Auður

Frábæri 2 ára aldurinn!

Ég trúi ekki á the terrible two’s, ekki það að ég hafi ekki upplifað mikinn mótþróa frá mínum 2 ára og nei virðist oft vera orð dagsins. Heldur er það út af því að ég veit að þessi mótþrói er ekki hræðilegur, hann er bara partur af því að minn maður er að verða sjálfstæður og er að prófa sig áfram í heiminum með ýmislegt. Minni ég mig á það reglulega til að missa ekki vitið og hef ég lært mikið á stuttum tíma um þetta skemmtilega tímabil í lífi barna. Hér vil ég fara í nokkra punkta. Minni á að þetta er bara mín reynsla og það sem virkar vel fyrir okkar fjölskyldu. Hvert barn og fjölskylduaðstæður eru mismunandi og ekki víst að allt virki fyrir alla.

 

Rútína, rútína, rútina. Þá tala ég um svefnrútínu. Mjög mikilvægt er að börn fái sinn svefn til að vera glöð og minnka pirring yfir daginn, alveg eins og við fullorðnu þurfum okkar svefn. Því tel ég að svefnrútínur eru eitt það mikilvægasta í lífi barns til að líða vel. Með rútinu líður barninu öruggu og veit hvað kemur næst. Tel einnig mikilvægt að gera þetta í skrefum. Til dæmis fyrsta skref: náttföt og taka til leikföngin sín ( með mömmu og/eða pabba ) , annað skref: tannbursta og þrífa hendurnar, þriðja skref: drekka smá vatn og segja góða nótt við alla ( úti, dýr og alla heima ) síðan upp í rúm. Fá stórt knús og koss, jafnvel syngja góða nótt lag ( syng eitt vers úr Dvel ég í draumahöll og minn er byrjaður að syngja með ) síðan góða nótt, elska þig og loka hurðinni. Ástæðan fyrir því að ég tel að skref eru mikilvæg í rútínu er að ef mótþrói kemur upp, þá er betra að hann komi við fyrsta, annað eða þriðja skref, ekki við því að fara að upp í rúm að sofa. Enda erfitt að halda 2 ára barni í rúminu ef það vill ekki vera þar. Ef við segðum við okkar strax: jæja nú förum við að sofa, beint upp í rúm, þá kæmi bara strax NEI og það yrði barátta hvert kvöld. Vanalega þegar við höfum farið í gegnum heilu rútínuna og það kemur að síðasta skrefinu hjá okkur er hann svo fastur í rútínunni að hann fer glaður að sofa.

Þolinmæði þrautir vinnur allar og ákveðni! Nei, nei, nei, nei, nei virðist vera svarið við flestum spurningum eða staðhæfingum frá foreldrunum stundum og sérstaklega þegar það kemur að því að fara í föt, útiföt og fara á leikskólann. Það er mikill mótþrói hjá okkur á morgnanna og ég er stundum alveg á því að gefast upp. Búin að prófa allar aðferðir með þolinmæðina að vopni en barnið er alveg á því að vera bara heima nakinn helst. Þá gildir það bara að vera ákveðin og vera samkvæm okkur. Við sögðum að barnið hefði 5 mín, og 5 mín eru búnar. Þá segjum við það og gerum það sem gera þarf ef barnið er ekki samstarfshæft sjálft. Já það verður grátur og jafnvel spörk út í loftið en það gengur yfir og við þurfum að vera þolinmóð. Barnið er komið í útifötin og í vagninn sinn, frekar fúll, en hann gleymir þessu á næstu mínútum strax og komið er út. ( gengur allaveganna vanlega þannig hjá okkur). Þetta er fáránlega erfitt en sumir dagar eru betri en aðrir og fer ég í það í næsta punkti.

Gefðu barninu val, með flest allt: Þegar barnið fær val þá gengur það oft betur að fá það að gera eitthvað sem það kannski ekki vill. Til dæmis fara í nýja bleyju, fara í föt og svo framvegis. Ég gef Emil val að taka bleyjuna á 2 mismunandi stöðum ( eða fara úr sjálfur) , eða stundum fara á koppinn og taka hana sjálfa ( ef það er ekki sprengja í henni). Ég sýni oft Emil 2 mismunandi buxur/boli og spyr hvorar hann vilji fara í og hvort hann vilji fara í þær sjálfur eða hvort mamma eigi að hjálpa. Þegar við erum að fara í vagninn út, þá er það sama mál, viltu fara sjálfur upp í vagninn eða á mamma að hjálpa ( það verður oft samanblanda af bæði). Þessi spurning er mjög mikið notuð, viltu koma/gera sjálfur eða á mamma að hjálpa. Það er auðvitað oft nei við þessari spurningu, en þá er bara að halda áfram að spyrja og vera samkvæmur sjálfum sér. Sumir dagar ganga eins og í sögu og það er lítill sem enginn mótþrói. Oftast er það þó einhver.

Leyfðu barninu að ráða för í leik og komast í flæði. Við getum verið þáttakendur og áhorfendur til skiptis, látum tilfinninguna ráða för. Við þurfum ekki að ráða hvaða leik við leikum við barnið og spurjum barnið hvað það vilji leika með og leyfum því síðan að leika sjálft ef það vill, en getum samt verið til staðar hjá því þegar það vill að við séum með. Það er jafn mikilvægt að leyfa því að leika sjálft og komast í flæði í leik og að við séum með. Reynum að finna gott jafnvægi í þessu.

Lítill sem enginn skjátími. Reglan hjá okkur er að það er enginn skjátími fyrir kl 15/16 á daginn. Hjá engum af okkur ( fyrir utan að foreldrarnir stelast til þess þegar barnið tekur hádegislúrinn ) Við leikum frekar, lesum, hlustum ef til vill á tónlist og förum út. Þetta er eitthvað sem lætur okkur öllum líða vel og barnið fær að nota extra orkuna sem það hefur nóg af. Síðan ef barnið horfir á sjónvarp seinni partinn þá er það helst í minna en hálftíma ( en kemur auðvitað fyrir að það er lengri tími )

Ekkert stress á matartíma. Þú ræður hvað barnið borðar, það ræður hve mikið það borðar. Las þetta um daginn og fannst þetta passa vel hjá okkur. Það var oft mikið stress á matartímanum ef hann var ekki sáttur við það sem er í matinn og við reyndum að neyða í hann matinn og það gekk náttúrulega ekki vel. Núna leyfum við honum að borða svo mikið sem hann vill en reynum að gera það að reglu að hann verði allaveganna að prófa 1 bita áður en hann ákveður að hann vilji ekki meira. Stundum verður það til þess að hann fattar að þetta er ekki svo slæmt og endar á að borða heilmikið. Ef ekki þá er það bara þannig og hann fær einn ávöxt fyrir svefninn ef hann er svangur.

Leyfðu barninu að gráta og vertu bara til staðar fyrir það. Við skulum ekki fara í keng ef barnið grætur, við þurfum ekki að stoppa það af og við eigum helst ekki að segja, þú þarft ekki að gráta, engin ástæða til þess og gera lítið úr ástæðunni fyrir að barnið gráti. Það grætur og hefur sínar ástæður fyrir því. Við skulum því bara sýna barninu að við skiljum og vera til staðar fyrir barnið. Þetta er mjög mikið RIE eða respectful parenting ef ég skil aðferðina rétt og maður á frekar að sportcasta og segja til dæmis: já þú ert leiður vegna þess að þú fékkst ekki að leika meira og svo framvegis. Ég segi oft, já ég veit, Emil er leiður og það er allt í lagi að gráta. Stundum þarf maður að gráta, en mamma er hér fyrir þig. Þetta virkar vel hjá okkur og gráturinn gengur fljótt yfir. Aftur á móti ef hann byrjar að gráta að nóttu til, hugga ég hann, strýk bakið og segi shhhh shhhhh þar sem það er það sem við höfum gert síðan hann var lítill og er partur af næturrútínunni. Það er mjög sjaldgæft að það gerist en það róar hann.

Útivera er lífsnauðsynleg. Hvern dag, allaveganna í klukkutíma í senn, það er svo gott fyrir barnið og þig að komast út. Farið út á leikvöll, út að labba, bara hvað sem er og njótið útiverunnar. Sýndu barninu öll fallegu smáatriðin þarna úti, litlu laufin, berin, skordýrin og segðu barninu frá öllu. Útskýrðu og sýndu áhuga, þetta er allt voða nýtt fyrir barnið og skilningurinn á heiminum vex með hverri útiveru.

Leiktu og grínast! Kítla, eltingaleikur, feluleikur, bara name it! en vertu tilbúinn að leika sama leik 10-20 sinnum í röð ef að barninu finnst hann skemmtilegur.

Þú getur ekki sagt of oft: ég elska þig. Þetta er það sem ég segi oftast á dag við minn litla og ég tel að maður getur ekki sagt of oft ég elska þig við barnið sitt. Því tek ég mörg tækifæri til þess að segja þetta við hann, oftast þegar hann situr hjá mér. Knúsa hann og kyssi, strýk bakið og sýni ástúð. Hann hefur sagt tilbaka nokkrum sinnum ég elska þig og það er besta tilfinning í heimi!

Elska þennan aldur og á eftir að sakna þessa tímabils uppgötvunar! Hlakka til að sjá litla minn þróa sinn persónuleika frekar og er glöð að geta verið með í ferðalaginu 🙂

#Ég á bara eitt líf. Minningarsjóður Einars Darra.

Ég á bara eitt líf, við eigum öll bara eitt líf. Þessu virðumst við oft gleyma. Um 25 ungmenni hafa látist á þessu ári vegna ofneyslu fíkniefna og lyfseðilskyldra efna og Einar Darri Óskarsson var einn þeirra. Erlendir sem íslenskir rapparar upphefja þessi lyf í lögum sínum og mörg ungmenni taka þessum efnum léttvæglega og þetta er orðið eitthvað tísku fyrirbrigði. Hugsunin gæti verið að þessi lyf séu eitthvað sem þau geta hætt að taka þegar þau vilja eða hugsa sem svo að það mun ekkert slæmt gerast við þau. Þetta er rangt. Svo rangt, það er auðvelt að taka ofskammt af þessum lyfjum og það er ekki auðvelt að hætta, þessi efni eru einfaldlega lífshættuleg. Nú þekki ég ekki þessi lyfseðilskyldu efni af eigin raun og er bara að reyna að koma mér í hugarheim þessara ungmenna. En ég hef verið í kringum neyslu og í kringum þá sem eiga við fíkn að etja og þetta er ekkert grín.

Einar Darri var einungis 18 ára þegar hann dó, hress ungur strákur, dugnaðarforkur í skóla og ekkert benti til þess að hann misnotaði lyf, hann lést af völdum ofskammts af Oxycontin þann 25 maí síðastliðinn á heimili sínu. Einar var einn af fjölskyldunni minni þrátt fyrir að ekki vera blóðskyldur, ég þekkti hann því miður ekki vel sjálf en móður hans Báru hef ég þekkt næstum allt mitt líf og er hún móðir frænku minnar Andreu. Í jarðarförinni var kistan við hliðina á móður hans og hún hafði hendina á kistunni alla athöfnina, þetta var sonur hennar og hún var til staðar fyrir hann eins og hún var allt hans líf. Ekkert foreldri á að þurfa að fylgja barninu sínu til grafar. Amma mín sem var mjög veik á spítala af völdum krabbameins þegar jarðarförin var haldin, var mjög náin Einari og var hann eitt af bónusbarnabörnunum hennar. Hún sagði við móður hans að hún ætlaði að fara að passa upp á hann. Amma lést daginn eftir jarðarförina og efumst við ekki um að hún hafi haldi loforð sitt.

Andrea Ýr Arnardóttir og Bára Tómasdóttir.

Andrea Ýr Arnarsdóttir og Bára Tómasdóttir

Fjölskylda og vinir Einars Darra stofnuðu minningarsjóð sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíkniefnavanda. Og mæli ég með því að allir styrki hann. Þið finnið hann á facebook hér með nánari upplýsingum um sjóðinn.

Reikningsnúmer: 0354-13-200240

Kennitala: :160370-5999

Tekið af síðu minningarsjóðsins:

Minningarsjóður Einars Darra, stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.
Markmið baráttunnar #egabaraeittlif
  • Sporna við og draga úr misnotkun fíkniefna, með áherslu á lyf
  • Opna umræðuna um misnotkun lyfja hér á landi
  • Auka þekkingu almennings á eðli og umfangi misnotkunar lyfja
  • Opna umræðu um vöntun á bættum meðferðarúrræðum

 

Einnig mæli ég með að þið nælið ykkur í #Ég á bara eitt líf armböndin. Þau hafa verið til dreifingar á ýmsum stöðum og munu framtíðar dreifingarstaðsetningar og dagsetningar koma seinna meir inn á minningarsíðuna. Armböndin eru kærleiksgjöf frá Minningarsjóði Einars Darra. Og tilgangurinn með þeim er að minna okkur öll á að við eigum bara eitt líf, förum vel með það. Þeir sem vilja styrkja er bent á minningarsjóðinn. 

Við stöndum öll saman í baráttunni gegn misnotkun lyfja!

 

 

Umbreyttu eldhúsinu með einföldum breytingum!

Hér fylgja ýmis ráð til að hressa upp á heildarlúkkið í eldhúsinu. Mjög einfaldir hlutir en gera svo mikið. Myndir frá PINTEREST og flest af vörum úr LAGERHAUS sem er ein uppáhaldsbúðin mín hér í Svíþjóð.

EINFALDAÐU!

Þarftu virkilega 30 gaffla, 20 hnífa, tugatals tuskur og annað sem liggur bara upp í eldhússkápunum hjá þér eða yfirtekur uppþvottavélina ?( þar sem flestir ná sér bara í nýjan gaffall og hníf, þar til allt er búið í skúffunni! ) Farðu yfir skúffurnar heima hjá þér og minnkaðu magnið á eldhúsáhöldunum, efast um að margir haldi veislur svo oft að þeir þurfi á öllu þessu að halda. Það eru ekki að koma 30 gestir heim til þín og þessi hnífapör eru bara að taka pláss. Sama á við um tuskurnar, hjá mér allaveganna margfaldast þær bara hvert ár, þegar ég kaupi aðeins fleiri trefjatuskur í búðinni annan hvern mánuð, þar sem ég hef ekki nennt að þrífa þær sem ég á eða finnst þær bara vanta heim. Hentu helminginum og neyddu þig til að þrífa þær sem þú átt. Það er góð tilfinning að hreinsa út úr skápunum.

FEGRAÐU ELDHÚSIÐ!

Það sem liggur oftast frammi í eldhúsinu hjá flestum okkar er uppþvottalögur, uppþvottaburstar og viskastykki. Með því að kaupa fallegar flöskur fyrir uppþvottalöginn, hengja upp flott viskastykki og finna eitthvað skemmtilegt til að setja uppþvottburstann í, þá allt í einu verður allt svo hreinlegt og fallegt ( og hlutirnir verða ekki fyrir okkur í eldhúsinu eða við þurfum ekki að fela þá inn í skápum )

ALLT SEM ER GRÆNT, GRÆNT FINNST MÉR VERA FALLEGT!

Gerðu það grænt! þá meina ég ekki að henda grænum lit á allt eldhúsið, heldur að bæta við plöntum og kryddjurtum og hafa á nokkrum vel völdum stöðum í eldhúsinu. Þetta gerir heildarlúkkið svo ferskt og aðlaðandi.

MIKILVÆGI SKURÐARBRETTIS!

Vandaðu valið á skurðarbretti, veldu eitthvað sem gleður augað ( og er vel nothæft ) og hafðu það síðan frammi á eldhúsbekknum fyrir allra augum! Fallegt skurðarbretti og jafnvel einn bakka með.

Annars mæli ég með því að halda eldhúsinu minimalísku, minna er meira og vandið valið á því sem er frammi. Get lofað því að þið eigið eftir að elska heildarlúkkið þegar það sem þið sjáið er eitthvað sem þið völduð sjálf og fannst fallegt. Skiptir mestu máli að halda í ykkar stíl og njótið að eyða tíma í eldhúsinu!

Auður E.

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Ný byrjun eftir bugun.

Eftir bugun síðustu mánuði hefur lífsneistinn minn kveiknað aftur. Get ekki sagt að síðustu mánuðir hafa verið einfaldir og þetta hefur verið áskorun. Ég hef fallið í þunglyndi vegna mikils missis, fallið í mikil veikindi og verið algjörlega buguð. Brosið hefur samt alltaf verið til staðar, en er það ekki málshátturinn: brosa í gegnum tárin. Stundum hefur brosið verið ekta en oft bara ég að reyna að vera hress og ekki brotna niður.

Eins og við flest öll göngum í gegnum áföll í lífinu þá er það hvernig við komum út hinum megin sem skiptir máli. Ég finn að ég er sterkari og veit að ég get tekið því sem kemur í framtíðinni. En framtíðin var orðin frekar svört í huganum mínum lengi vel, sem er mjög ólíkt mér þar sem ég hef alltaf verið bjartsýn og jákvæð. Alltaf litið á framtíðina með björtum augum og vitað fyrir vissu að allt eigi eftir að fara vel. Þarna var ég farin að efast um það og sá bara fyrir mér slæmu hlutina sem líklegast biðu, velti mér upp úr hlutunum og átti erfitt með að vera glöð. Það var ástæðan fyrir að ég gerði bloggið um 5 aðferðir til að öðlast hamingju, þarna var ég að reyna að vera hamingjusöm aftur, finna aðferðir og reyna að nota sjálf. Sumar aðferðirnar gengu vel og ég fann að ég varð glaðari en aðrar eins og að missa sig ekki í mat/sætindi til huggunar, var ekki að ganga fyrir mig. Ég féll fyrir sykurpúkanum og var oft með magapínu, og það olli mér bara meiri óhamingju.

Mér fannst sem of mikið slæmt væri að koma yfir okkur á sama tíma, þetta myndi bara halda áfram en það var bara hörmuleg tilviljun. Nú tel ég að það hafi verið til ýta á mig til að verða sterkari og allt þetta var einfaldlega lífsreynsla.

Það eru svo margir í kringum mig núna að ganga í gengum vonda hluti og ég dáist að styrk þeirra. Þið eruð öll hetjur!

Nú hefur hulunni verið lyft af huganum mínum, finn að ég er glaðari, sterkari, jákvæðari og ég er loksins aftur orðin bjartsýn á framtíðina. Er farin að plana aukna hreyfingu, betra matarræði og ég henti sykurpúkanum öfugum út! Lífið er gott og það er meðal annars okkar hugarfar sem gerir það gott, hvað sem kemur fyrir þá er það mikilvægasta hvernig við tæklum það, aldrei að gefast upp og líta alltaf á björtu hliðarnar. Þær eru þarna og ég fann þær aftur.

 

 

Loksins! Óskalistinn endalausi styttist aðeins.

Loksins !! Loksins!! Ég hef verið að leita að þessum jakka og þessari húfu í marga marga mánuði. Ég fann síðan jakkann í Lindex um daginn og húfuna keypti ég í búðinni SIX sem ég vinn í í Kaupmannahöfn. Nú er ég glöð, og get tjékkað þetta af óskalistanum mínum, sá er reyndar endalaus en það er allt í lagi. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma. Myndatakan endaði á að litli Emil minn kom og rændi húfunni af mömmu sinni, en hann er voða sætur með hana líka! Kötturinn minn fékk líka að fylgja með á mynd.

Glaður Emil með húfuna hennar mömmu sinnar og er voða líkur nafna sínum Emil í Kattholti!

Auður E.

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

5 ráð til að tækla vanlíðan!

Nú er ég enginn sjálfshjálpargúru en ég hef lesid mikð um leitina að hamingjunni og hef hugsað mikið um það upp á síðkastið hvernig er best að tækla vanlíðan. Hef ég því fundið bestu 5 ráðin sem hafa verið að virka fyrir mig.

1) Leyfðu þér að líða illa, viðurkenndu tilfinningarnar þínar en ekki dvelja í óhamingjunni.

Ég hef sjálf fundið mér aðferð þar sem ég reyni að skilgreina hvernig mér líður, er ég stressuð, kvíðin, sorgmædd ogsf, fara síðan djúpt inn í tilfinninguna, reyna að slaka á og anda djúpt í gegnum tilfinninguna. Eftir það reyni ég að finna ástæðuna fyrir líðan minni, síðan hef ég nokkra valkosti. Sleppa tilfinningunni ef það er ekkert sem ég get gert, tækla aðstæðurnar ef mögulegt er, gera þá eitthvað í því eða gera plön til að laga aðstæðurnar. Ef ég finn fyrir áhyggjum hugsa ég: hvað er það versta sem getur gerst, get ég sætt mig við það og er þetta eitthvað sem ég mun hugsa um eftir 5 ár. Ef ég get sætt mig við það versta og veit að ég mun ekki hafa áhyggjur af þessu eftir 5 ár þá ákveð ég að sleppa áhyggjutilfinningunni. Eftir þetta er gott að hugsa eitthvað jákvætt í staðinn fyrir neikvæðu hugsunina og ekki dvelja lengur í vanlíðaninni.

2) Ekki misnota utanaðkomandi hjálparmeðul til að líða betur.

Ekki borða þér til huggunar, comfort food er eitthvað sem allir þekkja. Ekki misnota áfengi eða eiturlyf til að líða betur. Þetta getur allt gefið manni stuttan hamingjuboost en það endar vanalega í miklu meiri vanlíðan en áður var þar sem ekki var tæklað ástæðu vanlíðuninnar. Vanlíðanin eykst og getur orðið óbærinleg á endanum. Þarna vill enginn enda.

3) Brostu!

Já það virkar! Það er eitthvað í heilanum sem sendir skilaboð þegar við notum brosvöðvana og skilaboðin eru: Það er greinilega eitthvað sem gerir mig glaða og afleiðingin verður betra skap. Ekki nota gervibrosið í þetta, lokaðu augunum, hugsaðu um eitthvað eða einhvern sem gerir þig hamingjusama og brostu!

4) Hugaðu að svefninum.

Svefninn er mjög mikilvægur og að ná að sofa vel hverja nótt hefur ótrúlega góð áhrif á líðanina. Þetta er auðvitað eitthvað sem við vitum en eigum stundum erfitt með. Það sem getur hjálpað er að hafa góða svefn rútínu ef möguleiki er á. Fara alltaf á sama tíma upp í rúm, slökkva á öllum skjáum 30-60 mín fyrir svefninn og alls ekki far með símann upp í rúm. Helst ekki sofa með símann í sama herbergi og þú sefur í. Ég les alltaf áður en ég sofna og nú er það orðið svo mikil tenging við svefn að ég verð oft þreytt þegar ég les á daginn, líkaminn sendir mér skilaboð um að nú er tími að fara að sofa. Öll svona tengsl hjálpa og ef þú hefur góða rútínu fyrir svefninn, hjálpar líkaminn við að sofna þar sem hann tengir rútínuna við svefn. ( alveg eins og hjá börnum )

5) Finndu þínar hamingjustundir.

Finndu það sem lætur þér líða vel og gerðu eitthvað af því á hverjum degi. Fyrir mig er það til dæmis að skrifa, fá strákinn minn að hlægja, teikna, hitta eða hringja í fjölskylduna og vini, fara í heitt bað og hlusta á rólega tónlist, leika við son minn, dansa, fara í göngutúra og líkamsrækt og svo margt fleira. Skrifaðu niður þínar hamingjustundir og leyfðu þér að líða vel. Þú átt það svo mikið skilið.

 En það sem er mikilvægast er að leyfa sér að líða illa. Þetta eru okkar tilfinningar og við þurfum að læra hvernig við eigum að kljást við þær í staðinn fyrir að flýja þær. Þær ná okkur alltaf á endanum og oft orðnar sterkari fyrir vikið. Grátum, tölum um líðan okkar og ekki álsa þér fyrir að líða illa. ( gerir bara illt verra ) Það líður öllum illa einhvern tímann og það er eins eðlilegt og að líða vel. Allar tilfinningar eru réttmætar og þrátt fyrir að við viljum ekki líða illa þá er það partur af lífinu og við getum aldeilis lært af reynslunni.

Auður E.

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Óbarnvæn innanhústrend

Ég er sökker fyrir fallegum innanhústrendum, og legg stolt mitt í að íbúð mín sé eins pinterestvæn og hægt er, allaveganna reyni mitt besta! En það er erfitt með einn 18 mánaða strák hlaupandi eins og hvirfilvindur um. Ég vildi óska að ég gæti verið ein af þeim mömmum sem ná að láta börnin sín hlýða sér í einu og öllu og ekki snerta fínu hlutina hennar mömmu og pabba sem liggja á hillum og borðum. En það er ég ekki. Punktur. Hann hlýðir mér í mörgu og lætur eldavél og flest alla hættulega hluti vera, fæ jafnvel að hafa smá skraut á einu borði og hillum sem hann tekur stundum í en sleppir strax og mamma tekur eftir því. En eins og staðan er núna get ég ekki verið með í sumum trendum sem mér finnst svo falleg, kannski einhvern tímann en ekki alveg núna. ( allar myndirnar eru fengnar af PINTEREST )

Óbarnvæna innanhústrend 1: Fullt af fallegu smá skrauti á stofuborði, bækur staflaðar ef til vill með glervasa ofan á og nýplokkuðum ( keyptum ) smekklegum blómum ofaní. EKKI SÉNS! Brotinn glervasi, bækur á gólfi, með nokkrum rifnum síðum kannski, allt smáskraut kominn ofan í sparkbílinn hans. Jafnvel búið að smakka smá á blómunum. Já ég læt ekki á þetta reyna í bráð.

Óbarnvæna innanhústrend 2: Skraut og bækur á hillum. Allskonar skraut, skiptir engu máli hvað það er, þetta er allt mjög áhugavert fyrir lítið barn. Á eina hillusamstæðu þar sem ég var alltaf með mikið skraut á einu sinni fyrir löngu en núna er skrautið einungis efst uppi, ofan á þar sem litlar hendur komast ekki í það. Neðsta hillan er hillan hans Emils ( stráksins míns): Falleg leikföng sem mér finnst gaman að hafa frammi fyrir hann ( og mig ) viðartromma og annað viðarleikfang, plús barnabækur. Önnur hilla: samtals 5 bækur sem Mamma og pabbi eiga sem færast til af litlum höndum af og til, en hann reynir samt að sleppa því og bendir oft bara á þær. 3 hilla, sem hann nær næstum ekki í, 2 bækur og smá stórt skraut sem ekki brotnar ef barnið nær í það ( sem hann hefur gert af og til auðvitað )

Óbarnvæna innanhústrend 3: Púðar á sófum, ég á stóran gráan sófa með 9 púðum. Þessir púðar eru ekki á þeim stað sem ég vil hafa þá á daginn, og eiginlega ekki á kvöldin heldur þar sem ég á kærasta sem hendir 3 púðum alltaf út í horn. En litla mínum finnst gaman að henda öllum púðum á gólfið og er nett sama að mamman vill hafa þá í réttri litaröð og á réttum stað í sófanum. Ég fæ að hafa þetta eins og ég vil þegar ég er ein sum kvöld og á daginn þegar fjölskyldan er í leikskóla/vinnu. Fæ ekki að njóta af því að þetta líti svona vel út, en get huggað mig á því í vinnunni að íbúðin mín er fín..sem stendur. Og er reyndar hætt að vera svona mikill fullkomunarsinni með þetta, en reyni samt að hafa þetta fínt þegar ég get.

Varðandi þessa mynd fyrir ofan má við bæta að það er flest allt þarna sem það er ekki möguleiki að hafa á borðunum hér heima, þessir litlu viðkvæmu vasar, KERTI! ó neiiiiiiii, GREINAR!! ÓÓÓóó neiiiii neiiii, enda hefur það verið uppáhaldið hans síðan hann var lítill að finna flottar greinar. En ég læt mig dreyma um þann dag sem ég fæ að skreyta sófa borðin aðeins meira. Grænt plastblóm í hvítum stórum vasa er það sem ég fæ að hafa núna þarna upp á.

Óbarnvæna innanhústrend 4: Standandi blóma/plöntuvasa hillur ( veit ekki alveg hvað ég á að kalla þetta ) Þetta væri fyrir löngu búið að velta um koll eða mold út um allt á gólfum. Jú ég er með stóra plöntu á gólfinu en tróð gervifelds teppi ofan í „vasann“ svo barnið mitt kæmist ekki í moldina. Það hefur virkað mjög vel og lítur vel út.

En er búin að kaupa minni gerð af vasa, mjög líkur þessum  á myndinni, sem stendur lengst uppi á skáp í öryggri fjarlægð.

Það er auðvitað hægt að hafa mjög fínt heima sér með börn og hægt er að hugsa út fyrir kassann og innrétta heimilið eftir því hvað hentar best fyrir alla fjölskyldumeðlimi á hverjum tíma. Þótt ég geti ekki alveg verið með í þessum innanhústrendum hér að ofan, þá er ég frekar ánægð með heimilið eins og það er núna. Fullkomnunarsinninn kemur upp stökum sinnum og ég stundum tek til oft á dag til að halda fíneríinu við, en hef lært að leyfa mér að slaka á líka, klífa yfir púðana á gólfinu og líta framhjá draslinu. Enda ekki annað hægt að gera þegar maður á yndislegt barn sem hleypur til manns og við hendum okkur hlægjandi á púðana á gólfinu. Það er fullkomnun, ekkert annað 🙂 

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

TASSEL EYRNALOKKAR

Ég og tassel eyrnalokkar erum bestu vinir og  þar sem ég vinn í skartgripabúðinni SIX í Danmörku þá gríp ég allar tegundir af tassel eyrnalokkum sem koma inn. Þessir á myndinni eru mínir nýju uppáhaldseyrnalokkar og nota ég þá óspart. Myndin er því miður ekki í bestu gæðunum en vildi sem hafa hana með til að sýna ykkur dýrðina!

Hef í raun alltaf tengt þessa tegund eyrnalokka við það sem hékk niðri í gluggatjöldunum í gamla daga og á púðunum heima hjá ömmu og afa. En eins og fjaðraeyrnalokkarnir sem voru must have fyrir nokkrum árum þá eru þeir það sem mest er inni í dag. Ég elska þennan stíl og því stærri, því betri! Ég reyndar á mun minni útgáfu sem ég nota oft þegar ég er með hárið uppi og finnst það fallegt og hentar vel þá daga ég vil hafa það frekar einfalt og stílhreint. En þegar ég vil “ make a statement“ þá tek ég fram þá stærri gerðina og fíla mig í botn! Hér eru nokkrar tegundir sem eru á óskalistanum núna, ( búin að kaupa alla úr minni búð!) þeir fást í Gina tricot sem ég er svo heppin að hafa hér í Svíþjóð þar sem ég bý.

Ohhh svo fallegt!!! og fer öllum vel! Mæli með að fjárfesta í svona lokkum og ekki vera hrædd við að missa þig í smá litadýrð til dæmis rauðir, bláir, bleikir þetta virkar allt saman og kemur svo vel út. Enjoy!

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

Púðurbleikt í HM HOME

Hef alltaf verið hrifin af pastellitum og veit að ég verð ekki sú eina sem fell fyrir þessum púðurbleika lit sem er allsráðandi í nýjustu innréttingarvörum H&M Home. Læt myndirnar tala sínu máli og veita ykkur innblástur fyrir heimilið! Allar myndirnar eru fengnar af síðu H&M

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Hamingjan finnst ekki á Facebook.

Nei, hamingjan finnst ekki á facebook en það er alltaf gaman að kíkja. En ef þú kannst við þetta : Þú ert á facebook eða inni á öðrum samfélagsmiðli og ert búin að vera að skrolla í all langa stund og ákveður að leggja frá þér símann. Einungis nokkrum mínútum eftir ertu kominn með símann aftur upp í hendurnar og ert komin aftur á sömu síðuna, skrollandi leitandi að einhverju nýju þér til afþreyingar. Þá er þetta ekki lengur afþreying heldur orðið að fíkn og þá er tími til að leggja frá sér símann eða tölvuna, alveg frá sér og setja sér mörk. Við setjum tölvu/síma tímatakmörk á börnin okkar þar sem það er betra fyrir þau, afhverju gerum við það ekki við okkur sjálf?

Það er okkur líka hollt að komast út úr þessum vítahring samfélagsmiðlanna, þar sem við erum sum fyrir löngu hætt að njóta og erum bara skrollandi með slökkt á huganum. Einnig eru margir á þeim stað að like-in veitir þeim skammvina hamingju sem fólk leitar þá alltaf meira og meira í. Hve mörg like fæ ég í dag, fyrir þessa mynd og með því erum við farin að meta okkur sjálf að verðleikum eftir like-um, kommentum, fylgjendum og öllu sem þessu fylgir. Lifa inni í gerviheimi sem er ekki að gera neinum greiða.

Síðustu vikur hef ég verið að fara í gengum mína notkun á samfélgasmiðlum og hve oft ég var að athuga símann minn yfir daginn ( í gegnum sérstakt app )og ég fékk sjokk. Einn daginn þá var ég 3 tíma á facebook og var í símanum í alls 5 og hálfan tíma! og ég chjékkaði á símanum mínum 97 sinnum yfir daginn! Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana. Ég ákvað að reyna að athuga símann minn max 10 sinnum yfir daginn og reyna að eyða minna en eða í kringum klukkustund á samfélagsmiðlum. Þetta gekk ágætlega þótt það hafi komið dagar inn á milli þar sem ég festist aðeins.

Ég er hætt að athuga símann strax og ég vakna og borða ekki morgunmatinn með símann í höndinni. Frekar les ég blöð eða jafnvel bækur, stundum hef ég ekki neitt og það er ótrúlegt hve morgunmaturinn smakkast allt í einu miklu betur en áður og ég nýt hans betur. Það er vegna þess að athyglin er öll á matnum, meikar sens ekki satt? Fann ég einnig að ég var farin að veita umhverfi mínu meiri athygli og bara það að horfa út um gluggann og uppgötva nýja hluti í kringum mig fékk mig til að líða betur. Ég var farin að gleyma hvar ég lét símann minn ( í jólafríinu ) og mér var alveg sama, þurfti ekki á honum að halda. Í stað þess að hanga í símanum, naut ég þess að lesa, tala við fjölskylduna, leika við litla strákinn minn eða bara eitthvað annað sem veitti mér mun meiri hamingju og minningar en það að skoða samfélagsmiðlana. Eftir þennan tíma fannst mér ég vera skýrari í kollinum og hugsanirnar jákvæðari…plús ekki með hugann á Facebook.

Hafið þið lent í því að vera í partýi, fjölskylduboði eða bara að vera með ykkar nánustu og allir eru í símanum?? þið hafið jafnvel ekki talast við í langan tíma en einhvern veginn festast allir í símanum. Þetta er þróunin í dag og þetta er sorgleg þróun, sjáum börn jafnt sem fullorðna með síma og spjaldtölvur fasta við andlitið í staðinn fyrir að njóta þess sem er að gerast fyrir framan þau. Þekkjum þetta vel á okkar heimili á kvöldin þar sem ég er á einum enda sófans með tölvuna að horfa á netflix og kærastinn minn á hinum endanum í tölvunni sinni. En no more! læt þetta ekki verða að mínum veruleika lengur og vona að þið hin íhugið að leggja sjálfum ykkur mörk sem og öðrum yngri meðlimum ykkar fjölskyldu.

En málið er að ég vil alls alls ekki hætta á samfélagsmiðlum allaveganna ekki eins og staðan er í dag. Ég elska að geta fylgst með stóru ættinni minni, vinum og kunningjum á facebook, sjá fallegar myndir á Instagram, skemmtileg snöpp á Snapchat og lesa og fá innblástur af allskonar bloggum. Þetta er líka orðinn partur af lífinu, like it or not, en það er hægt að njóta þessara miðla svo miklu meira en gegnum það að vera háð því að skoða þá á 5 mínútna fresti. Ef við skoðum þetta í rólegheitunum vitandi að við ætlum ekki að lesa og skoða lengur en í ákveðinn tíma og mögulega ekki aftur þann daginn, þá skoðum við miðlana kannski með meiri sjálfsvitund og njótum meira af þeim. Því miðlarnir eru náttúrulega einungis afþreying sem eiga að gleðja, hjálpa, veita innblástur eða meiri þekkingu á ákveðnum hlutum, sem fréttaveita eða bara hvað sem þið eruð að leita eftir. Ef við setjum inn status eða mynd, fyrir okkur sjálf, þar sem okkur finnst gaman að deila fallegum myndum eða skemmtilegt að skrifa statusa og deila með okkur hugsunum okkar án þess að like-in skipti okkur mál, getur verið að þetta verði allt miklu ánægjulegra.

Mörkin mín verða um klukkutími á dag, 15 mín facebook, 15 mín milli Instagram, Snapchat, Pinterest, síðan 30 mín í að lesa blogg og aðra miðla, fréttir og hvað sem mér dettur í hug. Þegar ég er sjálf að gera blogg, fæ ég meiri tíma þar sem það er mitt áhugamál og ég nýt þess að skrifa. Vona ég að þið hafið ánægju af mínum skrifum líka 🙂

Ef ég ætla að horfa á  kvikmynd eða þætti, legg ég í það 1 og hálfan til 2 tíma á kvöldi en þá minnka ég notkun mína á samfélagsmiðlum þann daginn. Og helst gera það kvöldið að bíókvöldi þar sem ég og kærastinn getum horft á eitthvað saman í stað þess að vera alltaf sitthvorum megin á sófanum. Það yrði frábært ef tíminn á hverjum miðli myndi minnka enn meira en svo lengi sem ég finn að ég er að njóta af því sem ég er að skoða og lesa, fá hugmyndir og líða vel eftirá þá er þetta fínn tími tel ég. Veit að það mun taka átak að breyta kvöld rútínunni okkar en ef okkur tekst að til dæmis gera eitthvað saman 1-3 kvöld vikunnar og í staðinn fyrir að hanga í tölvunni þá tel ég það vera stórt skref framávið og það er það sem ég er að leita eftir, ekki standa í stað í óhollum ávana heldur vinna í því að byggja upp betri venjur. Setja sér mörk í netnotkun til að geta notið lífsins betur og einnig samfélagsmiðlanna.

Auður

 

 

Fylgdu okkur á


Follow