Auður

Sjálfsvíg, sjálfsvígshugsanir og hugsanir um að skaða okkur á einn eða annan hátt. Sumir láta verða af því, fremja sjálfsvíg og skilja eftir ættingja og vini sem vildu óska að þeir hefðu getað komið í veg fyrir hræðilega atburðinn. Oft vita aðstendendur ekki af þeim hugsunum sem eru að sjóða í hausnum á þeim sem enda með að fremja sjálfsmorð, þá er erfitt að reyna að hjálpa, manneskjan þjáist í þögn og án vitundar annarra.

Það er of mikið tabú um að tala um sjálfsvíg í dag, opnum fyrir umræðuna og út með það ef þér líður illa. Leitaðu hjálpar og segðu þeim nánustu þér frá því, bara það að tala um hugsanir þínar er ákveðinn léttir á sálinni og þið eruð í þessu saman. Það er svo mikilvægt að fá stuðning og hjálp.

Þegar ég var unglingur hugsaði ég mikið um sjálfsvíg og sjálfsskaða. Ég varð fyrir einelti í skólanum, var þunglynd og leið mjög illa. Þakka því hvað ég er mikil bjartsýnismanneskja að eðlisfari að ég er hérna í dag, vissi alltaf inni í mér að það biðu betri tímar. Á ég einnig góða að og þrátt fyrir að hafa ekki talað um það hvernig mér leið, fann ég stuðning frá þeim. Vildi samt að ég hefði talað við fjölskylduna um hvernig mér leið þar sem það var möguleiki á að breyta aðstæðum og fá hjálp. Í staðinn leið mér illa í mörg ár.

Við erum öll tengd þessu málefni á einn eða annan hátt, við þekkjum flest öll einhverja sem hafa verið í þessum aðstæðum, sem hafa íhugað sjálfvíg eða framið sjálfsvíg. Í kringum mig hafa verið of margir sem hafa talað um að vilja fremja sjálfsvíg, ein manneskja reyndi það fyrir framan mig, en það var í raun ákall á hjálp, þeirri manneskju líður betur í dag. Vinur minn framdi sjálfsvíg og skildi eftir sig ungan son.

Megin ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta blogg er að ein af mínum bestu vinkonum, Alexandra Sif Herleifsdóttir Íþróttafræðingur, kom fram á snappinu sínu Lexaheilsa um daginn og sagði frá því að hún hafi íhugað sjálfsvíg þegar hún bjó með kærastanum sínum í Toronto 2016. Hún varð einnig fyrir einelti sem barn og fann fyrir sjálfsvígs hugsunum í fyrsta sinn þá en þessar sjálfsvígs hugsanir hafi komið upp aftur á þessum tíma vegna mikils álags. Hún hafi hugsað um að hoppa af svölunum heima hjá sér í Toronto, af 18 hæð í blokk, vegna mikils kvíða og þunglyndis, en hún vann í sínum málum og komst út úr þeim hugsunum til allra hamingju. En einstaklingur sem bjó einnig í húsinu lét verða af því og batt enda á líf sitt. Það hafi komið sem mikið áfall fyrir hana og vill hún nú koma á meiri umræðu um sjálfsvíg og sjálfsskaðahugsanir og með því vonandi hjálpa einhverjum.

Hún er því með söfnun í gangi fyrir udmeda.is sem er samvinnuverkefni Geðhjálpar og Rauða krossins fyrir fólk sem upplifir sjálfsskaða og sjálfsvígshugsanir. Ef hún safnar 300 hundruð þúsund krónum fyrir 16 október þá ætlar hún að raka af sér hárið og gefa Alpecia samtökum, en samtökin gera hárkollur fyrir börn með Alopecia, sjálfsofnæmissjúkdóm sem leiðir til þess að einstaklingar missa allt hárið.
 

Alexandra SIf
Alexandra Sif

Frábært framtak og mikið hugrekki að koma fram á almennum vettvangi og opna sig eins og hún hefur gert. Kom grein um hana í Stundinni núna í vikunni og mun hún einnig líklegast tala um málefnið í tveimur útvarpsviðtölum á næstunni. Mæli með því að fylgjast vel með!

 

Reikningsnúmer:

0130-05-063080

Kennitala:

021089-2069.

Margt smátt gerir eitt stórt og ég vona að sem flestir vilji styrkja þetta góða málefni og útmeða!

udmeda.is
Forsíða utmeda.is

 

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow