Bryndís Björt

Í þessu innliti var innblástur arkitektsins (Sergey Makhno sem kemur frá Úkraínu) japanskur minimalismi þegar hann hannaði þetta heimili fyrir sig og fjölskyldu sína. Sergey hannaði mörg húsgögnin sjálfur og var bæði undir áhrifum úkraínskar og japanskar hönnunar og varð þetta úkoman – sem mér finnst virkilega áhugaverð.

Myndir eftir Andrey Avdeenko

Mér finnst svo gaman að skoða innlit og bara hönnun almennt sem er framandi og ólík því sem ég er vön að sjá. Þó þetta sé ekki akkurat eins og ég myndi hanna mitt eigið heimili þá  getur hönnun sem kemur á óvart veitt ótrúlega mikinn innblástur.

Ég vona að þið hafið gaman af að sjá aðeins öðruvísi innlit hjá mér annað slagið hérna inni!

Bryndís Björt

 

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow