Auður

Ég get ekki sagt að ég sé mjög húsmóðursleg í mér, kann ekki að sauma, prjóna og ekki þekkt fyrir að baka. Þegar ég átti síðan að fara að undirbúa tvö barnaafmæli á tveimur vikum ( eitt fyrir fjölskylduna og eitt fyrir vini )  féllust mér hendur, hvað á ég að gera, elda, baka? Ég sá ekki fyrir mér að baka 5 sortir af kökum og öðrum réttum, föndra fullt af fíneríi, fylla íbúðina mína af pinterestvænum afmælisskreytingum og öllu því sem maður er vanur að sjá hjá öðrum bloggurum. Flott hjá þeim að geta þetta og leggja tímann í þetta, en ég einfaldlega sá þetta ekki fyrir mér. Svo ég ákvað að gera bara venjulega afmælisveislu með venjulegum veitingum, ekkert fancy og ekkert stress ( eða minna stress ) Ég leitaði til mömmu minnar, systur og vinkonu og fékk hugmyndir frá þeim fyrir afmælin. Endaði á að finna húsmóðursgenið í mér og gerði sykurlausa eplaköku með dökku súkkulaði, asparsrétt og marengsykurbombu með berjum. Þetta var allt gert á sama klukkutímanum rétt fyrir að gestirnir myndu koma á staðinn og mömmustressið kom yfir mig en ýtti mér áfram að klára þetta og var frekar stolt yfir afrakstrinum! Fékk frábært hrós frá kærastanum sem sagði að það væri eins og ég hefði aldrei gert neitt annað en að baka og undirbúa afmælisveislur! Stolt mamma sem gat boðið gestunum sínum upp á smá veitingar og íbúðin var skreytt með blöðrum og smá föndri ( gat ekki alveg sleppt því ) 😀

 

Fyrir afmæli 2, gerðum við síðan pizzasnúða, sömu marengssykurbombuna og enduðum á að kaupa afmælistertu fyrir litla! En ég var samt sem áður ánægð með þá veislu þrátt fyrir að hafa ekki bakað eða eldað mikið sjálf.

Emil minn er sem sagt eins árs í dag þann 12 ágúst! Stór afmæli hjá litla mínum sem er svo ofurduglegur og metnaðargjarn. Byrjaði að labba 10 mánaða og hleypur núna út um allt eftir kisu og skríkir af gleði. Byrjaði að klifra upp í sófann fyrir nokkrum vikum og markmiðið þar var að ná fjarstýringunni sem var vanalega geymd þar, því markmiði var náð fljótt og síðan var bara að koma sér niður af sófanum. Eftir nokkur smá föll á teppið, fattaði hann hvernig það var gert með fæturnar fyrst og gerir nú ekki annað en að fara upp og niður af sófanum. Hann er svo opinn litli strákurinn og elskar að vera í kringum fólk, tekur flestum vel og hleypur til þeirra og sýnir þeim leikföngin sín. Stundum heyrast ýmis hljóð úr honum og MEEEEE hljóðin eru í uppáhaldi, öll dýrin segja sem sagt Meee í hans huga og hlægjum við foreldrarnir af krúttinu okkar. Bækur eru í miklu uppáhaldi og fékk hann fullt af bókum í afmælisgjöf. Hann hefur samt mismikla þolinmæði að lesa, en er alltaf til í lestur og hleypur inn í herbergi þegar við ætlum að lesa. Fær hann að velja sjálfur bækur sem hann vill lesa af hillunum og brosir breitt þegar við setjumst niður með bókina, oft náum við að lesa heila bók án truflana en stundum hefur hann annað að gera og tekur þá bókina bara með.

Emil elskar að leika við kisu með kisuleikfangi sem við notum, kisa er oft til í að leika líka þótt hún sé minna spennt þegar hann potar í hana með leikfanginu þegar hún sofandi. Hann sýgur í sig þekkingu og hlustar vandlega þegar við bendum á hvað hlutir heita. Hann er ekki byrjaður að tala mikið, en segir mamma og pabbi ( eða mama og baba ) og get svo svarið að hann segir lampa og bað, en það hljómar eins og ampa og ba…svo það er allaveganna byrjunin 🙂 Hann er litli snillingurinn minn sem vill alltaf vera á ferðinni, sjá heiminn og hitta fólk og dýr. Við elskum hann út af heiminum!

 

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

2 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow