Bryndís Björt

Haust óskalisti – heimilið & tíska

 

Eins og allir alvöru bloggarar þá vil ég að sjálfsögðu tala um það hvað ég elska haustið mikið – ég meina halló þetta er bara besti tími ársins, fyrir utan jólin auðvitað. Haustið er alltaf ákveðið „fresh start“ fyrir mér og á ég það til að vilja fara í gegnum allt heima hjá mér, alla skápa og skúffur, á þessum tíma. Í ár er þessi tilhneiging mín að ná nýjum hæðum (hefur mögulega eitthvað með hreiðurgerð að gera) og er ég því með nokkuð veglegan óskalista, bæði inn á heimilið og í fataskápinn, sem er auðvitað tilvalið að deila hér.

 

ÓSKALISTI FYRIR HEIMILIÐ

 

Ball blómavasi – Módern
Ég er búin að vera með opin augun fyrir fínum blómavasa inn í svefnherbergi til að geyma brúðarvöndinn minn – þessi úr Módern er eiginlega fullkominn, bæði litur og lag!

Hægindarstóll – Söstrene Grene
Þennan er ég reyndar NÝbúin að kaupa og er svo hrikalega ánægð með! 

Vittsjö hilla – IKEA
Þið eruð kannski ekki að sjá þessa í fyrsta skiptið. Mig vantar hana til að gera pínulitla stofuna heima hjá mér aðeins rýmri og stílhreinni.

Bitz hnífapör – Líf&list
Þessi fallegu hnífapör mega alveg verða mín, þó ég geti ómögulega ákveðið í hvaða lit – þau eru nefnilega til í rósagulli og svörtu líka. 

Rúmteppi – Zara Home
Mér finnst liturinn, munstrið og áferðin á þessu teppi frá Zara home svo ótrúlega fallegt. Rúmteppið sem prýðir rúmið okkar núna hefur fylgt mér síðan ég var krakki og því alveg kominn tími á breytingu!

Bitz skálar – Líf&list
Við fengum helling úr Bitz stellinu í brúðkaupsgjöf, og erum að safna því í svörtu. Ég er svo ótrúlega ánægð með þetta stell og þessar fínu skálar eru næstar á óskalistann úr því. 

Spegill – Söstrene Grene
Hringlaga speglar eru klárlega eitthvað sem við eigum eftir að sjá áfram inn í haustið, og þessi fallegi og einfaldi er glænýr í Söstrene!

 

 

ÓSKALISTI FYRIR FATASKÁPINN


 

YFIRHAFNIR – ZARA
Fallegar yfirhafnið inn í haustið eru alltaf jafn viðeigandi og til að halda þessu einföldu þá hafði ég bara frá einu merki, og það minni go-to búð þegar það kemur að kápum og jökkum. Einfaldlega klikkar ekki. Ég er mjög hrifin af kápum í aðeins víðara og síðara sniði núna. 

SKÓR – VAGABOND & DR. MARTENS

Höldum áfram með einfalt og klassískt hér. Bæði þessi merki eru í miklu uppáhaldi hjá mér og endast hvað best af því sem ég á. „Skólahælar“ í lit eru efst á óskalistanum mínum, en fast á eftir koma góðir svartir vetrarskór og lágir fínni skór. 

 

 

 

Bryndís Björt

 

RH INTERIORS

 

Fyrr á árinu var ég stödd í molli í Detroit borg í Bandaríkjunum og rakst á virkilega fallega húsgagnabúð þar sem heillaði mig alveg. Búðin reyndist vera gallerí RH interiors sem er bandarískt fyrirtæki sem hannar, býr til og selur húsgögn. Ég varð svo hrifin af stílnum þarna inni, stór og gróf húsgögn og náttúruleg jarð-bundin litapalletta. Hér er smá sýnishorn af þeim línum sem eru í uppáhaldi hjá mér frá þeim.

 

 

 

Litadýrðin hefur nefnilega verið áberandi í sumar og inn í haustið góða sem er að byrja – ég elska það, en mér finnst gaman að sjá smá mótvægi  í einföldum litapallettum líka. Þyngslin í efnavali og áferð finnst mér mest heillandi við þennan stíl hér fyrir ofan, sérstaklega fyrir stofurými – sófa, stóla og sófaborð t.d. 

Bryndís Björt

Inspo – svefnherbergi

Ég er í smá svefnherbergja pælingum þessa dagana því mig langar að breyta okkar aðeins. Rúmið er upp við vegg og ég er komin með smá leið á því og þarf eiginlega að finna góða lausn fyrir frekar lítið svefnherbergi. Eins og staðan er núna erum við með kommóðu, snyrtiborð, stól og rúm inni í herberginu og mér finnst þetta of þröngt og ekki alveg nógu gott!

Kröfurnar sem ég geri eru að hafa pláss beggja megin við rúmin, helst náttborð eða eitthvað slíkt báðum megin, pláss fyrir 1 kommóðu og einhverskonar aðstöðu til að mála mig. 

Á óskalistanum núna eru; nýtt rúmteppi og púðar, mynd til að setja fyrir ofan rúmið, mögulega fallegur stóll og einhverskonar náttborð. 

Ég sýni ykkur kannski fyrir og eftir myndir ef þetta gengur hjá mér!

 

Bryndís Björt

Concrete wall

Eitt trend sem ég hef verið svolítið skotin í uppá síðkastið eru veggir málaðir eins og þeir séu úr steypu. Mér finnst þetta vera að koma ótrúlega vel út í stofu- og svefnrýmum, sérstaklega á veggjum þar sem er arinn. Það væri eflaust fallegt að gera kertaarinn og mála hann í sama lit og hafa hann upp við vegginn. 

Mér skilst að helstu málningabúðir á Íslandi séu að selja fínar málningar í að gera svona, án þess að hafa skoðað það sjálf. Svo er hægt að finna leiðbeiningar m.a. á pinterest um hvernig er best að ná þessari útkomu þegar maður er að mála!

Bryndís Björt

Þurrkaður vöndur

 

Brúðarvöndurinn minn fékk áframhaldandi líf!
Einhvernveginn náðist að geyma hann eftir að ég kastaði honum, og þurrka. Mér finnst hann taka sig voða vel út í vasa í stofunni hjá mér.

Bryndís Björt

Kjóllinn

Eins margir hafa kannski séð á instagram og eins og ég sagði í síðustu færslu þá er ég ekki alveg komin yfir brúðkaupið jafn fljótt og ég hélt og ætla að sýna ykkur örlítið meira frá því. Í þetta skiptið kjólinn minn. Það er risa ákvörðun að velja kjól, eða mér fannst það amk. Ég vissi ekki alveg í hvaða átt ég vildi fara, nema bara það að ég vildi hafa hann einfaldan. Ég fann minn svo, mjög óvænt, inn á missguided.uk og ákvað að prófa að panta hann með það í huga að breyta honum mögulega. Hann var alls ekki dýr svo ég ákvað að taka sénsinn á að prófa þetta.

Ég fór svo með hann í Eðalklæði þar sem þær sniðu hann að mér, breyttu hálsmálinu og bættu á hann steinum í mittið.
Ég var svo ótrúlega ánægð með útkomuna og hvernig þessi hugmynd lukkaðist. Dagbjört ljósmyndarinn okkar (mæli með síðunni hennar btw – dagbjortkristin.com) náði svo mörgum fallegum myndum af kjólnum.

Planið okkar var alltaf að hafa gott partý og ég veit ekki með ykkur en ég tengdi ekki alveg síðkjól og partý saman, og ákvað að fá mér samfesting til að vera í um kvöldið. Þetta var svo sjúklega þægilegt og ég mæli mjög með þessu fyrir þá sem nenna ekki að dansa, og í okkar tilfelli – fara í limbó,  í síðkjól. 

Ég pantaði samfestinginn líka á missguided.uk mjög ódýrt og fékk Eðalklæði til að sníða hann að mér. 

Bryndís Björt

Apríl moodboard

Vibes í apríl.

Mig langaði að segja takk fyrir ótrúlega góðar viðtökur við færslunum mínum tengdum brúðkaupinu okkar 2. feb sl. Eins og ég sagði ykkur þá ætlaði ég að takmarka þessar færslur við febrúar mánuð, en ég ætla aðeins að bæta við þessa umfjöllun og segja ykkur betur frá kjólnum mínum, og myndbandi sem við vorum að fá frá deginum. Ég vona bara að þið hafið jafn gaman af!
Nú er hins vegar vorið alveg að koma (hlýtur að fara að gerast), amk orðið bjart langt fram á kvöld og léttara yfir mörgum. Framundan hjá mér á síðunni er allskonar spennandi, mig langar að sýna ykkur meira heiman frá mér og koma með skemmtilegar og hagnýtar færslur svona inn í sumarið – þannig ég býð ykkur bara að njóta!

Bryndís Björt

 

02.02.18 í myndum

Hér eru nokkrar af uppáhalds myndunum mínum frá þessum besta degi.
Ljósmyndarar voru Dagbjört Kristín Helgadóttir og Jóhanna Hauksdóttir, sem eru algjörir snillar báðar tvær! 

Bryndís Björt

Brúðkaups skipulag frá a-ö

Nú elska ég að skipuleggja, eins og ég hef kannski sagt ykkur áður, og naut mín mjög við það að skipuleggja eitt stykki brúðkaup. Ég gerði laaangt word skjal með bókstaflega öllu sem mér datt í hug að þurfti að gera og langar að deila því helsta úr því með ykkur, því ég efast ekki um að það geti hjálpað einhverjum í svipuðu stússi. Ég fann nokkra svipaða lista og minn á netinu þegar ég var að gera þetta en breytti og bætti eftir mínu höfði. Svo þegar það fór að styttast í brúðkaupið gerði ég annan lista í miklu meiri smáatriðum til að fara eftir. Ég (og þá meina ég auðvitað ég og öll ómetanlega hjálpin sem við fengum) hefði ekki mögulega getað gert þetta án þess að hafa allt skrifað niður og getað gert eitt lauflétt tjékk við hvern hlut þegar hann var klár.

Fyrst gerði ég lista til að fylla út, svona um það hvað við vildum;

BASICS
Dagur:
Staður:
Athöfn (kirkja):
Veislusalur:
Budget:
Fjöldi gesta:
Þema:
Logo:

OKKAR LOOK
Hennar föt:
Hans föt:
Skart:
Skór:
Nærföt, sokkaband, sloppur:
Samfestingur:
Hár:
Förðun og neglur:
Yfirhafnir:

KIRKJAN
Prestur:
Píanó:
Hringaberi/blómabörn:
Hringapúði (tréplatti):
Dúllur úti (stjörnuljós):
Brúðarbíll:

VEISLAN
Veislustjórar:
Söngvari:
Ræður:
Skemmtiatriði/leikir:
Hljómsveit:
DJ:
Inniskór:

SALURINN
Borðauppröðun:
Gestabók:
Skjár:
Hljóðkerfi:
Þrif:
Snyrtiaðstaða á baði:

SKREYTINGAR
Skreytingar í kirkju:
Brúðarbíll:
Inngangur:
Myndaveggur (bakgrunnur):
Fordrykkur:
Dúkar:
Loft:
Svið:
Borðbúnaður:
Háborð:
Borðskreytingar:
Gjafaborð:
Eftirréttarborð:
Nafnspjöld og borðnúmer:
Brúðhjónaglös:
Blöðrur:
Partýbúnaður: plastglös og diskar
Gamlar myndir af okkur:
Aðrar skreytingar:

MATUR
Veisluþjónusta:
Fordrykkur + forforréttur:
Forréttur:
Aðalréttur:
Eftirréttur:
Brúðkaupskaka:
Drykkir með mat:
Bar:
Næturmatur:

ÞJÓNUSTA
Ljósmyndari:
Vídjó:
Boðskort og annað til að prenta:
Söngvari í kirkju:
Þjónar:
Brúðkaupsnótt:
Brúðkaupsferð:

TÓNLIST
Lag inn í kirkju:
Lag út í kirkju:
Tónlist í athöfn:
Fyrsti dansinn lag:
Hljómsveitar lög:
DJ lög:

ANNAÐ
Hashtag:
Óskalisti:
Þakkarkort:

 

Svo var það to do listinn með því sem þyrfti að gera á hverju tímabili fyrir sig;

12-10 mánuðir

Velja dag

 
Gera gestalista  
Bóka kirkju  
Bóka sal  
Bóka prest  
Velja veislustjóra  
Bóka söngvara  
Ákveða budget  
Ákveða þema  
Fara í kjólamátun  
Bóka ljósmyndara  
Bóka vídjó  
Bóka veisluþjónustu  
Byrja að plana brúðkaupsferð  
Bóka brúðkaupsnóttina

 

9-6 mánuðir

Ákveða blómaskreytingar og vönd

 
Kaupa kjólinn  
Byrja að panta skreytingar á netinu  
Ákveða brúðkaupsköku  
Bóka DJ  
Bóka brúðkaupsferð  
Ákveða rautt og hvítt  

5-3 mánuðir

Fara með kjólinn til saumakonu  
Fá frí í vinnu  
Ákveða matseðil  
Prófa kökuna  
Gera kostnaðaráætlun   
Myndaveggur  
Panta fleiri skreytingar  
Kaupa brúðarskó  
Kaupa samfesting  
Útbúa boðskort og setja í prentun  
Senda boðskort  
Bóka rútu  
Byrja að kaupa áfengi  
Bóka þjóna  
Bóka þrif á sal  
   

8-6 vikur

Staðfesta allar bókanir sem hafa verið gerðar  
Minnka samfesting  
Funda með ljósmyndara  
Ákveða nánar hvernig athöfnin fer fram  
Gera óskalista  
Hjúskaparvottorð  
Kaupa stjörnuljós  
Panta gestabók  
Prófa hár og förðun  
Vera klár með flestar skreytingar  
Kjóllinn 100% klár  

Prenta nafnspjöld og borðnúmer

 

5-2 vikur

Ákveða sætisröðun  
Gera FB hóp  
Hafa samband við þá sem hafa ekki svarað boðskorti  
Hafa rútu klára  
Emergency kit  
Skoða veður  
Gera hlutverka skjal fyrir þjóna og aðra  

 

Undir lokin gerði ég svo mjög detailaðan lista yfir það sem var eftir, hér er smá sýnishorn af honum enda verkefnin síðustu dagana eflaust mjög misjöfn;

– Funda með vídjómanneskju, ljósmyndara, þjónum, veisluþjónustu o.fl.
– Skreyta salinn
– Prenta út myndir og fá gamlar myndir úr albúmum
– Kaupa allt hráefni sem var eftir
– Skrifa bréf til hvors annars
– Staðfesta allar bókanir
– Hafa allar greiðslur klárar
– Polaroid myndir fyrir gestabók
– Hringar í pússun

… og margt fleira enda milljón hlutir sem koma upp svona í lokin, alveg sama hversu gott skipulagið er held ég 😉

Vonandi nýtur einhver góðs af!

Bryndís Björt

 

Boðskort

 

Boðskortin okkar.
Ég setti þau upp í word, bæði textann og logoið aftaná, og fékk Héraðsprent til að prenta í þremur mismunandi litum. Héraðsprent er prentsmiðja á Egilsstöðum og ég bara verð að fá að mæla með þeim hérna. Þjónustan þeirra var frábær, þetta var með þægilegustu fyrirtækjum sem ég dílaði við í undirbúningnum. Ég ætlaði fyrst að láta prenta kortin í Reykjavík fyrst við búum þar en eftir lítil og léleg svör frá nokkrum prentsmiðjum í bænum prófaði ég að tala við þau hjá Héraðsprent og fékk skjót svör og kortin voru tilbúin, nákvæmlega eins og ég hafði séð fyrir mér, eftir örfáa daga.

Við ákvaðum svo að halda áfram með þetta þriggja lita dæmi og höfðum borðnúmerin og nafnspjöldin í sama stíl, og Héraðsprent sá að sjálfsögðu um það líka. Þau prentuðu líka fyrir okkur gestabókina og svona ,,finnið sætin ykkar“ spjald. 

Ef þið eruð að leita að fyrirtæki til að prenta boðskort og slíkt, þá mæli ég með Héraðsprent – gott verð og minnsta mál að láta senda! Við höfðum svo polaroid myndavélar hjá gestabókinni þar sem fólk gat tekið mynd af sér og skilið eftir kveðjur, mæli mjög með því líka, sjúklega gaman að skoða bókina daginn eftir og það verður örugglega bara skemmtilegra eftir því sem lengra líður.

Bryndís Björt

 

 

Fylgdu okkur á


Follow