Bryndís Björt

Áramótin sjálf! Skemmtilegasta kvöld ársins að mínu mati.

Þetta kvöld finnst mér alltaf gaman að líta til baka og horfa á árið sem er að klárast. 2017 var með skemmtilegri árum sem ég hef upplifað. Ég ferðaðist mikið í byrjun árs, byrjaði í nýrri vinnu sem mér finnst ótrúlega skemmtileg og átti milljón góðar stundir með vinum og fjölskyldu. Set hér nokkrar uppáhalds myndir frá árinu!

    

Gleðilegt nýtt ár allir saman, ég vona að allir eigi geggjað kvöld og mæti klárir inn í 2018.
Ég er amk sjúklega spennt fyrir nýju ári, aðallega af því í febrúar ætlum við Björgvin að gifta okkur. Ég hef ekkert skrifað um það hér á síðunni áður, en við erum búin að vera á fullu í undirbúningi síðustu mánuði. Nú er rétt rúmur mánuður í brúðkaupið og við að leggja lokahönd á allt saman. Ég stefni á að setja inn einhverjar færslur um brúðkaupið, undirbúninginn og fleira – ef það er áhugi fyrir slíku.

 

Bryndís Björt

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow