Bryndís Björt

HÆ! Mig langar að taka smá hlé frá interior færslunum og ætla að hafa hálfgert brúðkaupsþema í febrúar hér á síðunni, svona af því tilefni að við héldum okkar þann 2. feb sl.
Í undirbúningnum komst ég að því hvað það er að ótrúlega mörgu að huga og margt að ákveða, amk eins og við gerðum þetta. Mig langar því að fara yfir okkar helstu skref í þessu öllu saman og sýna ykkur aðeins frá okkar degi!
Í þessari fyrstu brúðkaupsfærslu ætla ég bara að byrja á byrjun, pinterest. Fljótlega eftir að við trúlofuðum okkur fórum við að plana hægt og rólega og ég eyddi ófáum stundum á pinterest og sótti mér allskonar innblástur og gerði mér moodboard áður en lengra var haldið.

     

Hvítt, gull, grátt og plöntugrænt varð semsagt þemað, og ég vildi hafa mikið af kertum og seríum enda vetur og dimmt úti!

Hér eru svo nokkrar myndir frá 2.2.18! Það er líka hægt að finna fleiri í instagram highlights hjá mér; @bryndisbjort. Fyrirfram sorry með snapchat gæðin – þetta eru mest myndir sem ég tók úr hóp story-inu sem við vorum með. Ég mun eflaust gera færslu með betri myndum, og þá frá ljósmyndara, þegar þær koma til okkar!

         

Annars vona ég að þið séuð til í þessa tilbreytingu með mér hérna og að þetta muni jafnvel nýtast einhverjum sem er að plana eitt stk. wedding!

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow