Bryndís Björt

Nú elska ég að skipuleggja, eins og ég hef kannski sagt ykkur áður, og naut mín mjög við það að skipuleggja eitt stykki brúðkaup. Ég gerði laaangt word skjal með bókstaflega öllu sem mér datt í hug að þurfti að gera og langar að deila því helsta úr því með ykkur, því ég efast ekki um að það geti hjálpað einhverjum í svipuðu stússi. Ég fann nokkra svipaða lista og minn á netinu þegar ég var að gera þetta en breytti og bætti eftir mínu höfði. Svo þegar það fór að styttast í brúðkaupið gerði ég annan lista í miklu meiri smáatriðum til að fara eftir. Ég (og þá meina ég auðvitað ég og öll ómetanlega hjálpin sem við fengum) hefði ekki mögulega getað gert þetta án þess að hafa allt skrifað niður og getað gert eitt lauflétt tjékk við hvern hlut þegar hann var klár.

Fyrst gerði ég lista til að fylla út, svona um það hvað við vildum;

BASICS
Dagur:
Staður:
Athöfn (kirkja):
Veislusalur:
Budget:
Fjöldi gesta:
Þema:
Logo:

OKKAR LOOK
Hennar föt:
Hans föt:
Skart:
Skór:
Nærföt, sokkaband, sloppur:
Samfestingur:
Hár:
Förðun og neglur:
Yfirhafnir:

KIRKJAN
Prestur:
Píanó:
Hringaberi/blómabörn:
Hringapúði (tréplatti):
Dúllur úti (stjörnuljós):
Brúðarbíll:

VEISLAN
Veislustjórar:
Söngvari:
Ræður:
Skemmtiatriði/leikir:
Hljómsveit:
DJ:
Inniskór:

SALURINN
Borðauppröðun:
Gestabók:
Skjár:
Hljóðkerfi:
Þrif:
Snyrtiaðstaða á baði:

SKREYTINGAR
Skreytingar í kirkju:
Brúðarbíll:
Inngangur:
Myndaveggur (bakgrunnur):
Fordrykkur:
Dúkar:
Loft:
Svið:
Borðbúnaður:
Háborð:
Borðskreytingar:
Gjafaborð:
Eftirréttarborð:
Nafnspjöld og borðnúmer:
Brúðhjónaglös:
Blöðrur:
Partýbúnaður: plastglös og diskar
Gamlar myndir af okkur:
Aðrar skreytingar:

MATUR
Veisluþjónusta:
Fordrykkur + forforréttur:
Forréttur:
Aðalréttur:
Eftirréttur:
Brúðkaupskaka:
Drykkir með mat:
Bar:
Næturmatur:

ÞJÓNUSTA
Ljósmyndari:
Vídjó:
Boðskort og annað til að prenta:
Söngvari í kirkju:
Þjónar:
Brúðkaupsnótt:
Brúðkaupsferð:

TÓNLIST
Lag inn í kirkju:
Lag út í kirkju:
Tónlist í athöfn:
Fyrsti dansinn lag:
Hljómsveitar lög:
DJ lög:

ANNAÐ
Hashtag:
Óskalisti:
Þakkarkort:

 

Svo var það to do listinn með því sem þyrfti að gera á hverju tímabili fyrir sig;

12-10 mánuðir

Velja dag

 
Gera gestalista  
Bóka kirkju  
Bóka sal  
Bóka prest  
Velja veislustjóra  
Bóka söngvara  
Ákveða budget  
Ákveða þema  
Fara í kjólamátun  
Bóka ljósmyndara  
Bóka vídjó  
Bóka veisluþjónustu  
Byrja að plana brúðkaupsferð  
Bóka brúðkaupsnóttina

 

9-6 mánuðir

Ákveða blómaskreytingar og vönd

 
Kaupa kjólinn  
Byrja að panta skreytingar á netinu  
Ákveða brúðkaupsköku  
Bóka DJ  
Bóka brúðkaupsferð  
Ákveða rautt og hvítt  

5-3 mánuðir

Fara með kjólinn til saumakonu  
Fá frí í vinnu  
Ákveða matseðil  
Prófa kökuna  
Gera kostnaðaráætlun   
Myndaveggur  
Panta fleiri skreytingar  
Kaupa brúðarskó  
Kaupa samfesting  
Útbúa boðskort og setja í prentun  
Senda boðskort  
Bóka rútu  
Byrja að kaupa áfengi  
Bóka þjóna  
Bóka þrif á sal  
   

8-6 vikur

Staðfesta allar bókanir sem hafa verið gerðar  
Minnka samfesting  
Funda með ljósmyndara  
Ákveða nánar hvernig athöfnin fer fram  
Gera óskalista  
Hjúskaparvottorð  
Kaupa stjörnuljós  
Panta gestabók  
Prófa hár og förðun  
Vera klár með flestar skreytingar  
Kjóllinn 100% klár  

Prenta nafnspjöld og borðnúmer

 

5-2 vikur

Ákveða sætisröðun  
Gera FB hóp  
Hafa samband við þá sem hafa ekki svarað boðskorti  
Hafa rútu klára  
Emergency kit  
Skoða veður  
Gera hlutverka skjal fyrir þjóna og aðra  

 

Undir lokin gerði ég svo mjög detailaðan lista yfir það sem var eftir, hér er smá sýnishorn af honum enda verkefnin síðustu dagana eflaust mjög misjöfn;

– Funda með vídjómanneskju, ljósmyndara, þjónum, veisluþjónustu o.fl.
– Skreyta salinn
– Prenta út myndir og fá gamlar myndir úr albúmum
– Kaupa allt hráefni sem var eftir
– Skrifa bréf til hvors annars
– Staðfesta allar bókanir
– Hafa allar greiðslur klárar
– Polaroid myndir fyrir gestabók
– Hringar í pússun

… og margt fleira enda milljón hlutir sem koma upp svona í lokin, alveg sama hversu gott skipulagið er held ég 😉

Vonandi nýtur einhver góðs af!

Bryndís Björt

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow