Bryndís Björt

Minimalískt grípur einhvernveginn alltaf augað mitt þessa dagana. Þetta penthouse (þakíbúð) sem er staðsett í Kaliforníu er hannað af innanhússhönnuðinum Catherine Kwong og birtist í Rue magazine. Henni tekst ansi vel að koma smáatriðum fram á skemmtilegan hátt í svona einföldu rými fullu af hreinum og beinum línum. Ég er mjög skotin í veggfóðrinu í stofunni en það er hannað af Stevie Howell. 

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow