Auður

Við litla fjölskyldan kíktum yfir til Danmerkur frá Svíþjóð í smá strandarferð. Fór í fyrsta skiptið í Amager Strandpark, sem er ótrúlegt þar sem èg hef eytt mestum mínum tíma í Danmörku frá 2013. En svona varð þetta þar sem èg fór vanalega bara yfir til Danmerkur til að vinna 5 daga vikunnar og svo aftur heim til Svíþjóðar á kvöldin. Í raun hef èg mjög lítið verið að túristast í hvorugu landinu, en þó mest í Svíþjóð. Núna í barneignarleyfinu hef èg loks verið að leyfa mèr að vera smá túristi, sèrstaklega núna þegar auðveldara er að fara út um allt með litla okkar sem er orðinn 9 mánaða og hefur mjög gaman af að ferðast aðeins og sjá heiminn.

Það var um 20 stiga hiti úti þennan dag og fullkominn dagur fyrir strandarferð!

Svo ein ekki uppstillt mynd þar sem èg er að reyna taka sand úr munninum á litla! Hann var náttúrulega voða ánægður með að ná að smjatta á smá sand!

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega kíkjið við!

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow