Auður

Nú er kominn tími á smá Malmö plugg! Þar sem það er mín stærsta ósk að fleiri fjölskyldumeðlimir og vinir flytji til Malmö, þá ætla èg að byrja á smá Malmö seríu þar sem èg sýni hve æðislegt það er hèrna í Malmö og nágrenni. Èg ætla að byrja á svæðinu sem èg bý í sem heitir Västra hamnen og eins og þið getið giskað á er þetta hafnarsvæði, bý 5 mín frá hafinu og 15 mín frá aðal ströndinni. Tók nokkrar myndir í gær þegar èg fór í daglega göngutúrinn minn, það var sól og blíða og Västra hamnen skartaði sínu fínasta og auðvitað vil èg sýna ykkur það! Fór ekki á ströndina en það verður bara í einhverju öðru framtíðarbloggi. 

Byrja á því sem laðar ferðamennina að og það er byggingin Turning torso. Hæsta bygging Norðurlandanna og sèst oft vel frá mikilli fjarlægð sem hefur villt fyrir mörgum ferðamönnum sem hafa ætlað sèr að labba að turninum þrátt fyrir að vera mjög langt í burtu og myndi taka mikið lengri tíma en talið var. Þessi bygging er hugarsmíði arkitektsins Santíago Calatrava, hún er 190,4 m og var byggð 2005. Það finnast mest íbúðir í turninum, sem þið getið ímyndað ykkur eru heldur ólíkar íbúðunum sem við erum vön að sjá, sveigðir veggir sem gera það örugglega erfitt að finna góða staði fyrir húsgögnin. En flottar eru þær og þar er besta útsýnið í öllum Norðurlöndunum.

unnamed

Þessir þrír húsbátar í myndinni að neðan, fljóta ekki á vatninu en eru samt sem áður ekki byggðir á svo sterkum stoðum. Húsið sem er fjærst á myndinni hefur verið endurbyggt vegna slyss sem skeði fyrir nokkrum árum. Húsið var álíka og fyrsta húsið á myndinni (til vinstri) síðan var haldið partý þar sem húsið troðfylltist og voru flestir upp á svölunum ofan á húsinu. Þetta endaði með því að húsið fèll fram og gestirnir enduðu i sjónum. Margir slösuðust en sem betur fer sluppu flestir með nokkrar skrámur enda hefði þetta geta farið verr. Húsið var endurbyggt með venjulegu þaki til að koma í veg fyrir að svona gæti komið fyrir aftur. Vona að þeir sem búa í húsinu alveg til vinstri á myndinni með þaksvalirnar hafi lært af nágrönnum sínum og sagan muni ekki endurtaka sig.

vhh

vh

vhhhhh

Það finnast tvær smábátahafnir í Västra hamnen og èg elska að skoða bátana og láta hugann reika. Eitthvað við þetta sem heillar mig svo mikið! Myndi sjálf ekki vilja svona bát enda alltaf verið sjóveik, en þeir eru samt sem áður heillandi þar sem þeir fljóta í höfninni og fylgir þeim mikil kyrrðartilfinning.

västra h

Västra hamnen er i stanslausri uppbyggingu og bara á þeim  4 árum sem èg hef búið hèrna hafa poppað upp í kringum 10 byggingar og eitt stykki skóli með öllu tilheyrandi. Það er það eina sem skemmir pínku fyrir kyrrðinni hèrna ( óhljóð frá byggingarvinnunni ) en samt sem áður frábært hve uppbyggingin er hröð og hverfin breytast og bætast. Kaffihúsin og veitingastaðirnir spretta líka upp hèrna út um allt og er nú eitt uppáhalds kaffihúsið mitt Waynes Coffey bara í 2 mín fjarlægð. 

Miðbærinn er síðan aðeins stutt í burtu og tekur bara 15-20 mín að ganga þangað og rètt yfir 5 mín í bíl/strætó. 

Vona að Västra hamnen hafi náð að heilla einhverja upp úr skónum og fleiri Íslendingar muni finnast á svæðinu í framtíðinni! 

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega kíkjið við!

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow