Bryndís Björt

Hugtakið ,,minimalismi“ kom fyrst fram á seinni hluta 20. aldar (um 1960) og var þá notað til að lýsa skúlptúrum og list. Síðan þá hefur hugtakið breiðst út og getur nú átt við allt frá lífstíl, tísku og tónlist til hönnunar og arkitektúrs. Í kringum 1980 kom minimalískur arkitektúr fram og snerist um að minnka viðfangsefnið niður í aðeins nauðsynlega þætti þess. Því átti sér stað mikil einföldun, en einfaldleikinn er einmitt stórt hugtak innan minimalismans. Þá spila hreinar línur og náttúruleg lýsing einnig stór hlutverk.

 

    

   

 

Þessi stíll sótti mikinn innblástur í hefðbundna japanska hönnun og hugtakið Zen, og heimspekina á bakvið það. Einnig tengist hann hollensku listahreyfingunni De Stijl (1917-1931) sem þróaði hugmyndir um tjáningu með notkun grunnþátta svo sem beinna lína og yfirborða. 

Þá má nefna arkitektinn Ludwig Mies van der Rohe sem sagði ,,less is more“ eða ,,minna er meira“ til að lýsa sinni aðferð að raða aðeins því nauðsynlega til að ná fram raunverulegum einfaldleika. 

 

Minimalísk hönnun og arkitektúr er því í grunninn einfaldleikinn; hreinar og beinar línur, hlutlaus litapalletta og endurtekning forma. Náttúruleg lýsing er svo notuð til að undirstrika einföld rými, minimalísk húsgögn og praktísk efni.

Þar hafiði það! Í lokin, og í takt við minimalíska þemað í janúar, langar mig að láta fylgja nokkra punkta sem eru taldir einkenna minimalískan lífstíl, eins hádramatískt og þetta hljómar sumt þá held ég samt að svona pælingar geti gert manni gott. 

Losa sig við hluti sem veita óánægju

Fylgja ástríðunni og markmiðum

Skapa meira, neyta minna

Áhersla á heilsu

Vaxa sem einstaklingar

Finna tilgang

 

Ég held að maður hefði alveg gott að því að losa sig við óreiðu á einhverju sviði í lífinu og hafa einfaldleikann að leiðarljósi. Einföld hönnun heillar mig amk alltaf!

 

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow