Bryndís Björt

 

Boðskortin okkar.
Ég setti þau upp í word, bæði textann og logoið aftaná, og fékk Héraðsprent til að prenta í þremur mismunandi litum. Héraðsprent er prentsmiðja á Egilsstöðum og ég bara verð að fá að mæla með þeim hérna. Þjónustan þeirra var frábær, þetta var með þægilegustu fyrirtækjum sem ég dílaði við í undirbúningnum. Ég ætlaði fyrst að láta prenta kortin í Reykjavík fyrst við búum þar en eftir lítil og léleg svör frá nokkrum prentsmiðjum í bænum prófaði ég að tala við þau hjá Héraðsprent og fékk skjót svör og kortin voru tilbúin, nákvæmlega eins og ég hafði séð fyrir mér, eftir örfáa daga.

Við ákvaðum svo að halda áfram með þetta þriggja lita dæmi og höfðum borðnúmerin og nafnspjöldin í sama stíl, og Héraðsprent sá að sjálfsögðu um það líka. Þau prentuðu líka fyrir okkur gestabókina og svona ,,finnið sætin ykkar“ spjald. 

Ef þið eruð að leita að fyrirtæki til að prenta boðskort og slíkt, þá mæli ég með Héraðsprent – gott verð og minnsta mál að láta senda! Við höfðum svo polaroid myndavélar hjá gestabókinni þar sem fólk gat tekið mynd af sér og skilið eftir kveðjur, mæli mjög með því líka, sjúklega gaman að skoða bókina daginn eftir og það verður örugglega bara skemmtilegra eftir því sem lengra líður.

Bryndís Björt

 

2 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

    1. Hæ Ásrún.
      Takk fyrir það 🙂 ég fékk þær í Rekstrarvörum (síðan þeirra er http://www.rv.is). Þeir voru með allskonar liti í þessu sama efni sem var mjög mjúkt og gott – svona á milli þess að vera pappír og efni.

      – Bryndís

 

Fylgdu okkur á


Follow