Bryndís Björt

Industrial

Sturluð, nýuppgerð, loftíbúð staðsett í Litháen. Sama hráa stemning í gangi í öllum rýmunum á þessum myndum og ég er að elska hana.

Bryndís Björt

Innlit: California vibes

Minimalískt grípur einhvernveginn alltaf augað mitt þessa dagana. Þetta penthouse (þakíbúð) sem er staðsett í Kaliforníu er hannað af innanhússhönnuðinum Catherine Kwong og birtist í Rue magazine. Henni tekst ansi vel að koma smáatriðum fram á skemmtilegan hátt í svona einföldu rými fullu af hreinum og beinum línum. Ég er mjög skotin í veggfóðrinu í stofunni en það er hannað af Stevie Howell. 

Bryndís Björt

Flugferð yfir Dyrfjöll

 

Ég fór í smá flugferð um daginn fyrir austan í glampandi sól og heiðskýru. Við fórum frá Egilsstöðum yfir á Borgarfjörð Eystra og fengum geggjað útsýni – sérstaklega yfir Dyrfjöll sem við flugum allt í kringum. 

Bryndís Björt

 

Bath details

Baðherbergis detailar á pinterest rúnti dagsins – þarf ekki mikið til að ,,set the mood“ akkurat rétt!

 

Bryndís Björt

Minimalískt innlit

Förum með þessari gullfallegu minimalísku hönnun eftir Nicolas Schuybroek inní helgina í þetta sinn, eigið hana góða!

Bryndís Björt

Ljóst vs. dökkt

Skandinavísk hönnun hefur, fyrir mér, oftast síðustu ár þýtt hvítt. Hvítt og bjart. Hvítir veggir, innréttingar, hillur og fleira. Litina var meira að finna í plöntum, skrautmunum og minni húsgögnum.

attic-living-room-600x375

Grey-and-neutral-Scandinavian-interior

Monochrome-Scandinavian-dining-room

Scandinavian-Interior-Design

freshome-nordic-scandinavian4

scandinavian-design-botanicals

Scandinavian-Design-Ideas-e1467715299716

scandinavian-style-shelving

white-decorating-small-apartments-scandinavian-homes-2

Uppá síðkastið hefur mér fundist dökkir litir miklu meira áberandi, hvort sem það eru veggir, innréttingar, hurðar eða gólfefni. 

Who-says-black-does-not-work-for-the-Scandinavian-kitchen

maison-hand-dark-apartmentliving1

maison-hand-dark-apartment-dining

dark-scandinavian-interior-style_living-room_gray-pillows

dark-hues-banner

dark-hues-6

dark-hues-2

dark-hues-1

Ég fýla bæði en mér finnast dökkar innréttingar vera að koma sérstaklega vel út. Ég er kannski orðin svolítið þreytt á rýmum sem eru yfirþyrmandi hvít. Svo finnst mér líka hægt að fara of langt í hina áttina með of dökkum litum sem gera rýmin svolítið þung. Skandínavískt er samt bara alltaf stílhreint og næs að mínu mati – sama hvort það er ljóst eða dökkt.

 

Bryndís Björt

VELVET SÓFAR

sofá-de-veludo-02

sofá-de-veludo-09

sofá-de-veludo-10

sofá-de-veludo-12

sofá-de-veludo-14

sofá-de-veludo-23

7cbcb55326eed2e8dc401b400d08095c

Nokkrir fínir velvet sófar á sjálfan páskadaginn. Gleðilega páska kæru vinir! Njótið vel. 

Bryndís Björt

Eyrin

Eyrin (eyrin.is) er vefverslun með fallegu úrvali af heimilisvörum, sælkeravörum, barnavörum og húðvörum. Heimilisvörurnar hjá þeim eru margar frá danska merkinu Bloomingville – sem mér finnst mjög næs. Mæli með að kíkja á síðuna hjá þeim!

Eyrin1

Eyrin2

Eyrin3

Eyrin4

Eyrin5

Eyrin6

Eyrin7

vorur_voru_sendar_til_umfjollunar

Rörin, viskastykkið, bakkinn og vasinn eru allt hlutir úr búðinni – og það er svo miklu meira fínt að finna þarna!

Bryndís Björt

Skandinavískt í Vancouver

02-23-17-ht-Homer-Condo-01

02-23-17-ht-Homer-Condo-13

02-23-17-ht-Homer-Condo-12

02-23-17-ht-Homer-Condo-02

02-23-17-ht-Homer-Condo-03

02-23-17-ht-Homer-Condo-04

02-23-17-ht-Homer-Condo-07

02-23-17-ht-Homer-Condo-08

02-23-17-ht-Homer-Condo-16

02-23-17-ht-Homer-Condo-17

02-23-17-ht-Homer-Condo-19

02-23-17-ht-Homer-Condo-20

Það er aldeilis langt síðan ég kom með innlit frá Rue magazine, en hér er eitt sjúklega næs. Mæli mjög með síðunni þeirra til að skoða innlit, þau eru mörg og mjög skemmtileg. Þessi íbúð er í Vancouver en í skandinavískum stíl. Ég er sérstakur aðdáandi walk in fataskápsins og legubekksins í stofunni – bæði eitthvað sem ég myndi vilja hafa í minni íbúð ef ég ætti eins og einn þúsundkall. 

Bryndís Björt

Eldhúseyja

Hæ!
Nýlega flutti ég í stúdentaíbúð hjá BN þar sem er sameiginlegt rými fyrir stofu og eldhús – sem er eiginlega frekar mjög lítið – og mig langaði að gera eitthvað sniðugt þar til að nýta plássið.
Ég átti tvær IKEA MALM kommóður, eina tvöfalda og eina einfalda, sem var eiginlega ekki pláss fyrir í íbúðinni og datt í hug að búa til eldhúseyju úr þeim. Þessar kommóður eru orðnar mjög gamlar en ég held ég hafi fengið þær í kringum fermingaraldurinn sem gerir þær 10 ára!!! 
Þær voru fimm hæða sem var alltof hátt svo ég sagaði ofan af þeim eina skúffuröð og límdi borðplötu, líka frá IKEA, ofaná. Svo málaði ég bakið á kommóðunum hvítt – og svona varð útkoman!

K1-1

K1-2

K1-3

K1-4

K1-5

K1-6

K1-7

K1-8

Ég veit nú ekkert hversu gáfulegt það er að nota trjálím til að festa þetta, og ég mæli alveg með að setja eitthvað undir sem gerir botninn jafnan því ég var í milljón ár að pússa kommóðurnar til að þær yrðu jafnar og platan gæti sest ofaná.. En þetta heldur allavega ennþá og þetta er alveg mjög þægilegt í svona lítil rými, miklu meira skápapláss og afmarkar eldhúsið aðeins og stofuna.

Bryndís Björt

 

Fylgdu okkur á


Follow