Auður

Árið var 1990 og èg var 8 ára gömul í skærum neon leggings og víðri litríkri peysu, mest kúl í heimi fannst mèr og vorum við flestar stelpurnar klæddar eins. Elsku 90’ties! Þessi áratugur hafði mikil áhrif á mig enda á mínum mestu mótunarárum. Varð himinlifandi þegar tískan fór þá áttina og uppáhalds fatastíll og fylgihlutir fóru að poppa upp.

Hèr er smá 90’ties comeback listi, flest elska èg..annað..Mehhh, ekki fyrir mig en flott á öðrum.

Mömmugallabuxurnar: hèr í Svíþjóð finnst mèr önnur hver stelpa vera í þessu og eru þær að rokka þennan stíl.  Ekki èg, fer mèr bara ótrúlega illa og mömmubuxurnar lifa ekki undir nafni á minn mömmukropp ?

Myndir fra Pinterest
Mynd af Pinterest

Buffalo skórnir eða platform skór. Elska allt platform, úber þægilegir skór sem hækka mann upp og èg með mína stuttu fótleggi nýt þessarar tísku! Fer ekki í gömlu buffalo skóna en platform stílinn er í uppáhaldi hjá mèr.

myndir fra Pinterest
Myndir frá Pinterest

Crop tops: Sama með þennan stíl, önnur hver stelpa í Crop top hèr, djammið er einn Crop toppur og sést í magavöðva út um allt. Ekki hjá mèr…ekki sèns, ef èg er í stuttum bol þá vil èg vera í háu pilsi eða háum mittisbuxum. Flestar láta líka bara glitta í magann og ekki sýna allt (eins og það var í denn) og er það fullkomið fyrir slöppu magavöðvana mína. 

myndir fra Pinterest
Myndir frá Pinterest

Chocker eða melluböndin svokölluðu: elska elska elska Chockers og á fullt af þeim! 

John Lennon hippagleraugu: 70’ties finnst mèr meira og kalla þau hippagleraugu en þau komu tilbaka í 90’ties og eru flokkuð undir þann áratug enda mjög áberandi á þeim tíma. Stór sem lítil en hringlótt áttu þau að vera.

Köflóttar skyrtur: fíla þennan grunge stíl og hugsa bara um hljómsveitina Nirvana og væri til í að kaupa eina en einhvern veginn held èg að þessi sè ekki alveg èg. Er ekki alveg nógu kúl fyrir þetta. Þessi er greinilega alveg nógu kúl og mætti segja að hún tekur 90’ties stílinn frá toppi til táar.

Mynd af Pinterest
Mynd frá Pinterest

Smellupilsin eða þau sem eru hneppt að framan: á eitt svoleiðis, love it. Enda horft á Clueless endalaust oft og í skýjunum að geta loksins verið eins og Alicia Silverstone! Hèr er èg og vinkona mín Alicia að matcha.

17555154_10155312969778714_890928865_n

Blómakjólar: blómamynstur verður frekar heitt í sumar og held èg skelli mèr á einn í þessum stíl.

Picture from Pinterest
Myndir frá Pinterest

Gallajakkar! Þeir hafa haldið sèr í tískustraumunum síðustu árin enda algjör klassík. Oversized hafa verið mest sjáanlegir, en langir galla jakkar eru að ryðja sèr til rúms núna líka. En í hvaða stærð sem gallajakkinn er þá getur þú verið viss um að vera í tísku ef þú ert í einum slíkum.

Picture from Pinterest
Myndir frá Pinterest

Leðurjakkinn: Segi ekki meira, flottur þá og flottur núna. 

Picture from Pinterest
Myndir frá Pinterest

Gvaaaaa èg gæti haldið áfram og áfram..ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi. Hef verið að skoða myndir í meira en klukkustund á Pinterest til að gera þetta blogg og þar sá èg alltaf meira og meira. Getið bara búist við öðru 90’ties bloggi fljótlega.

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega kíkjið við!

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow