það í huga að breyta honum mögulega. Hann var alls ekki dýr svo ég ákvað að taka sénsinn á að prófa þetta.

Ég fór svo með hann í Eðalklæði þar sem þær sniðu hann að mér, breyttu hálsmálinu og bættu á hann steinum í mittið.
Ég var svo ótrúlega ánægð með útkomuna og hvernig þessi hugmynd lukkaðist. Dagbjört ljósmyndarinn okkar (mæli með síðunni hennar btw – dagbjortkristin.com) náði svo mörgum fallegum myndum af kjólnum.

Planið okkar var alltaf að hafa gott partý og ég veit ekki með ykkur en ég tengdi ekki alveg síðkjól og partý saman, og ákvað að fá mér samfesting til að vera í um kvöldið. Þetta var svo sjúklega þægilegt og ég mæli mjög með þessu fyrir þá sem nenna ekki að dansa, og í okkar tilfelli – fara í limbó,  í síðkjól. 

Ég pantaði samfestinginn líka á missguided.uk mjög ódýrt og fékk Eðalklæði til að sníða hann að mér. 

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow