Bryndís Björt

Hæ!
Nýlega flutti ég í stúdentaíbúð hjá BN þar sem er sameiginlegt rými fyrir stofu og eldhús – sem er eiginlega frekar mjög lítið – og mig langaði að gera eitthvað sniðugt þar til að nýta plássið.
Ég átti tvær IKEA MALM kommóður, eina tvöfalda og eina einfalda, sem var eiginlega ekki pláss fyrir í íbúðinni og datt í hug að búa til eldhúseyju úr þeim. Þessar kommóður eru orðnar mjög gamlar en ég held ég hafi fengið þær í kringum fermingaraldurinn sem gerir þær 10 ára!!! 
Þær voru fimm hæða sem var alltof hátt svo ég sagaði ofan af þeim eina skúffuröð og límdi borðplötu, líka frá IKEA, ofaná. Svo málaði ég bakið á kommóðunum hvítt – og svona varð útkoman!

K1-1

K1-2

K1-3

K1-4

K1-5

K1-6

K1-7

K1-8

Ég veit nú ekkert hversu gáfulegt það er að nota trjálím til að festa þetta, og ég mæli alveg með að setja eitthvað undir sem gerir botninn jafnan því ég var í milljón ár að pússa kommóðurnar til að þær yrðu jafnar og platan gæti sest ofaná.. En þetta heldur allavega ennþá og þetta er alveg mjög þægilegt í svona lítil rými, miklu meira skápapláss og afmarkar eldhúsið aðeins og stofuna.

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow