Bryndís Björt

 

Eins og allir alvöru bloggarar þá vil ég að sjálfsögðu tala um það hvað ég elska haustið mikið – ég meina halló þetta er bara besti tími ársins, fyrir utan jólin auðvitað. Haustið er alltaf ákveðið „fresh start“ fyrir mér og á ég það til að vilja fara í gegnum allt heima hjá mér, alla skápa og skúffur, á þessum tíma. Í ár er þessi tilhneiging mín að ná nýjum hæðum (hefur mögulega eitthvað með hreiðurgerð að gera) og er ég því með nokkuð veglegan óskalista, bæði inn á heimilið og í fataskápinn, sem er auðvitað tilvalið að deila hér.

 

ÓSKALISTI FYRIR HEIMILIÐ

 

Ball blómavasi – Módern
Ég er búin að vera með opin augun fyrir fínum blómavasa inn í svefnherbergi til að geyma brúðarvöndinn minn – þessi úr Módern er eiginlega fullkominn, bæði litur og lag!

Hægindarstóll – Söstrene Grene
Þennan er ég reyndar NÝbúin að kaupa og er svo hrikalega ánægð með! 

Vittsjö hilla – IKEA
Þið eruð kannski ekki að sjá þessa í fyrsta skiptið. Mig vantar hana til að gera pínulitla stofuna heima hjá mér aðeins rýmri og stílhreinni.

Bitz hnífapör – Líf&list
Þessi fallegu hnífapör mega alveg verða mín, þó ég geti ómögulega ákveðið í hvaða lit – þau eru nefnilega til í rósagulli og svörtu líka. 

Rúmteppi – Zara Home
Mér finnst liturinn, munstrið og áferðin á þessu teppi frá Zara home svo ótrúlega fallegt. Rúmteppið sem prýðir rúmið okkar núna hefur fylgt mér síðan ég var krakki og því alveg kominn tími á breytingu!

Bitz skálar – Líf&list
Við fengum helling úr Bitz stellinu í brúðkaupsgjöf, og erum að safna því í svörtu. Ég er svo ótrúlega ánægð með þetta stell og þessar fínu skálar eru næstar á óskalistann úr því. 

Spegill – Söstrene Grene
Hringlaga speglar eru klárlega eitthvað sem við eigum eftir að sjá áfram inn í haustið, og þessi fallegi og einfaldi er glænýr í Söstrene!

 

 

ÓSKALISTI FYRIR FATASKÁPINN


 

YFIRHAFNIR – ZARA
Fallegar yfirhafnið inn í haustið eru alltaf jafn viðeigandi og til að halda þessu einföldu þá hafði ég bara frá einu merki, og það minni go-to búð þegar það kemur að kápum og jökkum. Einfaldlega klikkar ekki. Ég er mjög hrifin af kápum í aðeins víðara og síðara sniði núna. 

SKÓR – VAGABOND & DR. MARTENS

Höldum áfram með einfalt og klassískt hér. Bæði þessi merki eru í miklu uppáhaldi hjá mér og endast hvað best af því sem ég á. „Skólahælar“ í lit eru efst á óskalistanum mínum, en fast á eftir koma góðir svartir vetrarskór og lágir fínni skór. 

 

 

 

Bryndís Björt

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow