Auður

Ég er supernatural nörd! Enda elska ég allt sjónvarpsefni sem blandar saman hryllingi og komedíu. Er búin að fylgjast með frá byrjun og get svo svarið það að þættirnir verða bara betri og betri, og það er sko alls ekki hægt að segja það sama um allar seríur. En þótt mig langi til að kalla mig fan númer 1, er ég það ekki…það er hún frænka mín Alma Sif Kristjánsdóttir! Hún fór alla leiðina til Vancouver á Supernatural ráðstefnu um daginn, ekki ódýrt dæmi en alveg þess virði!

Þar sem ég missti andlitið af öfund þegar myndir af ráðstefnunni fóru að droppa inn á facebook og Snapchat þá ákvað ég að skella í eitt viðtal við hana Ölmu um sína upplifun af ráðstefnunni og að hitta þá Sam og Dean ( Jarad Padalecki og Jensen Ackles ) ( Btw ekki auðveldustu leikaranöfnin sem ég hef heyrt ) og restina af leikurunum í þáttunum.

Alma, var þetta skyndiákvörðun að kaupa miða á þessa ráðststefnu?

Það var ekki skyndiákvörðun að fara á ráðstefnuna. Ég hef lengi verið aðdáandi þáttanna, það tók mig 3 ár að þora að horfa á þá því ég hef alltaf verið kjúklingur þegar það er um eitthvað yfirnáttúrulegt. Loks fór ég að horfa á þættina og þótti þeir góðir en ég var engin ofsa aðdáandi. Ég meira að segja hætti að horfa í smá tíma en sem betur fer byrjaði aftur. Ég var svo einn daginn að dunda mér á youtube þar sem ég sá myndbönd af Quastions and answers panels sem þeir höfðu verið með á einhverri svona hátíð. Þetta vakti áhuga minn  og ég fór að horfa á fleiri myndbönd.

Þetta var svo skemmtilegt og það opnaðist fyrir mér nýr heimur sem ég vissi ekki að hafði verið til staðar það er að segja Supernatural Conventions. Í ágúst í fyrra þá var ég að bíða eftir nýjum myndböndum frá hátíðinni sem haldin var í Vancouver og þá fattaði ég að þetta væri virkilega eitthvað sem ég væri alveg ofsalega til í að upplifa. Ég fór inn á síðu Creation entertainment sem heldur hátíðirnar til að skoða hvað svona miði myndi kosta og hvað það væri sem væri í boði. Ég vildi endilega fara til Vancouver því þar eru þættirnir teknir upp og það fannst mér mjög sniðugt og skemmtilegt. Það eru 4 flokkar af miðum til sölu gull, silfur, brons og svo venjulegur. Þar sem ég ákvað að gera þetta þá vildi ég fara alla leið þannig ég keypti mér gull miða, með honum fylgir sæti sem þú getur valið og það er þitt sæti alla helgina. Eiginhandaráritanir sem oft eru gerðar eftir sætaröðum þannig þú ert framalega í röðinni, miðar inn á tónleikana á laugardeginum, auka Q&A panell með Jensen og Jared (30 mínútur) og fleira.

Ég og frænka mín sem búsett er í Bandaríkjunum ákváðum að við þyrftum að gera þetta almennilega víst að við værum að þessu til að fá mestu og bestu upplifuninna af hátíðinni.

Um miðjan ágúst 2016 ákvað ég svo að kaupa miðan þegar opnað var fyrir miðasöluna og heils árs bið byrjaði eftir atburðinum. En ég taldi það mjög gott því það gaf mér tíma og tækifæri til að safna og kaupa fleiri hluti tengda ferðinni.

Segðu okkur aðeins frá hvernig þessi ráðstefna er sett upp, atburðum , þinni upplifun og skoðunarferðinni sem þið fenguð.

Ráðstefnan er sett upp á þann hátt að í Vancouver þá er boðið upp á rútuferð um borgina á fimmtudeginum. Þetta fylgir ekki með miðanum heldur er sér atburður sem þú kaupir miða fyrir. Í þessari rútuferð þá fá aðdáendurnir smá upplifun af stöðum sem Supernatural hefur tekið upp atriði með Russel Hamilton sem er location manager sem þýðir að það er hann sem velur staði sem atriðin eru tekin upp þannig þau passi við það sem rithöfundar þáttanna skrifa og Melanie O´Donnell sem er aðstoðarmaður hans.

Innifalið í þessum atburði var hádegismatur þar sem Jim Michaels sem er co-executive producer af þáttunum kom og heilsaði aðeins uppá okkur. Hann gaf okkur deildi engum leyndarmálum um seríu 13 en það var æðislegt að sjá hann og við máttum taka mynd af okkur með honum og Russel Hamilton. Við fengum að sjá hvar Dean kom uppúr gröfinni í byrjun season 4, hvar Castiel fór út í vatnið og dó í byrjun season 7. Við fengum að keyra framhjá Studio-inu sem þættirnir eru teknir upp en við máttum því miður ekki fara inn né stoppa fyrir utan. Það var vegna þess að svo margir aðrir þættir eru teknir upp á sama stað.

Föstudagurinn byrjar á því að allir skrá sig inn og fá armbönd og hálsband sem sýna hvernig miða þeir eru með og hvaða atburði þeir fá aðgang að. Svo eru allir boðnir velkomnir af Richard Speight Jr (Gabriel/trickster) og Rob Benedict (Chuck/God), þeir eru alveg dásamlega fyndnir og skemmtilegir. Svo var Q&A með Alaina Huffman (Abaddon) og Gil Mckinney (Henry Winchester) þar sem aðdáendur fá að spyrja þau spurninga og þau svara. Svo eru leikir þar sem aðdáendur geta unnið sér inn smá verðlaun. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg nógu kjörkuð til að taka þátt í neinum leikjum. Annar Q&A var með Samantha Smith (Mary Winchester) sem er svo blíð og skemmtileg persónu að það er alveg dásamlegt að hlusta á hana.

Seinasti panell dagsins var  með Brianna Buckmaster (Sheriff Donna Hanscum) og Emily Swallow (The Darkness) sem eru algjörir snillingar.  Atburður föstudagskvöldisins er svo Fandom Funhouse Karaoke Party þar sem leikara liðið klæðir sig upp í búninga (þemað í þetta árið var Sirkus) og þeir sem skráðu sig á miða til að syngja með þeim eru dregnir út og þeir fara uppá svið þar sem þau syngja saman. Á sama tíma þá er textinn á stórum skjá svo allir geti sungið með. Þetta var alveg fáránlega fyndinn atburður því þau eru svo hress og til í allt. Jensen og Jared voru ekki á þessum atburði.

Laugardagurinn er eins full pakkaður og föstudagurinn þá eru fleiri Q&A til dæmis með Ruth Connell (Rowena) þar sem hún var með fleiri leikurum að svara spurningum og fyrir hverja spurningu fékk aðdáandinn lítinn pakka (sem voru allskonar sápur, sjampó og svoleiðis hlutir sem hún sagðist hafa tekið af hótel herberginu sínu hehehe) Annar panell var svo með Matt Cohen (Young John Winchester) þar sem hann var með Richard (Gabríel) og Rob (God) sem var alveg sá fyndnasti panell sem ég hef séð. Á laugardeginum var svo Q&A með Misha, myndatökur og eiginhandaráritanir. Þar sem Misha (Castiel) var nýlega hér á landi þá var ég mjög spennt að segja honum að ég væri íslendingur, það opnaði að smá samtal þar sem við töluðum um kæstan hákarl og hversu vondur honum hafi þótt hann 😉

Annar Q&A á laugardeginum var með Mark Sheppard (Crowley), hann er algjör snillingur og það er svo gaman að hlusta á hann. Það voru einnig myndatökur og eiginhandaráritanir með honum á laugardeginum. Ég sagði honum einnig að ég væri frá Íslandi og hann sagði Cool takk fyrir að koma 😉 hann var ekki mikið að spjalla enda gekk eiginhandaráritunarröðin hans mjög fljótt fyrir sig 😉 en í myndatökunni var hann ótrúlega indæll þó að hún hafi verið voðalega stutt þá var ég svo hamingjusöm eftir hana. Ég var bara ótrúlega hamingjusöm eftir daginn.

Fenguð þið síðan tónleika með Jensen Ackles ( Dean )?? Ég hafði ekki glóru að hann gæti sungið! Afhverju er það ekki notað meira í þáttunum spyr ég mig bara. Segðu okkur aðeins frá þessu.

Aðalatburður laugardagskvöldsins á ráðstefnuhelginni eru tónleikarnir Saturday Night Special, þar kemur fram Louden Swain sem er hljómsveitinn hans Rob Benedickt ásamt öðrum leikurum til dæmis Jensen Ackles og það varð allt vitlaust í salnum þegar hann gekk á sviðið. Ég skal alveg segja þér það að það var ekki mikið eftir af röddinni í mér daginn eftir. Jensen er með algjöra englarödd og það var svo biluð upplifun að sjá hann syngja að ég get ekki lýst því. Hann sagði einhverntíman í viðtali að hann ákvað að Dean myndi ekki syngja vel og hann hefur haldið sig við það.

Brianna Buckmaster (Donna) er með eina af fallegustu röddum sem ég hef heyrt vá! Til að lýsa þeirri ást og aðdáun sem þetta leikaralið hefur frá aðdáendum sínum þá er vert að minnast á að í byrjun kvöldsins stóðu nokkrir aðdáendur með kassa fulla af ledkertum (svona litlum spritt kertum) sem voru merkt Louden Swain, Vancouver Con 2017 og gáfu öllum sem voru á leiðinni inn á atburðinn. Leiðbeiningarnar sem fylgdu með þessu kertum voru að þegar ákveðið lag sem Rob Benedict hafði samið til mömmu sinnar væri spilað þá ættu allir að kveikja á kertinu sínu til að sýna honum ást og stuðning. Það var ótrúlegt að taka þátt í því og að sjá tilfinninguna sem það vakti hjá Rob Benedikt var dásamleg hann var ótrúlega hrærður og þakklátur fyrir aðdáendur sína.

Myndirnar sem voru teknar, fengu allir þeir sem komu á rástefnuna myndatöku með öllum eða var þetta eitthvað sérstakt sem þurfti að borga aukalega fyrir?

Myndatökur með leikaraliðinu eru sér þannig þú getur valið hvað þú vilt, ég valdi að taka mynd með the ladies of supernatural (Samantha Smith, Emily Swallow, Alaina Huffman og Brianna Buckmaster) og svo nokkrar mismunandi myndir með Jensen, Jared, Misha og Mark. Sumir leikararnir voru með bás frammi hjá sölubásunum þar sem þú gast fengið að taka selfie og fengið eiginhandaráritun frá þeim fyrir smá pening. Ég eyddi miklum peningum í þetta því allt á hátíðinni er dýrt en virði hvers einustu krónu.

Alma og Supernatural leikararnir!

Fékkstu að tala eitthvað við Dean og Sam og hina í leikaraliðinu? Hefði sjálf ekki komið upp orði þar sem ég hefði verið svo starstruck en vona að þú hafir allaveganna náð að segja hæ ég elska þig eða eitthvað minna stalkerish við þá?

Sunnudagurinn er aðal dagurinn á hátíðinni, því það er dagurinn sem Jensen og Jared koma. Þann dag byrja þeir sem keyptu gull miða á Q&A með Jensen og Jared sem er 30 mínútur. Svo eru fullt af myndatökum til dæmis einstaklings með annað hvort Jensen eða Jared (ég keypti báðar) svo Jensen og Jared saman (keypti það líka), svo er hægt að fá með öðrum hvorum þeirra og Misha (ég gerði það ekki) og svo var hægt að fá mynd með Jensen, Jared, Misha og Mark (sem ég gerði og er uppáhaldsmyndin mín).

Einnig þann dag eru fleiri Q&A með leikurum til dæmis Rachel Miner (Meg nr 2) og einstaklings Q&A með Ruth Connell (sem ég missti af því ég var í röð að láta taka mynd af mér með öllum 4). Svo almenni Q&A með Jensen og Jared sem var alveg frábær, þeir eru svo fyndnir og skemmtilegir. Svo kemur að eiginhandaráritunum og ég þorði að segja þeim báðum að ég væri frá Íslandi sem þeim fannst mjög skemmtilegt. Einnig talaði ég aðeins við Jared þar sem ég er að hanna smá listaverk handa honum sem ég ætla að senda til hans seinna enn vildi endilega sýna honum hvað ég væri að gera og hann var mjög ánægður með það.

Þá var helginni lokið og þvílíkur rússíbani af tilfinningum og dásemd. Þetta var virði hverrar krónu og þó ég sé ekki viss um að ég muni gera þetta aftur þá var þetta once in a lifetime lífreynsla sem ég mun alla tíð hugsa fallega til og algjörlega njóta þess að rifja upp.

Fóruð þið síðan í ykkar eigin skoðunarferð til að finna hurðina að men of letters bunkernum? Fannst það algjör snilld!

Ég var í viku í viðbót í Canada sem var alveg frábært og ég er gjörsamlega ástfangið af þeirri borg. Á þriðjudeginum eftir hátíðina fórum við í Supernatural Walktour með Fans of Vancouver sem hafa enga tengingu við þá sem halda hátíðina heldur er túristafyrirtæki sem gerir út á allskonar walktours varðandi hina ýmsu þætti og bíómyndir sem tekið er upp þar. Það eru mjög margir þættir teknir upp í Vancouver til dæmis izombie, Arrow, Flash, Supergirl og Man in the high castle. En það er slatti af bíómyndum sem hafa verið og er verið að taka upp þar núna til dæmis Deadpool. Það var ótrúlega gaman að labba um miðbæ Vancouver og sjá allskonar hús og húsasund sem höfðu verið notuð í þáttunum og ég var svo heppin að engin af þeim staðsetningum sem ég sá í því tour var það sama og ég hafði séð á fimmtudeginum. Þetta voru bara aðdáendur þáttanna að sýna öðrum aðdáendum þáttanna hvað er spennandi.

Skoðunarferðin að hurðinni af the men of letters bunkerinu var eitthvað sem við gerðum sjálfar. Við fundum vefsíðu aðdáenda sem hafa búið til lista yfir hina ýmsu staðsetningar sem gaman er að skoða ef þú ert aðdáendi þáttanna. Þessi garður sem við fórum í var lengst í burtu og við tókum leigubíl þangað og létum hann bara skilja okkur eftir. Allt í kringum þennan garð voru vinnusvæði og eiginlega ekkert af íbúðarhverfum. Hann var ekki túrista fallegur og alls ekki vel hyrtur það er nánast hægt að segja að hann hafi verið pínu creepy. Við vissum ekki almennilega hvert við áttum að fara eina sem við vissum var hvernig hurðinn átti að líta út og að hún væri undir brú sem heitir IronWorkers Memorial Bridge. Hún lítur ekki út eins og í þáttunum en allt í kring sýnir að þetta hafi verið hún. Á handriði fyrir framan hurðinna stendur I love you Dean, þannig við erum nokkuð vissar að við höfum fundið réttan stað.

Var þetta ekki bara einfaldlega besta ferðin í heiminum? myndir þú gera þetta aftur…og viltu þá taka mig með!!!

Ég mun allatíð vera ánægð með þá ákvörðun að hafa farið því þetta var ein besta upplifun í mínu lífi og já ég myndi algjörlega taka þig með 😀

Creation entertainment sem heldur hátíðina heldur nokkrar yfir árið í Bandaríkjunum og í Canada en það eru einnig aðrar hátíðir annarstaðar í heiminum. Það er til dæmis ein í Róm sem haldin er einu sinni á ári sem heitir Jus in Bello (eins og þáttur 12 í season 3) eða öðru nafni JIB Con, það er ein haldin í Þýskalandi sem ég man ekki hvað heitir, það voru haldnar hátíðir í Bretlandi sem hétu Asylum (þáttur 10 í season 1) en hún er víst hætt heyrði ég.

Ég segi enn og aftur og held að ég geti ekki sagt það of oft þetta var æði og stóðst allar þær væntingar sem ég hafði og meira til 😀

 

Þakka Ölmu kærlega fyrir viðtalið og ég er enn að deyja úr öfund! Ég er því sem sagt á leiðinni á næstu ráðstefnu, get ekki hafnað tækifæri til að knúsa þá Dean og Sam! Hvað með ykkur? Sjáumst við ekki bara öll þar næst? Helst ekki samt, vil eiga þá bara fyrir sjálfa mig. Takk og bæ í bili!

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow