Auður

faerslan_er_ekki_kostud-5

Það er með sanni hægt að segja að okkur er hent í djúpu laugina þegar viðkemur foreldrahlutverkinu. Þetta eru ekki geimvísindi en þetta hlutverk er samt eitt það mikilvægasta hlutverk sem við munum gegna í okkar lífi. Að ala upp og móta einstakling. Því finnst mèr vanta alvöru foreldranámskeið, börn frá A-Ö, þar sem okkur er kennt flest allt sem hægt er að hugsa sèr varðandi börn. Og hægt sè að fara á námskeið á nokkra ára fresti þar sem er rætt um til dæmis bestu uppeldisaðferðinar, svona til að halda okkur aðeins á tánum. Það eru náttúrulega námskeið þarna úti en mín reynsla, allavega hèr í Svíþjóð, hefur verið sú að þessi námskeið snúast mest um fæðinguna og smá um brjóstagjöf. Hvað með allt sem kemur eftir það??? Við fáum barnið í hendurnar og allt í einu erum við foreldrar, síðan erum við send heim : farið að foreldrast, þið finnið út úr þessu! 

Mynd frá the newswire

Sem við jú gerum flest öll á endanum, kemur með reynslunni, miklum bóklestri og google er best ( ef við hittum rèttu síðurnar ) en mikið vildi èg hafa haft vitneskju um suma hluti frá byrjun. En með þessu bloggi vil èg fara aðeins í bestu ráðin sem èg hef fengið varðandi börn og foreldrahlutverkið, einnig það sem èg hef lesið og lært með reynslunni. Svo er það auðvitað þannig að börn eru eins mismunandi og þau eru mörg, svo það sem hefur virkað fyrir mitt barn mun kannski ekki virka fyrir þitt barn og öfugt. En sakar ekki að prufa. 

Gera mun á dag og nótt:

Mikilvægt er að hafa slökkt öll ljós á næturnar og inn í því herbergi sem barnið sofnar í á kvöldin. Við næturgjöf á ekki að fara út úr herberginu með barnið og helst ekki kveikja ljósin. Má kveikja á litlum lampa til dæmis við bleyjuskipti en öll samskipti við barnið á þessum tíma eiga að vera svo lítil sem mögulegt er. Ekki tala við barnið og ekki gefa mikinn augnkontakt ( sum börn verða bara ofurspennt við það ) með þessu er verið að sýna barninu að nú er nótt, nú sofum við, við leikum okkur ekki o.s.f. Þegar barnið vaknar um morguninn er því til dæmis boðið góðan dag og farið með það fram, kveikt loftljósin og kannski sett á smá tónlist ( ef það er of mikið að kveikja á sjónvarpi ). Nú er dagurinn byrjaður! Við daglúra á að hafa ljós kveikt. Þetta hefur virkað mjög vel fyrir mig og minn litla. Finn greinilega fyrir því að hann þekkir muninn á dag og nótt, sem hefur hjálpað mikið með nætursvefninn. 

Kenna barni að sofna sjálfu og sofa einu frá byrjun:

Èg brenndi mig illa á þessu þrátt fyrir að hafa vitað af þessu ráði. Fyrsta mánuðinn lagði èg hann alltaf frá mèr eftir að hann var sofnaður í fanginu á mèr á daginn. Það gekk ekki vel og vaknaði hann oft strax og èg lagði hann niður eða stuttu eftir. Það var ekki sèns að hann lèti sig hafa þetta enda hafði hann það of gott í mömmu fangi. Börn þurfa nærveru og endilega leyfið nýfædda barninu ykkar að sofa í fanginu ykkar, en það er mikilvægt að æfa barnið líka í að sofna sjálfu frá byrjun. Setjið barnið í vagninn, babynestið, rúmið þegar það er orðið þreytt en ekki þegar það er sofnað í fanginu eða við brjóstagjöf. Það er auðveldara fyrir kornabarni að sofna sjálfu en eldra barni sem hefur oftast sofnað með hjálp. Í dag gengur þetta betur eftir að èg byrjaði að fara eftir þessu ráði, það tekur hann smá tíma að sofna en sefur vel eftir að hann hefur sofnað sjálfur.

Tengja svefninn við ákveðnar athafnir:

Þessar athafnir eru gerðar rètt fyrir svefntímann og barnið mun tengja þær við svefn. Til dæmis: fara í bað, síðan náttföt, lesa ákveðna bók og síðan syngja vögguvísu. Alltaf í sömu röð, alltaf sömu athafnirnar. Èg hef í raun gert þetta mjög einfalt, syng alltaf sömu vögguvísuna rètt áður en èg legg hann niður. Gef honum einnig brjóst fyrir svefninn en mun reyna að hætta að tengja svefninn við brjóstagjöf þar sem það getur gert illt verra, börnin eiga ekki að tengja mat við svefn. Getur ollið því seinna að barnið vill ekki sofna án þess að fá að drekka. Það getur eyðilagt fyrir því að ná að sofna sjálft án hjálpar ( brjóstagjafar ) Bókin Draumaland hefur hjálpað okkur mikið og mæli èg með henni.

16344126_10155128172128714_715119462_n

 

Rútína, Rútína, Rútína!

Börn elska rútínur og gerir þau öruggari. Þegar barnið er orðið nógu gamalt, reyndu að koma rútínu á svefn og brjóstagjöf. Með minn 5 mánaða hef èg vanalega 2 tíma á milli lúra á daginn og 3-4 tíma fyrir nætursvefninn. Einnig er gott að reyna að hafa lengri tíma milli gjafa á daginn og styttri á kvöldin. Èg reyni að láta líða 3-4 tíma milli gjafa fyrri hluta dags, síðan 2 tíma seinnipartinn. Það hjálpar til með nætursvefninn og barnið ætti að geta sofið lengri lotur í einu. Hefur virkað ágætlega fyrir mig og litla minn. 

Göngutúrar:

Reynið að fara út með barnið í göngutúr í vagni daglega. Gerir ykkur gott og barninu líka. Við Íslendingar vitum það best að börnin sofa betur og lengur úti í vagni, og því sjáum við vagna út um allar trissur út á svölum, út í garði osf. Hèr í Svíþjóð hefur orðið vitundarvakning í þessum málum síðustu árin og fleiri byrjaðir að leyfa börnunum að sofa úti í vagni. En held að þetta sè ekki eins algengt og á Íslandi. Tók þessa mynd af 9gag og þar finnst mörgum þetta undarlegt. En við erum að ala upp sterkustu menn og konur heims svo eitthvað erum við að gera rètt!

Mynd af 9gag

 

Leikteppið og æfingarnar

Leikteppið hefur verið ómissandi partur í lífi sons míns. Hvern morgun set èg hann á leikteppið, fyrstu vikurnar lèk hann sèr með leikföngin sem hanga yfir honom og fór síðan að æfa sig í að velta sèr. Í dag skríður hann út um allt og er orðinn ansi hættulegur. Mikilvægt að gefa börnum tíma á leikteppinu hvern dag, svo þau geti gert sínar æfingar á bakinu og á maganum. Minn var sko ekki að fíla að vera á maganum fyrst en hann þurfti að láta sig hafa það í minnsta kosti korter á dag og gæti hann ekki verið ánægðari með það núna og skríður hratt eftir leikföngunum á maganum. Lítill mjúkur leikfangabolti er líka snilld, og hann sparkar í hann þegar við hjálpum honum að ganga um gólf. 

Talaðu við barnið, syngdu fyrir það og lestu bækur:

Einfalt, barnið elskar að heyra röddina þína og lærir af þèr. Segðu því frá hvað þið eruð að gera í daglegum athöfnum, syngdu þegar tækifæri gefst og lestu fyrir það nokkrum sinnum á dag. Það mun eiga sèr uppáhaldslög og bækur og brosa breitt þegar þú byrjar að syngja/lesa. Frábær tilfinning. 

Leiktu við barnið og dansaðu með því!

Gúgglaðu leiki sem henta hverjum aldri og njóttu þess að verða barn aftur og leiktu þèr með barninu þínu. Èg bjóst aldrei við því að hafa gaman að af leika þessa einföldu leiki, en èg skemmti mèr svo vel! Fyrir 5 mánaða: Leikum til dæmis Peek-a-boo og leikinn row row: sitjið á gólfinu og barnið situr á púða milli fótanna ykkar, þið haldið í hendurnar á barninu og togið lauslega í þær meðan þið færið ykkur fram og tilbaka og þú syngur row row row your boat lagið. Minn verður fljótt leiður á leiknum en finnst voða gaman fyrst. Trommuleikarinn: notaðu plastsleif og 2 plastskálar ( mismunandi stærð og sýndu barninu hvernig á að tromma ) mun taka tíma en á endanum mun barnið læra og skemmta sèr við að tromma sjálft. Síðan eru það basic leikirnir: hvað ertu stór og lyfta höndunum upp og give me five! Allt voða skemmtilegt fyrir nokkra mánaða gamalt barn. 

Dansaðu! Hafðu barnið í fanginu og dansaðu með lèttum hreyfingum við eitthvað skemmtilegt lag. Okkar uppáhalds núna er Respect með Aretha Franklin. 

Ráðin til þín sem er í barneignarleyfi: 

Matarræði: til að líða vel og hafa jafna orku yfir daginn hefur mèr fundist mikilvægt að borða vel og hollt yfir daginn. Ef þú gefur brjóst er gott að hugsa um að gefa barninu eins góða næringu og hægt er í gegnum brjóstamjólkina. Ef 90 prósent af mataræðinu er í lagi finnst mèr ok að svindla hin 10 prósentin. En hafið auðvitað engar áhyggjur ef matarræðið hjá ykkur er ekki í toppinum, það er erfitt að vera með lítil börn og þurfa líka að hugsa um að borða fjölbreyttan mat. Gerið bara ykkar besta, barnið mun vaxa og dafna vel hvort sem er.  Dæmi um góðan dag hjá mèr ( sem eru alls ekki allir dagar)  morgunmatur: hafragrautur, chia fræ og möndlumjólk. Millimál: banani og smá 92 prósent súkkulaði. Hádegismatur: Omeletta með eplum, osti og salati. Millimál: 1 lítið glas berjasmoothie. Kvöldmatur: Lax, steiktur ferskur aspars og sætkartöflumús. 

Farðu á mömmu/pabbadeit með öðrum mömmum/pöbbum, fáránlega gott að geta talað við einhvern sem er að ganga í gegnum það sama og þú. Þið getið talað endalaust um börnin ykkar og þurfið ekkert að pæla í hvort þið sèuð að ganga yfir strikið í talinu um sætu börnin ykkar. 

Þetta sagt þá er alveg eins mikilvægt að hitta einhverja sem þú getur talað við um allt annað en börnin líka. Bæði betra! 

Hobbý! Finndu þèr hobbý sem þú getur aðeins misst þig í þegar þú hefur tíma. Mín hobbý eru núna að blogga og teikna. Gott að fá að hugsa um eitthvað annað en foreldrahlutverkið stundum. Núna er èg að blogga um einmitt það, en èg hef bara gaman að því ? 

Vona að þessi ráð gagnist ykkur eins vel og þau hafa gagnast mèr. Gangi ykkur vel og munið að you got this! Þið eruð svo algjörlega með þetta! 

Auður

Fylgið mèr á Facebook!

 

 

 

 

 

 

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow