Bryndís Björt

Byrjum þetta nýja ár á nokkrum myndum frá heimili vina minna Kim og Kanye, eða amk því heimili sem þau virðast eiga í nýjustu seríu Keeping Up – sem mér skilst að sé hins vegar bara bráðbirgða heimili þeirra (eðlilega). 

Í síðustu þáttum um Kardashian fjölluna hef ég tekið svolítið eftir heimili Kim og minimalísk hönnunin (kannski sérstaklega í samanburði við önnur hús sem birtast í þáttunum, sem ég er ekki að elska) hefur gripið augað mitt. Þetta eru stór og björt rými – með fáum, stílhreinum húsgögnum. 

Við erum auðvitað að tala um mjög grand minimalisma hér, en það er magnað hvað færri hlutir geta oft sagt meira en fleiri.

Ég byrja árið á þessum myndum og pælingum vegna þess að í janúar verður ákveðið þema í gangi á síðunni minni. Minimalísk hönnun. Ég stefni á að setja inn ýmislegt tengt þessum stíl á næstunni og vona að þið munuð hafa gaman af! 

Bryndís Björt

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow