Auður

Já þið lásuð þetta rétt, það voru 7 ár síðan ég klippti og litaði hárið mitt!! Það var sem sagt kominn tími á mig svo ég pantaði tíma og hárið fékk að fjúka í dag. Þetta var ekki auðvelt get ég sagt ykkur, búin að vera að safna í 7 ár og á nokkrum sekúndum fór sá árangur á gólfið. En hvílíkur léttir! Hárið var einnig orðið slitið þótt það hafi samt verið óvenjulega heilbrigt, en gaman að breyta til.

Aðrar stórbreytingar eru líka á næsta leyti í mínu lífi, því tilvalið að breyta hárstílinum aðeins, einnig er síðasti dagur barneignarleyfisins míns í dag. Á morgun fer ég aftur að vinna eftir næstum árs leyfi og líður vel að hafa gert eitthvað svona fyrir sjálfa mig, fullkomin tímasetning get ég sagt. Ég fór á snyrtistofuna Basic beauty í Lund til hennar Sæunnar ( sem er Íslensk, eins og þið gátuð kannski giskað á) og fór súpersátt út eftir allt saman. Getur verið að við lýsum endana aðeins meira fljótlega, en er mjög ánægð með hvernig þetta kom út, mæli með þessari stofu fyrir þá sem búa í Lund og nágrenni. Nýtt hár og ný vinkona kom út úr þessum degi og ég kalla það frekar gott. Basic beauty heimasíðan fyrir þá sem hafa áhuga.

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt mun ekki vera birt

 

Fylgdu okkur á


Follow