Auður

Nú er barneignarleyfinu mínu lokið og heilt ár búið að þjóta framhjá. Var stressuð að fara aftur að vinna og fannst sem ég og mitt líf hefði breyst svo mikið, myndi þetta ganga upp, á ég eftir að meika það að vera í burtu frá litla mínum svona lengi hvern dag. Allar þessar spurningar og hugsarnir brugguðu í huganum og voru á suðupunkti daginn fyrir fyrsta vinnudaginn minn. Maginn var í hnút um morguninn þegar ég vaknaði og var til dæmis fullviss um það að nú ætti enginn eftir að skilja dönskuna mína, væri orðin alltof sænsk og íslenski hreimurinn kominn líka aftur. ( bý í Malmö, vinn i Köben, tala sænsku við kærastann minn og íslensku við strákinn minn! )

En getið hvað! Þurfti alls ekki að hafa neinar áhyggjur og fyrsti vinnudagurinn var æði! Eftir að hafa knúsað Emil ( strákinn minn ) örugglega aðeins of oft áður en ég fór út úr húsi þá leið mér eins og heimurinn væri minn að sigra á leiðinni til vinnu. Það var eitthvað við það að dressa sig upp í fín föt, mála sig og fara í háhæluðu skóna mína sem breytti hugarfarinu mínu og sjálfsöryggið steig í hæðstu hæðir. Þarna var gamla ég í nýjum mömmu umbúðunum að ganga um götur Köben, hæst ánægð með að tengja saman nýja lífið mitt við það gamla.

Þetta er ég, vinnu Auður, mamma, kærasta, vinkona, dóttir og allt hitt. Ég er þetta allt en það að geta verið ein að vinna að mínum öðrum markmiðum í lífinu er eitthvað sem ég er glöð að geta farið tilbaka í.

Get samt sagt að þetta hefur ekki verið auðvelt alla daga, var með grátinn í augunum einn daginn í vinnunni eftir að ég heyrði að Emil var ekki sáttur við lífið þann daginn, hann vildi ekki borða mikið og grét eftir mömmu sinni. Núna er pabbinn hans í barneignarleyfi og með hann alla virka daga. Fékk snapchat frá kærastanum mínum þegar Emil grét eftir mér og hjartað brast. En það fór allt vel og þeir tveir orðnir vanir að vera mest bara tveir saman núna alla virka daga og skemmta sér konunglega án mín. Auðvitað fer allt upp og niður en það gerði það líka þegar ég var sjálf í barneignarleyfi.

Það besta við vinnudaginn er samt að koma heim til fjölskyldunnar minnar og sjá stóra brosið á Emil þegar ég geng inn um hurðina. Í dag hljóp hann til mín og vildi að ég tæki hann upp. Ég lyfti honum upp í hæðstu hæðir og hló með honum, kyssti hann svo og knúsaði þar til hann missti þolinmæðina á mömmu sinni og vildi frekar sýna mér lampana á heimilinu ( uppáhaldið hans )

Mér líður allaveganna eins og þetta sé eins og þetta á að vera þrátt fyrir að vilja alveg vera heima aðeins meira. En finn að það er gott jafnvægi milli heimilislífs og vinnulífsins.

Til að útskýra titilinn á blogginu þá klippti mig sem sagt daginn fyrir að ég átti að byrja í vinnunni og síðan fór ég í fataleiðangur og splæsti í nokkur ný outfit. Læt fylgja með nokkrar myndir frá síðustu 2 vikum og þið verið bara að afsaka sjálfurnar af mér, fannst ekki tími í almennilegar myndatökur 🙂

Komin í vinnugírinn í SIX búðinni í Fisketorfunni í Köben.

Á Öresundsbrúnni í lestinni á leiðinni yfir til Danmerkur!

Tók reyndar þessar tvær myndir rétt fyrir barneignarleyfið!

Verslunarferðin…endaði með að kaupa bara í Gina tricot! Hér er smá sýnishorn.

Emil minn orðinn 11 mánaða! bara 3 vikur í eins árs afmælisdaginn hans, alltof fljótt að gerast 🙂

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow