Bryndís Björt

Ég tók saman nokkur innanhússhönnunar forrit (öpp) sem ég hef haft gaman af og önnur ný sem ég hef ekki prófað. Eins og þið eflaust vitið pæli ég mikið í svona og get eytt óhóflega miklum tíma í að dunda mér í svona forritum. Ég vona bara að ykkur finnist þetta jafn skemmtilegt og mér!

Houzz

Screen Shot 2016-06-23 at 16.19.01

Ómissandi app fyrir þá sem hafa gaman af innanhússhönnun, eða eru í einhverskonar pælingum varðandi húsgögn og nýtingu á rýmum. Þarna er að finna ótrúlegt magn af myndum af tilbúnum rýmum, sem og einstaka húsgögnum, sem hægt er að vista hjá sér. Þannig hefur maður samansafn af þeirri hönnun sem manni líkar í svokölluðum ,,idea books“ og getur unnið út frá því. Eða bara notað þetta sér til gamans!

Homestyler

Screen Shot 2016-06-23 at 16.18.05

Þetta app minnir mig stundum svolítið á þegar maður var að byggja húsin í sims, nema töluvert veglegra. Í þessu er hægt að velja allskonar tóm rými og bæta svo við húsgögnum, sem er mjög fjölbreytt úrval af í appinu. 

Colorsnap

Screen Shot 2016-06-23 at 16.28.18

Ég er bara nýbyrjuð að prófa þetta, þá aðallega með innblástur varðandi litasamsetningar í huga. Það virðist vera hægt að taka mynd af hverju sem er og appið greinir litina og finnur málningartóna (að vísu bara Sherwin-Williams málningu) í þeim litum sem appið greinir. Ég get ímyndað mér að þetta sé algjör snilld ef maður er að velja húsgögn í ákveðin rými og er í vandræðum með að velja liti sem passa vel saman.

Curate

Screen Shot 2016-06-23 at 16.35.09

Ég á ennþá eftir að prófa þetta app, en fannst það svolítið sniðugt. Með þessu virðist vera hægt að taka mynd af hvaða vegg sem er heima hjá þér, setja inn í appið og þannig prófa hvaða listaverk sem er í appinu á veggnum. Þannig getur maður áttað sig á því hvernig verkið myndi líta út á heimili manns. Sniðugt ekki satt? Þó ekki viss um að ég hafi mikil not fyrir það, en eflaust aðrir. Þetta er líka sniðugt ef maður vill bara skoða þessi listaverk sem appið býður upp á.

Annars óska ég ykkur öllum bara gleðilegrar hátíðar og þá meina ég að sjálfsögðu EM hátíðina sem stendur yfir, ég er ennþá að ná mér niður eftir leik gærdagsins og vildi óska þess að ég væri á leiðinni út til Nice á Ísland-England á mánudaginn. En áfram Ísland bara og allt það!!!

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow