Auður

Lykilflíkur í fataskápinn

Hef verið að unna mér að kaupa eina og eina flík upp á síðkastið og hef ég lagt áherslu á að finna það sem er Must have í fataskápinn. Eitthvað sem lífgar upp á það sem ég þegar á og get gert mismunandi outfit af. Fann nokkrar lykilflíkur sem ég ætla að deila með ykkur hér. Mikið af myndunum eru sjálfur í vinnunni, en það hlýtur að fyrirgefast, ekki satt 🙂

TEINÓTT!

Fór upphaflega að leita mér að teinóttum jakka, en þar sem ég fann engan spennandi þá endaði ég með teinóttar buxur og ég gæti ekki verið sáttari! Háar í mittið og fara vel með svarta blazerinum minum! Þær fást í H&M.

RAUTT

Ég var harðákveðin að finna mér eitthvað rautt og endaði á þessum gullfallegu rauðu buxum úr BIK BOK. Einnig háar í mittið og hafa frábært snið!

BLÚNDA

Á núna 3 boli með blúndu í, enda elska ég þennan stíl! Þetta er uppáhaldsbolurinn minn og get ég notað hann með hvaða buxum sem er. Hér er ég í gallabuxum og blazerjakkanum mínum ( LOFA að ég nota hann ekki á hverjum degi!! 😀 )

BLÓMALEGUR KIMÓNÓ

Hvað er betra en að vera í sumarlegum blóma kímónó í Desember! Það lífgar allaveganna upp á mig og mitt skap þegar ég er í honum, hef fengið mörg hrós frá kúnnunum um hann sem gleðja blómahjartað mitt.

Ánægð að allaveganna ein myndin er ekki sjálfa, stefni á fleiri outfit pósta með almennilegum myndum 🙂 Vona að einhver hafi fengið fatainnblástur af þessu bloggi.

Eigið frábæra daga framundan og munið að bara ein flík getur breytt fataskápnum heilmikið og nýju outfittin sett saman úr gömlu og nýju flíkunum!

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Foreldralífið

Taka tvö: var búin að skrifa þetta blogg áður en því miður datt það út eftir að síðan datt niður í smá tíma eins og svo margar aðrar íslenskar síður. Mig langaði mjög mikið að hafa það með svo hér kemur það aftur í aðeins öðruvísi útgáfu:

Margt hefur breyst eftir að ég varð mamma og við parið urðum foreldrar! fyrir utan það augljósa að vera allt í einu komin með ábyrgð fyrir litlu lífi þá hefur margt annað breyst alveg heillmikið eins og við má búast. Hér eru nokkur atriði! Byrjum á fyrir og eftir myndum af okkur Tommy. Fyrsta: Fyrsta myndin sem við tókum af okkur eftir að við byrjuðum saman árið 2009. Seinni: Við litla fjölskyldan á fyrstu jólunum okkar öll saman 2016.

SKIPULAG!

Ég hef alltaf verið skipulögð í vinnu og skipti upp deginum eftir verkefnum en það hefur ekki verið mikið þannig skipulag heima við. Var venjulega bara go with the flow þegar heim var komið. Nú er allt skipulagt til hins ítrasta, þegar ég kem heim: Taka til það mesta á heimilinu og gera yfirborðshreinsun. Bara stutt 10 mín max, síðan leika með syni mínum honum Emil. Eftirá finn ég föt fyrir hann til að vera í daginn eftir á leikskólanum og tek til leikskólatöskuna hans. Þessi rútína gerir allt svo einfaldara daginn eftir og minnkar morgun stressið áður en við förum á leikskólann. Síðan er komið að næturrútínunni hans Emils : náttföt, góða nótt bók og velling/Peli, tannbursta og segja góða nótt við fiskana okkar, kisu og það foreldri sem ekki svæfir. Þegar hann er sofnaður þá er það að klára að elda, borða og þrífa síðan eldhúsið og setja í þvottavél! Í kringum kl 20, þá er hægt að slaka á! Er ánægð að hafa þessa rútínu sem mun auðvitað breytast eitthvað með tímanum, en þetta er eitthvað sem ég var alls ekki vön! En einhvern veginn er þetta betra svona. Fæ miklu meira gert heima áður en ég ákveð að vera löt upp í sófa.

MEISTARAKOKKAR!

Núna þegar Emil er að borða það sama og við borðum þá þurfum við að elda góðan og hollan mat flesta daga vikunnar. Við nenntum þessu alls ekki áður og það var mikið um skyndibitamat heima hjá okkur eftir vinnu, þrátt fyrir að vera oft salöt og svolleiðis á virkum dögum þá var þetta mjög dýr ávani og ekki mikil fjölbreyttni í matarræðinu! Nú neyðumst við til að vera duglegri og erum orðin meistarakokkar á stuttum tíma! ( eða allaveganna kokkar sem er stórt skref fyrir okkur ) Reyndar mest kærastinn minn sem eldar þar sem ég kem seint heim úr vinnu og er með Emil eins lengi og ég get áður en hann sofnar.  En við hjálpumst að oft og skiptumst á stundum. Þetta er þúsund sinnum betra fyrir fjárhaginn og matarræðið!!

LENGRI HELGAR!

Helgarnar byrja kl 6/7 á morgnanna. Þarf ég að segja meira 😉 Við reyndar skiptum upp tímanum fyrir hádegi og leyfum hvort öðru að sofa aðeins meira.  Tek vanalega fyrstu vaktina sem er kringum 2 tímar, en það er yndislegt að geta skriðið aftur upp í rúm í smá tíma og safna orku fyrir daginn. Eftir hádegi förum við síðan vanalega í klukkutíma göngutúr þar sem Emil sefur í vagninum, þessir göngutúrar eru ómetanlegir og ég er alltaf full orku eftirá. Þegar hann vaknar þá reynum við að fara út að gera eitthvað öll saman eða bara hafa það kósý heima. Allur dagurinn er notaður og finn meiri vellíðan og ró þegar ég vakna á mánudagsmorgnum þar sem helgin var svo góð. Þetta er allt öðruvísi en þetta var hjá okkur!! Helgarnar fóru oft í að flytja sig frá rúminu yfir í sófann, þar sem var legið í leti allan daginn með tilheyrandi sjónvarpsglápi og háma í sig óhollustu. Þetta fór ekki vel með mann og ég var oft þreyttari á mánudögum eftir helgina en annars. Það er til eitthvað sem heitir of mikil hvíld eða einfaldlega að letin sé að drepa mann. Þessar helgar voru oft með djammi á næturnar, stundum föstudag og laugardag, mjög skemmtilegt en dagarnir eftir voru það ekki. Ekki miskilja mig hér, ég dett oft í nostalgíu yfir þessum helgum og stundum myndi ég gera allt fyrir að geta orðið sófakartafla aftur í einn dag eða geta djammað eins og vitleysingur án þess að hugsa um daginn eftir. En þetta er bara svo miklu betra núna, þetta líf var frábært en lífið núna er enn betra. Fer enn á djammið af og til og dansa eins og kreisípersóna en það er allt planað svo dagurinn eftir geti virkað fyrir okkur báða foreldrana. Lengri og betri helgar sem foreldrar!

Foreldralífið er sem sagt að fara mjög vel með okkur og njótum við hverrar mínútu!

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Snoðaði sig fyrir málstaðinn!

Það er búið að vera ótrúlegt ævintýri hjá henni vinkonu minni Alexöndru Sif síðastliðnar vikur. Það byrjaði allt með einum status á facebook þar sem hún lýsti yfir því að hún ætlaði að byrja söfnun fyrir utmeda.is sem er samstarfsverkefni Rauða krossins og Geðhjálpar, en það er síða þar sem fólk með sjálfskaða og sjálfsvígshugsanir geta leitað sér hjálpar. Þessa söfnun byrjaði hún á vegna hennar eigin reynslu á sjálfsvígshugsunum og atviki sem hafði mikil áhrif á hana. Sem ég fjallaði meira um í bloggi mínu: Útmeða!

Hún sem sagt ætlaði að safna 300.000 þúsund krónum fyrir 16 Október, og ef henni myndi takast það þá myndi hún snoða sig og gefa hárið til Alopecia samtaka fyrir börn með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur því að einstaklingar missa allt hárið.

Fékk hún rosalega góð viðbrögð við þessari söfnun og viti menn, hún náði markmið sínu fyrir nokkrum dögum! Í dag stendur reikningurinn í tæpum 360 þúsund og söfnunin er enn í gangi fyrir þá sem vilja enn láta gott af sér leiða.

Reikningsnúmer : 0130-05-063080
Kennitala: 021089-2069
Kass númer: 6625892

Hún stóð við loforðið og snoðaði sig, með fylgdi lítil vinkona hennar Snædís sem er með Alopecia og fylgdist spennt með hárinu fjúka af!

Tók smá viðtal við hana Alexöndru í tilefni þess að hárið fékk að fjúka fyrir málstaðinn:

Hvernig líst þér á nýja lookið? Mér finnst þú vera algjörlega að púlla þetta! Var erfitt að sjá lokkana hverfa?

Mér líst ótrúlega vel á þetta! Er eiginlega bara ennþá í sjokki en eins og er þá er ég mjög sátt við útkomuna. Varðandi að sjá lokkana fara þá voru þetta svo skrítnar aðstæður með myndavélar frá mismunandi miðlum og það að vera í miðju viðtali olli því að ég kannski náði ekki almennilega að spá í þessu fyrr en eftir á. Mér fannst skrítið að halda allt í einu á öllu hárinu mínu í poka, verð að viðurkenna það 🙂

Komu þér á óvart þessu gífarlegu viðbrögð sem þú fékkst á söfnuninni?

Já það kom vissulega á óvart, og einnig viðbrögðin sem ég fékk þegar ég rakaði af mér hárið. Mér finnst samt mikilvægt að fólk sjái af hverju ég var að gera þetta. Þetta snýst ekki bara um hárið heldur það að opna sig um sína andlegu vanlíðan og leita sér hjálpar.

Það var aðdáunarvert hve opin þú varst um þínar eigin sjálfsskaða hugsarnir á Snapchat. Hvernig tóku fylgjendur þínir þessu öllu?

Ég var ótrúlega hræðdd um að fá slæm viðbrögð en hingað til hef ég einungis fengið góð viðbrögð, og miklu meiri en ég þorði að vona. Það er ég ótrúlega þakklát fyrir! Ég hef heyrt frá fólki sem ég þekki og frá ókunnugum. Mest í gegnum snapchat en líka í gegnum Facebook og Instagram.

Hvernig er líðanin eftir alla þessa athygli síðustu vikur? Ertu ekki stolt af að hafa náð söfnunarmarkmiði þínu og aukið umfjöllun á geðheilsu?

Ég er held ég enn í smá sjokki. Í gær fékk ég algjört spennufall og veit að ég þarf að passa vel upp á mig næstu daga og vikur. Ég er virkilega ánægð að sjá að þetta fær fólk til að hugsa og að ég sé búin að ná að safna fyrir útmeð’a sem er svo verðugt málefni! Í samfélaginu í dag er svo mikið um neikvæða umfjöllun um úrræði fyrir fólk með geðheilbrigðisvandamál og sú umræða á alveg rétt á sér. Ég vildi því koma með það jákvæða fram og sýna að það eru til úrræði og það að þrátt fyrir að vera með kvíða og þunglyndi þá eru til aðferðir og úrræði í boði. Það er hægt að komast upp úr vanlíðan með ýmsum leiðum og fyrsta skrefið í átt að bata er að opna sig og tala um vanlíðanina. ÚTMEÐA! Þannig var það algjörlega hjá mér, ég var í mikilli afneitun og þurfti að viðurkenna þetta fyrir sjálfri mér og síðan öðrum.

Finnst svo frábær þessi setning hjá þér: ekki skammast þín fyrir að líða illa! Viltu fara aðeins nánar í hana?

Það líður öllum illa einhvern tímann. Það er eðlilegt en það er alveg ótrúlega mikið taboo. Ef þér líður aldrei illa veistu ekki hvað það er að vera hamingjusamur. En það er ekki eðlilegt ástand að vera í þunglyndi og jafnvel að skaða sjálfan sig og kannski á endanum taka sitt eigið líf. Við megum þó ekki skammast okkur fyrir þessar tilfinningar og vanlíðan. Það er ekkert til að skammast sín fyrir! Við þurfum að geta rætt um það ef okkur líður illa og fá viðeigandi aðstoð.

Viltu koma einhverju fleiru á framfæri sem þú hefur kannski ekki haft tækifæri á að segja:

Mig langar að koma fram á þeirri mikilvægu tengingu sem er á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu. Hreyfing er mjög mikilvægur þáttur sem hægt er að nota í baráttunni við þunglyndi og kvíða. Einnig langaði mig að koma til fólks að ekki vera hrætt við að láta vaða í lífinu. Við eigum bara eitt líf og einn líkama, stökktu á það, tækifærin bíða þín fyrir utan þægindarammann.

 

Óska Alexöndru innilega til hamingju með þennan frábæra árangur, tökum hana á orðinu og skömmumst okkur ekki fyrir það ef okkur líður illa, leitum hjálpar og finnum hamingjuna aftur. Mæli með að fylgja henni á snapchat: Lexaheilsa.

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Hvernig mömmugallabuxurnar urðu vinsælar aftur!

Byrjum á byrjuninni, gallabuxur voru fyrst gerðar fyrir kúreka og námuverkamenn árið 1853 af þýska innflytjandanum Levi Strauss í Ameríku. Það var ekki fyrr en James Dean klæddist gallabuxum í kvikmyndinni Rebel without a cause, 1955, að gallabuxur urðu fáránlega vinsælar. Gallabuxur urðu tákn uppreisnar gegn foreldrum og yfirvaldinu, og því keyptu ungt fólk þær í miklu magni. Það var ekkert meira töff en að vera í gallabuxum! Marilyn Monroe var síðan í gallabuxum í kvikmyndinni Misfits nokkrum árum seinna, gallabuxur voru orðnar jafnvinsælar fyrir konur og fyrir karlmenn.

 

Næsta áratuginn voru gallabuxurnar eitt stórt súper trend á markaðinum en það var ekki fyrr en með hippunum að þær fóru að þróast aðeins og á 70’áratuginum komu hiphuggers með flair ( útvíðar buxur, hátt mitti og þröngar að ofan ). Með punk rokk hljómsveitunum komu síðan enn önnur útgáfa af gallabuxum, þröngar og beinar. Þær leiddu til þess að á milli 80 og 90 komu peg leg gallabuxurnar sem urðu seinnameir það sem við þekkjum best í dag sem mömmu gallabuxur. Þessar buxur, með háu mitti og beinar niður, voru alls staðar á 90’ties tímabilinu! Þær voru aldeilis ekki mömmugallabuxur á þessum tíma, allir voru í þeim! Þar á meðal vinir okkar í Beverly hills 90210.

 

 

En gallabuxurnar héldu áfram að þróast og Alexander Macqueen kynnti til sögunnar ultra low rise gallabuxurnar og poppstjörnurnar elskuðu þær! Britney Spears, Christina Aguilara og Jennifer Lopez rokkuðu þær lengi vel. Árið 2003 voru buxurnar komnar svo langt niður á rassinn að fyrirbæri eins og “whale tail“ þar sem sést G-strenginn var aðal málið í og “muffin top“ var alvöru vandamál! Mikið hataði ég þessar buxur!

 

Tina Fey gerði síðan grínsketch fyrir Saturday night live þar sem hún kom með 90’ties gallabuxurnar tilbaka og nefndi þær mömmugallabuxur: Gefðu mömmu gjöf sem segir: Ég er ekki kona lengur, ég er mamma! Eldri kynslóð gallabuxanna var sem sagt eitthvað sem hægt var að gera stólpagrín af og var alveg fáranlegt að vera í. Þetta viðhorf var fast næsta áratuginn, ekki séns að láta sjá sig í mömmugallabuxum! Skinny jeans tóku síðan við af útvíðu ultra low rise og eru enn sterkar á markaðinum. Þær eru helst með hátt mitti eða rétt yfir mjaðminar, low rise voru og eru ekki lengur vinsælar ( thank god! ). Núna erum við að sjá útvíðar buxur koma sterkar inn aftur en vonandi sjáum við ekki low rise aftur!

Árið 2013 kom síðan konceptið frá fyrirtækinu K-hole: Normacore! Ef að reglan er að til að vera kúl þarf maður að vera öðruvísi, þá er það að klæða sig eins og normið er, einmitt það sem er erfiðast eða mest út úr kassanum, erfiðara en það að vera reyna að vera öðruvísi en allir aðrir. Þar sem tískan var einnig að byrja að fara í nostalgíu 90’ties áttina á þeim tíma þá var það mest töff að klæða sig eins og til dæmis foreldrar okkar klæddu sig í gamla daga. Mömmugallabuxurnar komu tilbaka! og núna voru þær töff. Stórt comeback hjá þessari týpu af buxum og byrjaði Top shop að selja þær aftur 2013. Í dag eru mömmubuxurnar eitt vinsælasta trendið og með sitt háa mitti og ofur þæginlega snið skil ég það mjög vel!

 

Allar upplýsingar á blogginu eru frá skemmtilegu myndbandi á Refinery29. Endilega kíkja á það! Heimildir: Refinery29

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Út með það!

Sjálfsvíg, sjálfsvígshugsanir og hugsanir um að skaða okkur á einn eða annan hátt. Sumir láta verða af því, fremja sjálfsvíg og skilja eftir ættingja og vini sem vildu óska að þeir hefðu getað komið í veg fyrir hræðilega atburðinn. Oft vita aðstendendur ekki af þeim hugsunum sem eru að sjóða í hausnum á þeim sem enda með að fremja sjálfsmorð, þá er erfitt að reyna að hjálpa, manneskjan þjáist í þögn og án vitundar annarra.

Það er of mikið tabú um að tala um sjálfsvíg í dag, opnum fyrir umræðuna og út með það ef þér líður illa. Leitaðu hjálpar og segðu þeim nánustu þér frá því, bara það að tala um hugsanir þínar er ákveðinn léttir á sálinni og þið eruð í þessu saman. Það er svo mikilvægt að fá stuðning og hjálp.

Þegar ég var unglingur hugsaði ég mikið um sjálfsvíg og sjálfsskaða. Ég varð fyrir einelti í skólanum, var þunglynd og leið mjög illa. Þakka því hvað ég er mikil bjartsýnismanneskja að eðlisfari að ég er hérna í dag, vissi alltaf inni í mér að það biðu betri tímar. Á ég einnig góða að og þrátt fyrir að hafa ekki talað um það hvernig mér leið, fann ég stuðning frá þeim. Vildi samt að ég hefði talað við fjölskylduna um hvernig mér leið þar sem það var möguleiki á að breyta aðstæðum og fá hjálp. Í staðinn leið mér illa í mörg ár.

Við erum öll tengd þessu málefni á einn eða annan hátt, við þekkjum flest öll einhverja sem hafa verið í þessum aðstæðum, sem hafa íhugað sjálfvíg eða framið sjálfsvíg. Í kringum mig hafa verið of margir sem hafa talað um að vilja fremja sjálfsvíg, ein manneskja reyndi það fyrir framan mig, en það var í raun ákall á hjálp, þeirri manneskju líður betur í dag. Vinur minn framdi sjálfsvíg og skildi eftir sig ungan son.

Megin ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta blogg er að ein af mínum bestu vinkonum, Alexandra Sif Herleifsdóttir Íþróttafræðingur, kom fram á snappinu sínu Lexaheilsa um daginn og sagði frá því að hún hafi íhugað sjálfsvíg þegar hún bjó með kærastanum sínum í Toronto 2016. Hún varð einnig fyrir einelti sem barn og fann fyrir sjálfsvígs hugsunum í fyrsta sinn þá en þessar sjálfsvígs hugsanir hafi komið upp aftur á þessum tíma vegna mikils álags. Hún hafi hugsað um að hoppa af svölunum heima hjá sér í Toronto, af 18 hæð í blokk, vegna mikils kvíða og þunglyndis, en hún vann í sínum málum og komst út úr þeim hugsunum til allra hamingju. En einstaklingur sem bjó einnig í húsinu lét verða af því og batt enda á líf sitt. Það hafi komið sem mikið áfall fyrir hana og vill hún nú koma á meiri umræðu um sjálfsvíg og sjálfsskaðahugsanir og með því vonandi hjálpa einhverjum.

Hún er því með söfnun í gangi fyrir udmeda.is sem er samvinnuverkefni Geðhjálpar og Rauða krossins fyrir fólk sem upplifir sjálfsskaða og sjálfsvígshugsanir. Ef hún safnar 300 hundruð þúsund krónum fyrir 16 október þá ætlar hún að raka af sér hárið og gefa Alpecia samtökum, en samtökin gera hárkollur fyrir börn með Alopecia, sjálfsofnæmissjúkdóm sem leiðir til þess að einstaklingar missa allt hárið.
 

Alexandra SIf
Alexandra Sif

Frábært framtak og mikið hugrekki að koma fram á almennum vettvangi og opna sig eins og hún hefur gert. Kom grein um hana í Stundinni núna í vikunni og mun hún einnig líklegast tala um málefnið í tveimur útvarpsviðtölum á næstunni. Mæli með því að fylgjast vel með!

 

Reikningsnúmer:

0130-05-063080

Kennitala:

021089-2069.

Margt smátt gerir eitt stórt og ég vona að sem flestir vilji styrkja þetta góða málefni og útmeða!

udmeda.is
Forsíða utmeda.is

 

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

 

Matarræðið og hamingjan!

Í mörg ár hef ég haft mikinn áhuga á að kanna tengslin milli þess sem við setjum í okkur og hvernig okkur líður og hvað við getum gert til að efla heilastarfsemina. Hef sjálf oft fundið fyrir góðum áhrifum þess af því að borða mjög hollt einn daginn (einnig með líkamsrækt) áhrifin voru sú að ég var full orku og jákvæðni daginn eftir. Auðvitað hef ég einnig fundið fyrir öfugu áhrifunum og orðið mjög leið og pirruð af röngu matarræði og of lítilli hreyfingu. Ég fór því í smá rannsóknarvinnu og gerði smá lista yfir það sem getur haft góð og slæm áhrif á okkur.

FISKUR OG HNETUR : UPPBYGGING OG VIÐHALD

Góða góða fitan! Ómega 3 og 6 er góða fitan sem þið getið fundið í fiski og hnetum. Hún er  mikilvæg fyrir uppbyggingu og að viðhalda heilbrigðum heilasellum. Endilega skella einnig í sig lýsi á morgnana, hollt og gott!

GRÆNMETI OG ÁVEXTIR: VÖRN OG FYRIRVÖRN

Við vitum öll hversu hollt það er að borða grænmeti og ávexti. En afhverju er það? Já þið giskið rétt! Vítamínin B6, B12 og fólínsýra hjálpa til að verja heilasellurnar og minnka hrörnun. Þessi vítamín eru öll saman í grænmeti og ávöxtum.

GÓÐU KOLVETNIN, SKAPIÐ OG ORKAN

Orkan sem við fáum frá kolvetnum með sterkju, sykri og trefjum þarf einnig að vera jöfn. Þegar við borðum til dæmis hvítt brauð fáum við hraða útlosun á glókósa í blóðið, orkan fer í topp en fellur síðan hratt niður með blóðsykursfalli. Skapið verður verra og við eigum erfitt með að einbeita okkur, hljómar þetta eins og eitthvað sem þið kannist við? Ég hef allaveganna oft lent í þessu og er náttúrulega eitthvað sem ég vil forðast. Hvernig gerum við það: jú við borðum flóknari kolvetni sem halda jafnvægi á blóðsykrinum, hafrar, korn og baunir viðhalda góða skapinu. Hafragrautur á morgnana er því alltaf góð hugmynd!

ÓHOLLI MATURINN: BORÐA Í ALGJÖRU LÁGMARKI

Á ég eitthvað að vera að fara í þetta? Vitum við þetta ekki öll…en viljum helst horfa framhjá því? Við vitum hvað er óhollt fyrir okkur en við borðum þetta samt. Ekki skrítið, þar sem mesti parturinn af þessum óholla mat gerir okkur glöð strax og við leitum í hann aftur og aftur til að viðhalda gleðinni ( sem að lokum getur leitt til að það þarf að borða mun stærri skammta til að fá sama gleðiboost! ) Vítahringur sem leiðir bara til óhamingju. 

SYKUR!

Nú er ég að tala um unninn sykur sem finnst í of mörgu nú til dags. Áhrifin sem sykurinn hefur á heilann er ekkert annað en ávanabindandi og næstum hægt að líkja við áhrifin sem eiturlyf hafa á fíkla.

Sykurfíklar…ég var ein af þeim, þar til ég fékk alveg nóg, var búin að borða svona stórt ílát af hlaupi ( sem hægt er að kaupa í flugvellinum ) frá föstudegi til sunnudags. Á sunnudagskvöldinu var ég að verða brjáluð, allt nammi búið en ég vildi meira! Ég vildi öskra ég var svo óhamingjusöm og pirruð, klukkan var 22 að kvöldi, myndi fara að sofa um miðnætti en mér var alveg sama, ég þurfti sykur! Og auðvitað reddaði ég mér, þarna sat ég í sófanum, með stafla af súkkulaði, draum og nammipoka og hámaði í mig fyrir framan sjónvarpið. Leið mér betur? Já í nokkrar mínútur, síðan kom magapínan, skapsveiflurnar urðu enn verri og mig minnir að ég grét mig til svefns þetta kvöld. Daginn eftir ákvað ég að svona vildi ég ekki lifa, nú skyldi ég hætta að borða nammi. Sem ég svo gerði, fyrir 10 árum, nokkur páskaegg hafa komið inn fyrir minn munn en ekki mikið meira en það. Fyrir 2 árum síðan sirka hætti ég alveg með sykur, engar kökur og kex lengur og var það ein besta ákvörðun lífs míns! ( fyrir utan að hætta að drekka áfengi ) get ekki lýst því hve góð áhrif þetta hefur haft á mig og get sagt ykkur að ég finn mikinn mun á mér. Sykurinn stjórnar mér ekki lengur, ég er við stjórnvölinn og líðanin er frábær! Auðvitað hef ég fallið fyrir freistingum en þær hafa í hvert skipti sýnt mér afhverju ég hætti, með magapínu og miklum skapsveiflum.

En nóg um það, hvaða áhrif hefur sykurinn á heilann, vísindalega séð: sykur leiðir til meiri sykurs, vegna verðlaunakerfis heilans. Heilinn gefur okkur verðlaun með útlosun dópamíns þegar við borðum sykur og því leitum við í meiri sykur, til að fá vellíðunartilfinninguna aftur. Eins og ég sagði hér að ofan, slæmur vítahringur sem leiðir til að við missum stjórnina, áhrifin af sykrinum verða minni ( því þurfum við meira ) og veldur miklum cravings. Tilfinningarnar fara upp og niður og líðanin er að hamingjan finnst bara í næsta bita af nammi. Sem er náttúrulega stuttlifuð hamingja.

TRANSFITA: ÓHOLLI SKYNDIBITAMATURINN

Transfita er óholl fita sem ætti að neyta í algjöru lágmarki. Sú fita finnst mikið í til dæmis í allskonar skyndibitafæðu. Leynist hún einnig í ýmiskonar bakkelsi og má nefna að kleinuhringirnir góðu eru fullir af transfitu. Hún hækkar kólesterol, tengist offitu og hefur verið nefnd í sambandi við slæmt minni. Einfaldlega ekki málið fyrir líkamann okkar.

 

Þetta er einfalt: borða holla, næringarríka og fjölbreytta fæðu og bara sætindi og skyndibitamat inn á milli. Heilinn ykkar mun þakka ykkur með því að halda skapinu í jafnvægi og orkunni uppi! Fæða úr góðu fæðuflokkunum sem ég nefni hér að ofan hjálpar til við að halda jafnvægi í útlosun seratóni, dópamíni og norepinephrine í heilanum og það þýðir minni skapsveiflur!

Hafið þið ekki einnig tekið eftir því þegar þið borðið einhæfan mat að þið einfaldlega verðið leið á matnum ykkar? Ástæðan er ekki bara sú að ykkur finnst komið með nóg af þessu, heldur verður útlosun dópamíns minni og minni fyrir hvert skipti sem við borðum sama matinn aftur og aftur, marga daga í röð. Meikar sens! Þetta gerist ekki með sykur, og því getum við borðað endalaust mikið af sætindum.

Allt sem við ákveðum að setja í okkur hefur áhrif á okkur, andlega og líkamlega. Er leiðin að hamingjunni í gegnum betra matarræði? Ég ætla allaveganna að láta á það reyna, hvað með ykkur?

Mæli með að kíkja á þetta á Youtube: Mínar heimildir:

How the food you eat affects your brain: TED-Ed

How sugar affects the brain: TED-Ed

What are trans fats and why are they bad

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Supernatural ráðstefna í Vancouver!

Ég er supernatural nörd! Enda elska ég allt sjónvarpsefni sem blandar saman hryllingi og komedíu. Er búin að fylgjast með frá byrjun og get svo svarið það að þættirnir verða bara betri og betri, og það er sko alls ekki hægt að segja það sama um allar seríur. En þótt mig langi til að kalla mig fan númer 1, er ég það ekki…það er hún frænka mín Alma Sif Kristjánsdóttir! Hún fór alla leiðina til Vancouver á Supernatural ráðstefnu um daginn, ekki ódýrt dæmi en alveg þess virði!

Þar sem ég missti andlitið af öfund þegar myndir af ráðstefnunni fóru að droppa inn á facebook og Snapchat þá ákvað ég að skella í eitt viðtal við hana Ölmu um sína upplifun af ráðstefnunni og að hitta þá Sam og Dean ( Jarad Padalecki og Jensen Ackles ) ( Btw ekki auðveldustu leikaranöfnin sem ég hef heyrt ) og restina af leikurunum í þáttunum.

Alma, var þetta skyndiákvörðun að kaupa miða á þessa ráðststefnu?

Það var ekki skyndiákvörðun að fara á ráðstefnuna. Ég hef lengi verið aðdáandi þáttanna, það tók mig 3 ár að þora að horfa á þá því ég hef alltaf verið kjúklingur þegar það er um eitthvað yfirnáttúrulegt. Loks fór ég að horfa á þættina og þótti þeir góðir en ég var engin ofsa aðdáandi. Ég meira að segja hætti að horfa í smá tíma en sem betur fer byrjaði aftur. Ég var svo einn daginn að dunda mér á youtube þar sem ég sá myndbönd af Quastions and answers panels sem þeir höfðu verið með á einhverri svona hátíð. Þetta vakti áhuga minn  og ég fór að horfa á fleiri myndbönd.

Þetta var svo skemmtilegt og það opnaðist fyrir mér nýr heimur sem ég vissi ekki að hafði verið til staðar það er að segja Supernatural Conventions. Í ágúst í fyrra þá var ég að bíða eftir nýjum myndböndum frá hátíðinni sem haldin var í Vancouver og þá fattaði ég að þetta væri virkilega eitthvað sem ég væri alveg ofsalega til í að upplifa. Ég fór inn á síðu Creation entertainment sem heldur hátíðirnar til að skoða hvað svona miði myndi kosta og hvað það væri sem væri í boði. Ég vildi endilega fara til Vancouver því þar eru þættirnir teknir upp og það fannst mér mjög sniðugt og skemmtilegt. Það eru 4 flokkar af miðum til sölu gull, silfur, brons og svo venjulegur. Þar sem ég ákvað að gera þetta þá vildi ég fara alla leið þannig ég keypti mér gull miða, með honum fylgir sæti sem þú getur valið og það er þitt sæti alla helgina. Eiginhandaráritanir sem oft eru gerðar eftir sætaröðum þannig þú ert framalega í röðinni, miðar inn á tónleikana á laugardeginum, auka Q&A panell með Jensen og Jared (30 mínútur) og fleira.

Ég og frænka mín sem búsett er í Bandaríkjunum ákváðum að við þyrftum að gera þetta almennilega víst að við værum að þessu til að fá mestu og bestu upplifuninna af hátíðinni.

Um miðjan ágúst 2016 ákvað ég svo að kaupa miðan þegar opnað var fyrir miðasöluna og heils árs bið byrjaði eftir atburðinum. En ég taldi það mjög gott því það gaf mér tíma og tækifæri til að safna og kaupa fleiri hluti tengda ferðinni.

Segðu okkur aðeins frá hvernig þessi ráðstefna er sett upp, atburðum , þinni upplifun og skoðunarferðinni sem þið fenguð.

Ráðstefnan er sett upp á þann hátt að í Vancouver þá er boðið upp á rútuferð um borgina á fimmtudeginum. Þetta fylgir ekki með miðanum heldur er sér atburður sem þú kaupir miða fyrir. Í þessari rútuferð þá fá aðdáendurnir smá upplifun af stöðum sem Supernatural hefur tekið upp atriði með Russel Hamilton sem er location manager sem þýðir að það er hann sem velur staði sem atriðin eru tekin upp þannig þau passi við það sem rithöfundar þáttanna skrifa og Melanie O´Donnell sem er aðstoðarmaður hans.

Innifalið í þessum atburði var hádegismatur þar sem Jim Michaels sem er co-executive producer af þáttunum kom og heilsaði aðeins uppá okkur. Hann gaf okkur deildi engum leyndarmálum um seríu 13 en það var æðislegt að sjá hann og við máttum taka mynd af okkur með honum og Russel Hamilton. Við fengum að sjá hvar Dean kom uppúr gröfinni í byrjun season 4, hvar Castiel fór út í vatnið og dó í byrjun season 7. Við fengum að keyra framhjá Studio-inu sem þættirnir eru teknir upp en við máttum því miður ekki fara inn né stoppa fyrir utan. Það var vegna þess að svo margir aðrir þættir eru teknir upp á sama stað.

Föstudagurinn byrjar á því að allir skrá sig inn og fá armbönd og hálsband sem sýna hvernig miða þeir eru með og hvaða atburði þeir fá aðgang að. Svo eru allir boðnir velkomnir af Richard Speight Jr (Gabriel/trickster) og Rob Benedict (Chuck/God), þeir eru alveg dásamlega fyndnir og skemmtilegir. Svo var Q&A með Alaina Huffman (Abaddon) og Gil Mckinney (Henry Winchester) þar sem aðdáendur fá að spyrja þau spurninga og þau svara. Svo eru leikir þar sem aðdáendur geta unnið sér inn smá verðlaun. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg nógu kjörkuð til að taka þátt í neinum leikjum. Annar Q&A var með Samantha Smith (Mary Winchester) sem er svo blíð og skemmtileg persónu að það er alveg dásamlegt að hlusta á hana.

Seinasti panell dagsins var  með Brianna Buckmaster (Sheriff Donna Hanscum) og Emily Swallow (The Darkness) sem eru algjörir snillingar.  Atburður föstudagskvöldisins er svo Fandom Funhouse Karaoke Party þar sem leikara liðið klæðir sig upp í búninga (þemað í þetta árið var Sirkus) og þeir sem skráðu sig á miða til að syngja með þeim eru dregnir út og þeir fara uppá svið þar sem þau syngja saman. Á sama tíma þá er textinn á stórum skjá svo allir geti sungið með. Þetta var alveg fáránlega fyndinn atburður því þau eru svo hress og til í allt. Jensen og Jared voru ekki á þessum atburði.

Laugardagurinn er eins full pakkaður og föstudagurinn þá eru fleiri Q&A til dæmis með Ruth Connell (Rowena) þar sem hún var með fleiri leikurum að svara spurningum og fyrir hverja spurningu fékk aðdáandinn lítinn pakka (sem voru allskonar sápur, sjampó og svoleiðis hlutir sem hún sagðist hafa tekið af hótel herberginu sínu hehehe) Annar panell var svo með Matt Cohen (Young John Winchester) þar sem hann var með Richard (Gabríel) og Rob (God) sem var alveg sá fyndnasti panell sem ég hef séð. Á laugardeginum var svo Q&A með Misha, myndatökur og eiginhandaráritanir. Þar sem Misha (Castiel) var nýlega hér á landi þá var ég mjög spennt að segja honum að ég væri íslendingur, það opnaði að smá samtal þar sem við töluðum um kæstan hákarl og hversu vondur honum hafi þótt hann 😉

Annar Q&A á laugardeginum var með Mark Sheppard (Crowley), hann er algjör snillingur og það er svo gaman að hlusta á hann. Það voru einnig myndatökur og eiginhandaráritanir með honum á laugardeginum. Ég sagði honum einnig að ég væri frá Íslandi og hann sagði Cool takk fyrir að koma 😉 hann var ekki mikið að spjalla enda gekk eiginhandaráritunarröðin hans mjög fljótt fyrir sig 😉 en í myndatökunni var hann ótrúlega indæll þó að hún hafi verið voðalega stutt þá var ég svo hamingjusöm eftir hana. Ég var bara ótrúlega hamingjusöm eftir daginn.

Fenguð þið síðan tónleika með Jensen Ackles ( Dean )?? Ég hafði ekki glóru að hann gæti sungið! Afhverju er það ekki notað meira í þáttunum spyr ég mig bara. Segðu okkur aðeins frá þessu.

Aðalatburður laugardagskvöldsins á ráðstefnuhelginni eru tónleikarnir Saturday Night Special, þar kemur fram Louden Swain sem er hljómsveitinn hans Rob Benedickt ásamt öðrum leikurum til dæmis Jensen Ackles og það varð allt vitlaust í salnum þegar hann gekk á sviðið. Ég skal alveg segja þér það að það var ekki mikið eftir af röddinni í mér daginn eftir. Jensen er með algjöra englarödd og það var svo biluð upplifun að sjá hann syngja að ég get ekki lýst því. Hann sagði einhverntíman í viðtali að hann ákvað að Dean myndi ekki syngja vel og hann hefur haldið sig við það.

Brianna Buckmaster (Donna) er með eina af fallegustu röddum sem ég hef heyrt vá! Til að lýsa þeirri ást og aðdáun sem þetta leikaralið hefur frá aðdáendum sínum þá er vert að minnast á að í byrjun kvöldsins stóðu nokkrir aðdáendur með kassa fulla af ledkertum (svona litlum spritt kertum) sem voru merkt Louden Swain, Vancouver Con 2017 og gáfu öllum sem voru á leiðinni inn á atburðinn. Leiðbeiningarnar sem fylgdu með þessu kertum voru að þegar ákveðið lag sem Rob Benedict hafði samið til mömmu sinnar væri spilað þá ættu allir að kveikja á kertinu sínu til að sýna honum ást og stuðning. Það var ótrúlegt að taka þátt í því og að sjá tilfinninguna sem það vakti hjá Rob Benedikt var dásamleg hann var ótrúlega hrærður og þakklátur fyrir aðdáendur sína.

Myndirnar sem voru teknar, fengu allir þeir sem komu á rástefnuna myndatöku með öllum eða var þetta eitthvað sérstakt sem þurfti að borga aukalega fyrir?

Myndatökur með leikaraliðinu eru sér þannig þú getur valið hvað þú vilt, ég valdi að taka mynd með the ladies of supernatural (Samantha Smith, Emily Swallow, Alaina Huffman og Brianna Buckmaster) og svo nokkrar mismunandi myndir með Jensen, Jared, Misha og Mark. Sumir leikararnir voru með bás frammi hjá sölubásunum þar sem þú gast fengið að taka selfie og fengið eiginhandaráritun frá þeim fyrir smá pening. Ég eyddi miklum peningum í þetta því allt á hátíðinni er dýrt en virði hvers einustu krónu.

Alma og Supernatural leikararnir!

Fékkstu að tala eitthvað við Dean og Sam og hina í leikaraliðinu? Hefði sjálf ekki komið upp orði þar sem ég hefði verið svo starstruck en vona að þú hafir allaveganna náð að segja hæ ég elska þig eða eitthvað minna stalkerish við þá?

Sunnudagurinn er aðal dagurinn á hátíðinni, því það er dagurinn sem Jensen og Jared koma. Þann dag byrja þeir sem keyptu gull miða á Q&A með Jensen og Jared sem er 30 mínútur. Svo eru fullt af myndatökum til dæmis einstaklings með annað hvort Jensen eða Jared (ég keypti báðar) svo Jensen og Jared saman (keypti það líka), svo er hægt að fá með öðrum hvorum þeirra og Misha (ég gerði það ekki) og svo var hægt að fá mynd með Jensen, Jared, Misha og Mark (sem ég gerði og er uppáhaldsmyndin mín).

Einnig þann dag eru fleiri Q&A með leikurum til dæmis Rachel Miner (Meg nr 2) og einstaklings Q&A með Ruth Connell (sem ég missti af því ég var í röð að láta taka mynd af mér með öllum 4). Svo almenni Q&A með Jensen og Jared sem var alveg frábær, þeir eru svo fyndnir og skemmtilegir. Svo kemur að eiginhandaráritunum og ég þorði að segja þeim báðum að ég væri frá Íslandi sem þeim fannst mjög skemmtilegt. Einnig talaði ég aðeins við Jared þar sem ég er að hanna smá listaverk handa honum sem ég ætla að senda til hans seinna enn vildi endilega sýna honum hvað ég væri að gera og hann var mjög ánægður með það.

Þá var helginni lokið og þvílíkur rússíbani af tilfinningum og dásemd. Þetta var virði hverrar krónu og þó ég sé ekki viss um að ég muni gera þetta aftur þá var þetta once in a lifetime lífreynsla sem ég mun alla tíð hugsa fallega til og algjörlega njóta þess að rifja upp.

Fóruð þið síðan í ykkar eigin skoðunarferð til að finna hurðina að men of letters bunkernum? Fannst það algjör snilld!

Ég var í viku í viðbót í Canada sem var alveg frábært og ég er gjörsamlega ástfangið af þeirri borg. Á þriðjudeginum eftir hátíðina fórum við í Supernatural Walktour með Fans of Vancouver sem hafa enga tengingu við þá sem halda hátíðina heldur er túristafyrirtæki sem gerir út á allskonar walktours varðandi hina ýmsu þætti og bíómyndir sem tekið er upp þar. Það eru mjög margir þættir teknir upp í Vancouver til dæmis izombie, Arrow, Flash, Supergirl og Man in the high castle. En það er slatti af bíómyndum sem hafa verið og er verið að taka upp þar núna til dæmis Deadpool. Það var ótrúlega gaman að labba um miðbæ Vancouver og sjá allskonar hús og húsasund sem höfðu verið notuð í þáttunum og ég var svo heppin að engin af þeim staðsetningum sem ég sá í því tour var það sama og ég hafði séð á fimmtudeginum. Þetta voru bara aðdáendur þáttanna að sýna öðrum aðdáendum þáttanna hvað er spennandi.

Skoðunarferðin að hurðinni af the men of letters bunkerinu var eitthvað sem við gerðum sjálfar. Við fundum vefsíðu aðdáenda sem hafa búið til lista yfir hina ýmsu staðsetningar sem gaman er að skoða ef þú ert aðdáendi þáttanna. Þessi garður sem við fórum í var lengst í burtu og við tókum leigubíl þangað og létum hann bara skilja okkur eftir. Allt í kringum þennan garð voru vinnusvæði og eiginlega ekkert af íbúðarhverfum. Hann var ekki túrista fallegur og alls ekki vel hyrtur það er nánast hægt að segja að hann hafi verið pínu creepy. Við vissum ekki almennilega hvert við áttum að fara eina sem við vissum var hvernig hurðinn átti að líta út og að hún væri undir brú sem heitir IronWorkers Memorial Bridge. Hún lítur ekki út eins og í þáttunum en allt í kring sýnir að þetta hafi verið hún. Á handriði fyrir framan hurðinna stendur I love you Dean, þannig við erum nokkuð vissar að við höfum fundið réttan stað.

Var þetta ekki bara einfaldlega besta ferðin í heiminum? myndir þú gera þetta aftur…og viltu þá taka mig með!!!

Ég mun allatíð vera ánægð með þá ákvörðun að hafa farið því þetta var ein besta upplifun í mínu lífi og já ég myndi algjörlega taka þig með 😀

Creation entertainment sem heldur hátíðina heldur nokkrar yfir árið í Bandaríkjunum og í Canada en það eru einnig aðrar hátíðir annarstaðar í heiminum. Það er til dæmis ein í Róm sem haldin er einu sinni á ári sem heitir Jus in Bello (eins og þáttur 12 í season 3) eða öðru nafni JIB Con, það er ein haldin í Þýskalandi sem ég man ekki hvað heitir, það voru haldnar hátíðir í Bretlandi sem hétu Asylum (þáttur 10 í season 1) en hún er víst hætt heyrði ég.

Ég segi enn og aftur og held að ég geti ekki sagt það of oft þetta var æði og stóðst allar þær væntingar sem ég hafði og meira til 😀

 

Þakka Ölmu kærlega fyrir viðtalið og ég er enn að deyja úr öfund! Ég er því sem sagt á leiðinni á næstu ráðstefnu, get ekki hafnað tækifæri til að knúsa þá Dean og Sam! Hvað með ykkur? Sjáumst við ekki bara öll þar næst? Helst ekki samt, vil eiga þá bara fyrir sjálfa mig. Takk og bæ í bili!

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Venjulega 1 árs afmælið!

Ég get ekki sagt að ég sé mjög húsmóðursleg í mér, kann ekki að sauma, prjóna og ekki þekkt fyrir að baka. Þegar ég átti síðan að fara að undirbúa tvö barnaafmæli á tveimur vikum ( eitt fyrir fjölskylduna og eitt fyrir vini )  féllust mér hendur, hvað á ég að gera, elda, baka? Ég sá ekki fyrir mér að baka 5 sortir af kökum og öðrum réttum, föndra fullt af fíneríi, fylla íbúðina mína af pinterestvænum afmælisskreytingum og öllu því sem maður er vanur að sjá hjá öðrum bloggurum. Flott hjá þeim að geta þetta og leggja tímann í þetta, en ég einfaldlega sá þetta ekki fyrir mér. Svo ég ákvað að gera bara venjulega afmælisveislu með venjulegum veitingum, ekkert fancy og ekkert stress ( eða minna stress ) Ég leitaði til mömmu minnar, systur og vinkonu og fékk hugmyndir frá þeim fyrir afmælin. Endaði á að finna húsmóðursgenið í mér og gerði sykurlausa eplaköku með dökku súkkulaði, asparsrétt og marengsykurbombu með berjum. Þetta var allt gert á sama klukkutímanum rétt fyrir að gestirnir myndu koma á staðinn og mömmustressið kom yfir mig en ýtti mér áfram að klára þetta og var frekar stolt yfir afrakstrinum! Fékk frábært hrós frá kærastanum sem sagði að það væri eins og ég hefði aldrei gert neitt annað en að baka og undirbúa afmælisveislur! Stolt mamma sem gat boðið gestunum sínum upp á smá veitingar og íbúðin var skreytt með blöðrum og smá föndri ( gat ekki alveg sleppt því ) 😀

 

Fyrir afmæli 2, gerðum við síðan pizzasnúða, sömu marengssykurbombuna og enduðum á að kaupa afmælistertu fyrir litla! En ég var samt sem áður ánægð með þá veislu þrátt fyrir að hafa ekki bakað eða eldað mikið sjálf.

Emil minn er sem sagt eins árs í dag þann 12 ágúst! Stór afmæli hjá litla mínum sem er svo ofurduglegur og metnaðargjarn. Byrjaði að labba 10 mánaða og hleypur núna út um allt eftir kisu og skríkir af gleði. Byrjaði að klifra upp í sófann fyrir nokkrum vikum og markmiðið þar var að ná fjarstýringunni sem var vanalega geymd þar, því markmiði var náð fljótt og síðan var bara að koma sér niður af sófanum. Eftir nokkur smá föll á teppið, fattaði hann hvernig það var gert með fæturnar fyrst og gerir nú ekki annað en að fara upp og niður af sófanum. Hann er svo opinn litli strákurinn og elskar að vera í kringum fólk, tekur flestum vel og hleypur til þeirra og sýnir þeim leikföngin sín. Stundum heyrast ýmis hljóð úr honum og MEEEEE hljóðin eru í uppáhaldi, öll dýrin segja sem sagt Meee í hans huga og hlægjum við foreldrarnir af krúttinu okkar. Bækur eru í miklu uppáhaldi og fékk hann fullt af bókum í afmælisgjöf. Hann hefur samt mismikla þolinmæði að lesa, en er alltaf til í lestur og hleypur inn í herbergi þegar við ætlum að lesa. Fær hann að velja sjálfur bækur sem hann vill lesa af hillunum og brosir breitt þegar við setjumst niður með bókina, oft náum við að lesa heila bók án truflana en stundum hefur hann annað að gera og tekur þá bókina bara með.

Emil elskar að leika við kisu með kisuleikfangi sem við notum, kisa er oft til í að leika líka þótt hún sé minna spennt þegar hann potar í hana með leikfanginu þegar hún sofandi. Hann sýgur í sig þekkingu og hlustar vandlega þegar við bendum á hvað hlutir heita. Hann er ekki byrjaður að tala mikið, en segir mamma og pabbi ( eða mama og baba ) og get svo svarið að hann segir lampa og bað, en það hljómar eins og ampa og ba…svo það er allaveganna byrjunin 🙂 Hann er litli snillingurinn minn sem vill alltaf vera á ferðinni, sjá heiminn og hitta fólk og dýr. Við elskum hann út af heiminum!

 

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Skartaðu skarti!

Skart og fylgihlutir almennt eru eitthvað sem ég pældi ekki mikið í þegar ég var yngri. Keypti eina eyrnalokka sem ég notaði í mörg ár, sama með hálsmen og töskur. Notaði þar til þetta varð svo slitið og ónýtt að ég gat ekki notað það lengur. Tók ástfóstri við nokkra hluti og það voru kostir og gallar við það, kostirnir voru að ég eyddi ekki miklum peningum í fylgihluti, gallarnir voru að mér fannst ég aldrei rosalega flott með þetta, bar þetta bara af vana og hlutirnir fóru að missa upprunalega glansinn sinn. Síðan týndist þetta eða þurfti að henda og ég hafði ekki glóru hvað mig langaði að kaupa í staðinn.

Eftir að ég byrjaði að vinna í skartgripa og fylgihlutaverslun ( SIX og I am ) fyrir sjö árum síðan breyttist þetta allt! Hvern dag fékk ég að að prófa eitthvað nýtt og ég ýtti mér í að nota eitthvað sem ég myndi endilega ekki nota annars. Stór og litrík hálsmen, eyrnalokka, armbönd notaði ég hvern dag og var svo ánægð með mig. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því að setja á sig ákveðið skart og ég sé þetta sem tjáningarleið. Rétt eins og þegar við klæðum okkur/málum okkur, hvað viljum við tjá til annarra með þessu outfitti eða makeuppi? Listræna hliðin mín elskar þetta! Farðu í bolinn/kjólinn sem þér fannst svo flottur en sem þér fannst þú aldrei geta púllað, skartaðu þínu fínsta skarti og farðu út og sýndu heiminum þig! Undursamlega þig sem stendur út úr margmenninu og lýsir þínu bjartasta ljósi. Get lofað þér að sjálfsöryggið fer í topp og þú verður eftirminnanleg..á góðan hátt 😉

Hér er pínku partur af mínu skarti sem ég gjörsamlega elska! Getið veðjað á það að þið fáið að sjá fleiri skartblogg í framtíðinni þar sem ég bæti endalaust við mig nýju skarti!

Þessi slaufa/ hálsmen var alveg að gera sig við þetta outfit! Leið pínku Kawaii, japanski stíllinn að sýna sig smá 😀

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Tilbaka til vinnu! Nýtt hár, ný föt..gamla ég.

Nú er barneignarleyfinu mínu lokið og heilt ár búið að þjóta framhjá. Var stressuð að fara aftur að vinna og fannst sem ég og mitt líf hefði breyst svo mikið, myndi þetta ganga upp, á ég eftir að meika það að vera í burtu frá litla mínum svona lengi hvern dag. Allar þessar spurningar og hugsarnir brugguðu í huganum og voru á suðupunkti daginn fyrir fyrsta vinnudaginn minn. Maginn var í hnút um morguninn þegar ég vaknaði og var til dæmis fullviss um það að nú ætti enginn eftir að skilja dönskuna mína, væri orðin alltof sænsk og íslenski hreimurinn kominn líka aftur. ( bý í Malmö, vinn i Köben, tala sænsku við kærastann minn og íslensku við strákinn minn! )

En getið hvað! Þurfti alls ekki að hafa neinar áhyggjur og fyrsti vinnudagurinn var æði! Eftir að hafa knúsað Emil ( strákinn minn ) örugglega aðeins of oft áður en ég fór út úr húsi þá leið mér eins og heimurinn væri minn að sigra á leiðinni til vinnu. Það var eitthvað við það að dressa sig upp í fín föt, mála sig og fara í háhæluðu skóna mína sem breytti hugarfarinu mínu og sjálfsöryggið steig í hæðstu hæðir. Þarna var gamla ég í nýjum mömmu umbúðunum að ganga um götur Köben, hæst ánægð með að tengja saman nýja lífið mitt við það gamla.

Þetta er ég, vinnu Auður, mamma, kærasta, vinkona, dóttir og allt hitt. Ég er þetta allt en það að geta verið ein að vinna að mínum öðrum markmiðum í lífinu er eitthvað sem ég er glöð að geta farið tilbaka í.

Get samt sagt að þetta hefur ekki verið auðvelt alla daga, var með grátinn í augunum einn daginn í vinnunni eftir að ég heyrði að Emil var ekki sáttur við lífið þann daginn, hann vildi ekki borða mikið og grét eftir mömmu sinni. Núna er pabbinn hans í barneignarleyfi og með hann alla virka daga. Fékk snapchat frá kærastanum mínum þegar Emil grét eftir mér og hjartað brast. En það fór allt vel og þeir tveir orðnir vanir að vera mest bara tveir saman núna alla virka daga og skemmta sér konunglega án mín. Auðvitað fer allt upp og niður en það gerði það líka þegar ég var sjálf í barneignarleyfi.

Það besta við vinnudaginn er samt að koma heim til fjölskyldunnar minnar og sjá stóra brosið á Emil þegar ég geng inn um hurðina. Í dag hljóp hann til mín og vildi að ég tæki hann upp. Ég lyfti honum upp í hæðstu hæðir og hló með honum, kyssti hann svo og knúsaði þar til hann missti þolinmæðina á mömmu sinni og vildi frekar sýna mér lampana á heimilinu ( uppáhaldið hans )

Mér líður allaveganna eins og þetta sé eins og þetta á að vera þrátt fyrir að vilja alveg vera heima aðeins meira. En finn að það er gott jafnvægi milli heimilislífs og vinnulífsins.

Til að útskýra titilinn á blogginu þá klippti mig sem sagt daginn fyrir að ég átti að byrja í vinnunni og síðan fór ég í fataleiðangur og splæsti í nokkur ný outfit. Læt fylgja með nokkrar myndir frá síðustu 2 vikum og þið verið bara að afsaka sjálfurnar af mér, fannst ekki tími í almennilegar myndatökur 🙂

Komin í vinnugírinn í SIX búðinni í Fisketorfunni í Köben.

Á Öresundsbrúnni í lestinni á leiðinni yfir til Danmerkur!

Tók reyndar þessar tvær myndir rétt fyrir barneignarleyfið!

Verslunarferðin…endaði með að kaupa bara í Gina tricot! Hér er smá sýnishorn.

Emil minn orðinn 11 mánaða! bara 3 vikur í eins árs afmælisdaginn hans, alltof fljótt að gerast 🙂

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow