Bryndís Björt

Nú fer 2017 að klárast og nýtt ár alveg að hefjast. Áramótaheit hafa alltaf verið partur af nýju ári hjá mér, hvort sem ég hef skrifað þau niður eða haft þau í hausnum. Mér hefur fundist betra að skrifa þau niður á stað sem ég get kíkt reglulega á, því maður er jú alltof gjarn á að gleyma þeim. Seinni ár hef ég frekar horft á þetta sem markmið fyrir árið og ég ákvað að í ár myndi ég deila með ykkur nokkrum af þeim markmiðum sem ég hef sett mér fyrir árið 2018. 

Ég er mjög skipulögð týpa og hef oft óeðlilega gaman að því að setja mér markmið eða plan fyrir framtíðina, og þá alveg svona 3 ár fram í tímann.. eins skrítið og sumum gæti fundist það. Þó svo að planið og markmiðin breytist auðvitað mjög reglulega, þá hef ég bara það gaman að þessu að það truflar mig ekki að þurfa að breyta planinu stundum. 
Markmið sem ég set mér fyrir hvert ár skipti ég oftast upp eftir árstíðum eða í rauninni önnum: vörönn, sumar og haustönn.
Þetta skiptist svo oft hjá mér í nokkurs konar undirflokka. Ég er með markmið sem tengjast skóla eða vinnu, tengslum við vini og fjölskyldu, fjármálum, ferðalögum og sjálfri mér. 

Hér eru nokkur markmið sem mér fannst ekki of persónuleg til að setja hér inn, þetta hjálpar mér mjög að hafa yfirsýn yfir það sem ég vil afreka á hverri önn á árinu og byggist allt á langtímamarkmiðum sem ég er (ofc) líka með skrifuð hjá mér 😉

2018

Vorönn

– Stunda nám með vinnu
– Taka 2 advanced diploma verkefni í the Interior Design Institute
– Fara til USA í heimsókn til skiptinemafjöllunnar
– Æfa dans
– Fara oftar á tónleika, í leikhús eða svoleiðis fjör

Sumar

– Vinna og safna pening
– Ferðast um Ísland
– Eiga oftar frumkvæði að vinkonuhittingum
– Fara á lunga, bræðsluna & þjóðhátíð
– HM í Rússlandi???

Haustönn

– Halda áfram í námi með vinnu
– Æfa eitthvað
– Koma á góðu skipulagi á heimilinu og halda rútínu
– Fara í frekara nám í innanhússhönnun
– Vera duglegri að heimsækja ættingja
– Vera heima um jólin

Mig langar líka að taka fram að þetta á eflaust eftir að breytast hjá mér, ég vil bara sýna hvernig ég haga markmiðasetningu og mögulega gefa hugmyndir!

 

Bryndís Björt

1 Athugasemd

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow