Bryndís Björt

Mín jól 2017: aðventukrans og jólapakkar

Gleðilegan annan í aðventu í mín kæru!
Í framhaldi af umfjöllun minni um aðventukransa, og í takt við jólaþemað sem er í gangi hjá mér í desember, þá langaði mig að sýna ykkur aðventukransinn á mínu heimili. Ég nennti ekki að dúlla mér mikið við þetta svo ég vildi hafa hann frekar einfaldan.
 Ég keypti greni, svartan myndaramma og fjögur hvít kerti í Bauhaus. Ég setti svo 3 stk af boðskortunum í brúðkaupið okkar inn í rammann og notaði sem botninn á kransinum.

Mig langaði líka að sýna ykkur jólagjafa innpökkunina hjá mér í ár. Eins ótrúlegt og það er þá er ég búin að bæði kaupa allar jólagjafir OG pakka þeim inn. Mjög ólíkt mér og þekki ekki alveg þessa týpu sem ég er að þykjast vera en vá hvað það er næs að vera bara búin! Ég skemmti mér mjög við að pakka inn og átti hér hátíðlega stund fyrr í vikunni með kveikt á kertum og jólamynd í gangi!
Ég keypti svarta og ljósa jólapappírinn í IKEA, og gull pappírinn og borðana í A4. Ég notaði svo pappírspoka sem ég átti frá IKEA til að klippa út merkimiða.

Bryndís Björt

Jólagjafir – fyrir heimilið

 

Persónulega finnst mér alltaf gaman að fá eitthvað fallegt fyrir heimilið í jólapakkann, og ennþá skemmtilegra að gefa slíkt. Hér er mitt framlag til jólagjafalista fyrir heimilið, sem gefur ykkur vonandi einhverjar góðar hugmyndir!

  1. Gavi vínrekki – Línan
  2. Pendant klukka – Línan
  3. Balance kertastjaki – Módern
  4. Rocking skál – Módern
  5. Bolia Ruvido borð spegill – Snúran
  6. Shades rúmföt – Snúran
  7. Victorian Wilderness / Monkey ilmkerti – Snúran
  8. Alfredo salt&piparkvörn – Líf og list
  9. Útvarp – Fakó

 

 

Vörurnar sem ég valdi að hafa á listanum eru bland af því sem ég hef séð í búðum og verið hrifin af og því sem heillaði á netverslun verslananna. Þetta á að gefa hugmyndir og auðvitað eru fullt af fleiri fallegum verslunum á Íslandi sem er hægt að finna fallega gjafavöru í, ég átti mjög erfitt með að hafa ekki alltof mikið á þessum lista!

 

Bryndís Björt

 

Aðventukransar

Svona til að halda jólaþemanu gangandi hjá mér þá vildi ég deila með ykkur hugmyndum að aðventukrönsum, en ég er einmitt í þeim sporum að búa mér til einn slíkan – ekki seinna vænna. Ég hugsa að ég muni gera mér mjög einfaldan, jafnvel bara hvít kerti og smá greni með. Einfalt er eiginlega þema jólanna minna í ár, ekki mikið að stressa mig á þessu því þetta verða vinnujól, og mín fyrstu svoleiðis!

Bryndís Björt

Svört jól?

Svartur hefur mér aldrei fundist jólalegur litur en einhverra hluta vegna þá keypti ég svartan jólapappír í IKEA núna og eftir að hafa skoðað aðeins á pinterest þá finnst mér svartur geta komið mjög vel út í allskonar jólaskrauti. Greni með blöndu af svörtu og hvítu finnst mér virkilega fallegt, hátíðlegt og stílhreint! Bara mikilvægt að mínu mati að það sé nóg af seríum og kertum með þessu öllu saman.

Annars er ég komin í svo mikið jólaskap og get ekki beðið eftir að byrja að pakka inn gjöfum, skoða jólaljósin og allt sem fylgir þessum uppáhalds árstíma!

Bryndís Björt

Skrifstofu hönnun

Mér hefur alltaf fundist skrifstofu hönnun mjög heillandi. Móttökur hafa ótrúlega mikið að segja fyrir viðskiptavini fyrirtækja og þess vegna finnst mér skipta svo miklu máli að hönnunin sé falleg. Það sama má segja um fundarherbergi, þar er svo mikilvægt að fólki líði vel og spilar hönnunin stóran part í því, amk að mínu mati – í vel hönnuðu rými finnst mér vera bæði betra að hugsa og framkvæma!

Bryndís Björt

Október moodboard

Með október kemur haustið og allt sem því fylgir – styttri og kaldari dagar og haustlitirnir allt í einu mættir. Með þessu fylgir svo margt sem mér finnst skemmtilegt, haust tískan er alltaf jafn spennandi og að geta kveikt á kertum á kvöldin er eitthvað svo kósý. 
Hér er því eitt stykki moodboard með húsgögnum og hlutum sem ég held að njóti sín vel á þessum tíma árs.

1. Stólar – Söstrene grene

2. Teppi – Epal

3. Plöntustandur – Söstrene grene

4. Motta – Módern

5. Púðar – H&M home

6. Kerti – H&M home

 

Bryndís Björt

 

Veggfóður

Jæja góðan daginn og gleðilegt næstum því haust!

Þennan föstudaginn ætla ég að bjóða uppá veggfóðurs innblástur en það er hugmynd sem ég hef verið svolítið skotin í uppá síðkastið. Ég hef oftast tengt veggfóður við gamla tíma, eða hótel og veitingastaði, jafnvel barnaherbergi, en sjaldan önnur rými á heimilum. Myndirnar hér að neðan sýna að það er svo sannarlega hægt að nota þau í margt sniðugt og frumlegt.

 

Ég leitaði uppi búðir á íslandi sem selja veggfóður og komst að því að þær eru þónokkrar – ég læt linka fylgja með á þeim sem ég fann í fljótu bragði fyrir áhugasama.

Parket og gólf, Epal, Bólstrarinn, Litaver.

Annars eftir góða pásu í sumar er ég klár í haustið og spennt að fara á fullt hér á síðunni, og vona að þið séuð það líka!

Bryndís Björt

Industrial

Sturluð, nýuppgerð, loftíbúð staðsett í Litháen. Sama hráa stemning í gangi í öllum rýmunum á þessum myndum og ég er að elska hana.

Bryndís Björt

Innlit: California vibes

Minimalískt grípur einhvernveginn alltaf augað mitt þessa dagana. Þetta penthouse (þakíbúð) sem er staðsett í Kaliforníu er hannað af innanhússhönnuðinum Catherine Kwong og birtist í Rue magazine. Henni tekst ansi vel að koma smáatriðum fram á skemmtilegan hátt í svona einföldu rými fullu af hreinum og beinum línum. Ég er mjög skotin í veggfóðrinu í stofunni en það er hannað af Stevie Howell. 

Bryndís Björt

Flugferð yfir Dyrfjöll

 

Ég fór í smá flugferð um daginn fyrir austan í glampandi sól og heiðskýru. Við fórum frá Egilsstöðum yfir á Borgarfjörð Eystra og fengum geggjað útsýni – sérstaklega yfir Dyrfjöll sem við flugum allt í kringum. 

Bryndís Björt

 

 

Fylgdu okkur á


Follow