Bryndís Björt

Október moodboard

Með október kemur haustið og allt sem því fylgir – styttri og kaldari dagar og haustlitirnir allt í einu mættir. Með þessu fylgir svo margt sem mér finnst skemmtilegt, haust tískan er alltaf jafn spennandi og að geta kveikt á kertum á kvöldin er eitthvað svo kósý. 
Hér er því eitt stykki moodboard með húsgögnum og hlutum sem ég held að njóti sín vel á þessum tíma árs.

1. Stólar – Söstrene grene

2. Teppi – Epal

3. Plöntustandur – Söstrene grene

4. Motta – Módern

5. Púðar – H&M home

6. Kerti – H&M home

 

Bryndís Björt

 

Veggfóður

Jæja góðan daginn og gleðilegt næstum því haust!

Þennan föstudaginn ætla ég að bjóða uppá veggfóðurs innblástur en það er hugmynd sem ég hef verið svolítið skotin í uppá síðkastið. Ég hef oftast tengt veggfóður við gamla tíma, eða hótel og veitingastaði, jafnvel barnaherbergi, en sjaldan önnur rými á heimilum. Myndirnar hér að neðan sýna að það er svo sannarlega hægt að nota þau í margt sniðugt og frumlegt.

 

Ég leitaði uppi búðir á íslandi sem selja veggfóður og komst að því að þær eru þónokkrar – ég læt linka fylgja með á þeim sem ég fann í fljótu bragði fyrir áhugasama.

Parket og gólf, Epal, Bólstrarinn, Litaver.

Annars eftir góða pásu í sumar er ég klár í haustið og spennt að fara á fullt hér á síðunni, og vona að þið séuð það líka!

Bryndís Björt

Industrial

Sturluð, nýuppgerð, loftíbúð staðsett í Litháen. Sama hráa stemning í gangi í öllum rýmunum á þessum myndum og ég er að elska hana.

Bryndís Björt

Innlit: California vibes

Minimalískt grípur einhvernveginn alltaf augað mitt þessa dagana. Þetta penthouse (þakíbúð) sem er staðsett í Kaliforníu er hannað af innanhússhönnuðinum Catherine Kwong og birtist í Rue magazine. Henni tekst ansi vel að koma smáatriðum fram á skemmtilegan hátt í svona einföldu rými fullu af hreinum og beinum línum. Ég er mjög skotin í veggfóðrinu í stofunni en það er hannað af Stevie Howell. 

Bryndís Björt

Flugferð yfir Dyrfjöll

 

Ég fór í smá flugferð um daginn fyrir austan í glampandi sól og heiðskýru. Við fórum frá Egilsstöðum yfir á Borgarfjörð Eystra og fengum geggjað útsýni – sérstaklega yfir Dyrfjöll sem við flugum allt í kringum. 

Bryndís Björt

 

Bath details

Baðherbergis detailar á pinterest rúnti dagsins – þarf ekki mikið til að ,,set the mood“ akkurat rétt!

 

Bryndís Björt

Minimalískt innlit

Förum með þessari gullfallegu minimalísku hönnun eftir Nicolas Schuybroek inní helgina í þetta sinn, eigið hana góða!

Bryndís Björt

Ljóst vs. dökkt

Skandinavísk hönnun hefur, fyrir mér, oftast síðustu ár þýtt hvítt. Hvítt og bjart. Hvítir veggir, innréttingar, hillur og fleira. Litina var meira að finna í plöntum, skrautmunum og minni húsgögnum.

attic-living-room-600x375

Grey-and-neutral-Scandinavian-interior

Monochrome-Scandinavian-dining-room

Scandinavian-Interior-Design

freshome-nordic-scandinavian4

scandinavian-design-botanicals

Scandinavian-Design-Ideas-e1467715299716

scandinavian-style-shelving

white-decorating-small-apartments-scandinavian-homes-2

Uppá síðkastið hefur mér fundist dökkir litir miklu meira áberandi, hvort sem það eru veggir, innréttingar, hurðar eða gólfefni. 

Who-says-black-does-not-work-for-the-Scandinavian-kitchen

maison-hand-dark-apartmentliving1

maison-hand-dark-apartment-dining

dark-scandinavian-interior-style_living-room_gray-pillows

dark-hues-banner

dark-hues-6

dark-hues-2

dark-hues-1

Ég fýla bæði en mér finnast dökkar innréttingar vera að koma sérstaklega vel út. Ég er kannski orðin svolítið þreytt á rýmum sem eru yfirþyrmandi hvít. Svo finnst mér líka hægt að fara of langt í hina áttina með of dökkum litum sem gera rýmin svolítið þung. Skandínavískt er samt bara alltaf stílhreint og næs að mínu mati – sama hvort það er ljóst eða dökkt.

 

Bryndís Björt

VELVET SÓFAR

sofá-de-veludo-02

sofá-de-veludo-09

sofá-de-veludo-10

sofá-de-veludo-12

sofá-de-veludo-14

sofá-de-veludo-23

7cbcb55326eed2e8dc401b400d08095c

Nokkrir fínir velvet sófar á sjálfan páskadaginn. Gleðilega páska kæru vinir! Njótið vel. 

Bryndís Björt

Eyrin

Eyrin (eyrin.is) er vefverslun með fallegu úrvali af heimilisvörum, sælkeravörum, barnavörum og húðvörum. Heimilisvörurnar hjá þeim eru margar frá danska merkinu Bloomingville – sem mér finnst mjög næs. Mæli með að kíkja á síðuna hjá þeim!

Eyrin1

Eyrin2

Eyrin3

Eyrin4

Eyrin5

Eyrin6

Eyrin7

vorur_voru_sendar_til_umfjollunar

Rörin, viskastykkið, bakkinn og vasinn eru allt hlutir úr búðinni – og það er svo miklu meira fínt að finna þarna!

Bryndís Björt

 

Fylgdu okkur á


Follow