Bryndís Björt

Ég er í smá svefnherbergja pælingum þessa dagana því mig langar að breyta okkar aðeins. Rúmið er upp við vegg og ég er komin með smá leið á því og þarf eiginlega að finna góða lausn fyrir frekar lítið svefnherbergi. Eins og staðan er núna erum við með kommóðu, snyrtiborð, stól og rúm inni í herberginu og mér finnst þetta of þröngt og ekki alveg nógu gott!

Kröfurnar sem ég geri eru að hafa pláss beggja megin við rúmin, helst náttborð eða eitthvað slíkt báðum megin, pláss fyrir 1 kommóðu og einhverskonar aðstöðu til að mála mig. 

Á óskalistanum núna eru; nýtt rúmteppi og púðar, mynd til að setja fyrir ofan rúmið, mögulega fallegur stóll og einhverskonar náttborð. 

Ég sýni ykkur kannski fyrir og eftir myndir ef þetta gengur hjá mér!

 

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow