Auður

Tilbaka til vinnu! Nýtt hár, ný föt..gamla ég.

Nú er barneignarleyfinu mínu lokið og heilt ár búið að þjóta framhjá. Var stressuð að fara aftur að vinna og fannst sem ég og mitt líf hefði breyst svo mikið, myndi þetta ganga upp, á ég eftir að meika það að vera í burtu frá litla mínum svona lengi hvern dag. Allar þessar spurningar og hugsarnir brugguðu í huganum og voru á suðupunkti daginn fyrir fyrsta vinnudaginn minn. Maginn var í hnút um morguninn þegar ég vaknaði og var til dæmis fullviss um það að nú ætti enginn eftir að skilja dönskuna mína, væri orðin alltof sænsk og íslenski hreimurinn kominn líka aftur. ( bý í Malmö, vinn i Köben, tala sænsku við kærastann minn og íslensku við strákinn minn! )

En getið hvað! Þurfti alls ekki að hafa neinar áhyggjur og fyrsti vinnudagurinn var æði! Eftir að hafa knúsað Emil ( strákinn minn ) örugglega aðeins of oft áður en ég fór út úr húsi þá leið mér eins og heimurinn væri minn að sigra á leiðinni til vinnu. Það var eitthvað við það að dressa sig upp í fín föt, mála sig og fara í háhæluðu skóna mína sem breytti hugarfarinu mínu og sjálfsöryggið steig í hæðstu hæðir. Þarna var gamla ég í nýjum mömmu umbúðunum að ganga um götur Köben, hæst ánægð með að tengja saman nýja lífið mitt við það gamla.

Þetta er ég, vinnu Auður, mamma, kærasta, vinkona, dóttir og allt hitt. Ég er þetta allt en það að geta verið ein að vinna að mínum öðrum markmiðum í lífinu er eitthvað sem ég er glöð að geta farið tilbaka í.

Get samt sagt að þetta hefur ekki verið auðvelt alla daga, var með grátinn í augunum einn daginn í vinnunni eftir að ég heyrði að Emil var ekki sáttur við lífið þann daginn, hann vildi ekki borða mikið og grét eftir mömmu sinni. Núna er pabbinn hans í barneignarleyfi og með hann alla virka daga. Fékk snapchat frá kærastanum mínum þegar Emil grét eftir mér og hjartað brast. En það fór allt vel og þeir tveir orðnir vanir að vera mest bara tveir saman núna alla virka daga og skemmta sér konunglega án mín. Auðvitað fer allt upp og niður en það gerði það líka þegar ég var sjálf í barneignarleyfi.

Það besta við vinnudaginn er samt að koma heim til fjölskyldunnar minnar og sjá stóra brosið á Emil þegar ég geng inn um hurðina. Í dag hljóp hann til mín og vildi að ég tæki hann upp. Ég lyfti honum upp í hæðstu hæðir og hló með honum, kyssti hann svo og knúsaði þar til hann missti þolinmæðina á mömmu sinni og vildi frekar sýna mér lampana á heimilinu ( uppáhaldið hans )

Mér líður allaveganna eins og þetta sé eins og þetta á að vera þrátt fyrir að vilja alveg vera heima aðeins meira. En finn að það er gott jafnvægi milli heimilislífs og vinnulífsins.

Til að útskýra titilinn á blogginu þá klippti mig sem sagt daginn fyrir að ég átti að byrja í vinnunni og síðan fór ég í fataleiðangur og splæsti í nokkur ný outfit. Læt fylgja með nokkrar myndir frá síðustu 2 vikum og þið verið bara að afsaka sjálfurnar af mér, fannst ekki tími í almennilegar myndatökur 🙂

Komin í vinnugírinn í SIX búðinni í Fisketorfunni í Köben.

Á Öresundsbrúnni í lestinni á leiðinni yfir til Danmerkur!

Tók reyndar þessar tvær myndir rétt fyrir barneignarleyfið!

Verslunarferðin…endaði með að kaupa bara í Gina tricot! Hér er smá sýnishorn.

Emil minn orðinn 11 mánaða! bara 3 vikur í eins árs afmælisdaginn hans, alltof fljótt að gerast 🙂

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

7 ár án Klippingu og litun!

Já þið lásuð þetta rétt, það voru 7 ár síðan ég klippti og litaði hárið mitt!! Það var sem sagt kominn tími á mig svo ég pantaði tíma og hárið fékk að fjúka í dag. Þetta var ekki auðvelt get ég sagt ykkur, búin að vera að safna í 7 ár og á nokkrum sekúndum fór sá árangur á gólfið. En hvílíkur léttir! Hárið var einnig orðið slitið þótt það hafi samt verið óvenjulega heilbrigt, en gaman að breyta til.

Aðrar stórbreytingar eru líka á næsta leyti í mínu lífi, því tilvalið að breyta hárstílinum aðeins, einnig er síðasti dagur barneignarleyfisins míns í dag. Á morgun fer ég aftur að vinna eftir næstum árs leyfi og líður vel að hafa gert eitthvað svona fyrir sjálfa mig, fullkomin tímasetning get ég sagt. Ég fór á snyrtistofuna Basic beauty í Lund til hennar Sæunnar ( sem er Íslensk, eins og þið gátuð kannski giskað á) og fór súpersátt út eftir allt saman. Getur verið að við lýsum endana aðeins meira fljótlega, en er mjög ánægð með hvernig þetta kom út, mæli með þessari stofu fyrir þá sem búa í Lund og nágrenni. Nýtt hár og ný vinkona kom út úr þessum degi og ég kalla það frekar gott. Basic beauty heimasíðan fyrir þá sem hafa áhuga.

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Sumarsólstöður í Svíþjóð!

Svíar halda upp á sumarsólstöður með stóru partíi sem heitir Midsommar, á sjálfum midsommarafton deginum ( sem er alltaf föstudagur) er frí á mörgum vinnustöðum og heljarins veisla er haldin allan daginn frá morgni til kvölds. Á laugardeginum er svo midsommardagurinn. Hef haldið upp á þennan dag síðan ég flutti hingað til Malmö og hef upplifað margar útgáfur af þessum degi, vanalega er drukkið allan daginn með bestu vinunum og hef til dæmis byrjað fyrir hádegi með ferskum jarðaberjum og kampavíni. Síðan eru sungnar drykkjuvísur og drukkið snaps/skot af mjög sterku áfengi og borðað endalaust af síld, eggjum, ferskum kartöflum og kjötbollum.

Miðsumarsveislan þetta árið var allt öðruvísi en við parið eigum að venjast, vorum tvær barnafjölskyldur sem leigðum sumarhús yfir helgina með þrjú börn undir 5 ára og eitt 8 ára. Spiluðum borðspil og borðuðum ekki klassíska miðsumarsmatinn sem mér fannst allt í lagi þar sem hefðbundni maturinn er ekkert í uppáhaldi hjá mér. Bjóst við sól og sumari, orðin of góðu vön eftir síðustu vikur, svo ég tók bara með sumarleg föt en stuttbuxurnar fengu aldrei að fara úr ferðatöskunni þar sem það var rigning og skýjað mest allan tímann. En létum það ekki á okkur fá og áttum frábæra helgi, fjölskylduveisla í æðislegu sumarhúsi staðsett á fallegum stað, með engjum og skóg allt í kring.

Tók nokkrar myndir um helgina, ekki margar en nóg til að sýna stemminguna þessa miðsumarshelgi. Mest rólegheit og kósýness.

Tókst ekki að setja inn betri mynd en þessa af mér, en hún verður að duga 🙂

Tommy og Emil, strákarnir mínir. Vorum með 3 trampólín í garðinum ( í bakgrunni ) og var mikið hoppað þessa helgina!

Gátum allaveganna haft það kósý inn í tjaldi þegar það hellirigndi. Mynd efst af tjaldinu þar sem fannst sófi og borð og hitalampar. Fullkomið!

Gleðilegt miðsumar allir! 🙂

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega kíkjið við!

 

 

Fegursta land Evrópu er….

Montenegro!

Ekki fyrsta skiptið sem èg hef heimsótt það land og mun ekki vera það síðasta. Fyrir mèr er þetta eitt fallegasta land Evrópu og èg fyllist ótrúlegri ró að sitja við sjóinn og horfa yfir fjörðinn með háu fjöllin sem ramma hann inn. Hèr er ferðasagan mín: Fór með kærastanum mínum, systur hans og 9 mánaða gömlum syni mínum.

Byrjum á flugferðinni. Að ferðast með 9 mánaða gamalt barn er ekki það auðveldasta og þarf mikla þolinmæði. Minn vill helst ekki vera kyrr og það að mamman haldi í hann í fanginu í yfir 2 tíma gengur ekki alveg fyrir hann. Vorum þó heppin að hann svaf í klukkustund en hin klukkustundin fór í að halda honum glöðum með að gefa honum ávaxtamauk, smá í einu í teskeið ( draga þetta vel á langinn haha ), með maísbitum og fèkk hann að horfa á uppáhalds teiknimyndirnar sínar í símanum okkar. Tíminn leið óvenjufljótt og þrátt fyrir smá kvart og grát gekk flugferðin vel fyrir litlu fjölskylduna. Þetta var btw fyrsta flugferðin af þremur sem við myndum fljúga næstu 2 vikurnar. Allar voru álíka og er stolt af litla kallinum mínum fyrir að meika þetta eins vel og hann gerði.

Èg get ekki sagt að èg sè mjög flughrædd manneskja en þegar það er mikil ókyrrð í lofti þá fara hugsanirnar mínar á fullt. Èg verð öll spennt í líkamanum og allt í einu man èg eftir öllum flugslysamyndum sem èg hef séð. Þegar við vorum að fljúga yfir fjöllin í Montenegro kom sú mesta ókyrrð sem èg hef upplifað lengi. Flugvèlin „steyptist“ niður, hristist öll til og leið oft eins og flugmaðurinn væri að missa stjórn á vèlinni. Èg var ekki sú eina sem var hrædd og heyrðust smá öskur á nokkrum stöðum í flugvèlinni þegar flugvèlin virtist missa hæð og við steyptumst niður, bara í sekúndubrot, en èg hef aldrei hrópað/öskrað áður í flugvèl en þarna gerðist það. Með litla barnið mitt í fanginu fèkk èg tár í augun og hèlt að núna væri þessu lokið fyrir okkur. Hef aldrei verið eins glöð þegar við lentum og langaði að hlaupa út úr flugvèlinni og kyssa jörðina. 

Við flugum til Kotor sem er æðislegur bær með mikið að skoða. Hótelið okkar hèt buena vista resorts og er glænýtt, get reyndar ekki kallað þetta hótel þar sem þetta eru í raun bara íbúðir sem eru leigðar út. Þar sem að bærinn er i útvexti og endalaust af nýjum byggingum að poppa upp en ekki mikið pláss fyrir þær, er byggt uppávið, sem sagt lengra upp á fjallið. Svo það þurfti að glíma við miklar brekkur til að komast upp á hótelið, ekkert grín með barnavagn en var í raun ánægð með að fá þessa auka líkamsrækt 2-3 á dag. Vorum alltaf vel sveitt þegar við komum upp á hótelið og nutum þess að hoppa í kalda laugina! Útsýnið frá laug nr 2 ( já þær voru tvær! ) var líka ótrúlegt og auðvitað tók ég mynd af því!

Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun svo ég tók rosalega margar myndir í fríinu mínu, enda er það hobbíð mitt. Svo á ég minn instagram kærasta sem tekur myndir af mér að pósa fyrir þær myndir sem ég vill vera með inná. Vil hafa gott jafnvægi á náttúrumyndum og síðan myndum af okkur á staðnum líka. Elska að skoða gamlar myndir og vil helst geta haft mig og ferðafélagana inn á myndunum líka, það hjálpar mér að minnast ferðarinnar meira en að skoða einungis náttúrumyndir sem gætu verið teknar af netinu. En bæði er betra og vona að ég geti sýnt ykkur fegurð Montenegro í þessu bloggi, ekki bara nærmyndir af mér, enda tóku við ekki margar þannig haha 🙂 það var erfitt að velja myndir í þetta blogg en á endanum eftir miklar pælingar tókst það!

Hér er fallega Montenegro í öllu sínu veldi!

Við leigðum bíl af eiganda hótelsins fyrir 2500 kr íslenskar per dag, og var það hans eigin bíll. Það gaf okkur tækifærið að keyra upp fjallið Lovcen, og það er eitthvað sem ég mæli fullkomlega með. Þvílíkt útsýni og skemmtilegur vegur upp, sem er reyndar kallaður snákavegurinn, enda mikið af kröppum beygjum og er hann líka mjög þröngur. Las hryllingsögur á netinu um hann og var því ekki alveg á því fyrst að keyra þangað upp, en þegar við vorum byrjuð að keyra var þetta bara ekkert svo hræðilegt, þrátt fyrir að vegurinn var svo þröngur. Var samt fegin að við mættum ekki rútu, það hefði verið erfitt. Náttúrudýrð og á toppi fjallins biðu okkar tröppur upp að grafhýsi Peter Petrovic-Njegos sem var prins af Montenegro og stórskáld. Eftir þá líkamsrækt komum við upp og fengum í verðlaun útsýni yfir þjóðgarðinn og fjöllin í kring. Vá og aftur vá, mig langaði að bara setjast niður þarna, njóta og hugleiða í kringum alla þessa náttúrufegurð. En gátum ekki verið lengi þarna uppi þar sem litli beið með pabba sínum á bílastæðinu. Pabbinn var fyrstur að fara upp, sem var fín lausn, þar sem það hefði tekið mikið á að taka litla alla leiðina upp líka, svo það var bara skipts á! Systir kærasta míns var félagi minn upp tröppurnar og  einka ljósmyndari fyrir týpísku: ég er að horfa í burtu myndina 🙂

Ég og moskítobitin mín!
Ég og moskítóbitin mín hérna fyrir ofan! Mosíktóflugurnar elska mig og ég hata þær.

Emilia systir Tommys.

Það var eitt sem kærastinn minn Tommy nefndi ekki áður en við leigðum bílinn og það var að umferðin í Montenegro var sú hættulegasta í Evrópu. Það tókum við fljótt eftir og margir voru ekki að fara eftir umferðarreglunum! Við lentum næstum í árekstri við vörubíl sem ákvað að taka framúr þegar hann var í langri röð bíla, hann komst næstum ekki aftur inn á sinn helming og við að deyja úr hræðslu í okkar bíl gátum ekkert gert annað en að hægja vel á okkur og vona það besta! Ég fékk smá roadrage dæmi þegar hann var að keyra framhjá og gaf honum fingurinn, báða! Fáviti að stofna lífi okkar og litla barnsins míns í hættu bara til að komast aðeins lengra fram í röðinni! En þetta var ekki eina skiptið sem við sáum þetta og framúrakstur var allstaðar og all the time, skipti engu máli þótt hann væri bannaður og óbrotin lína á vegin, þeir vildu framúr og gerðu það. Svo ég get ekki alveg mælt með að keyra þarna en við lifðum þetta af og flestir gera það, og það sem hægt er að sjá með smá bíltúr er þess virði! fara bara extra varlega og ekki treysta neinum 😉

Við keyrðum bara í 2 daga af 7, fórum upp á fjallið og til túrista borgarinnar Budva á ströndina en hina dagana eyddum við í Kotor. Tókum langa göngutúra á hverjum degi og nutum lífsins. Sáum fólk á okkar aldri sem bjó í húsbíl og greinilega lifðu af landinu/náttúrunni, lifðu líklegast hálfgerðum hippalífsstíl. Strákurinn veiddi úr hafinu og sá glitta í stelpuna á sama aldri sem tók því rólega inn í húsbílnum, þetta heillaði mig rosalega en ég gæti þetta persónulega aldrei, vil hafa mitt heimili og stöðugleika, gæti ekki þessa óvissu. Tók mynd af stráknum og við héldum okkar leið eftir smá stopp á þessum kyrrláta stað.

Það er frekar ódýrt að lifa þarna, miðað við Ísland og Svíþjóð og því fullkominn áfangastaður að öllu leiti. Fengum íbúðina, 3 herbergja, sem við vorum í, á bara 55 þúsund Íslenskar krónur fyrir heila viku og ódýrt flug frá Svíþjóð. Get ekki mælt meira með þessu landi!

Enda bloggið á nokkrum vel völdum myndum:

 

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega kíkjið við!

Sumar í Svíþjóð!

Èg held èg sè loksins búin að venjast sumarinu í Svíþjóð, tók mig bara 4 ár, oft yfir og kringum 20 gráður sem er eitthvað sem við Íslendingarnir erum ekki vön. Èg átti mjög erfitt með að gera eins og Svíarnir og sýna á mèr fót og handleggi við fyrsta hita tækifæri. Var og er enn með komplexa og fannst best að fela þetta vel undir buxum, sokkabuxum og peysu. Dæmdi elsku fótleggina mína og handleggi mjög hart og sá alla galla mjög vel. Þetta er auðveldara fyrir mig núna og sèrstaklega fótleggirnir eru úti í allri sinni dýrð eins oft og èg get. Á enn pínku erfitt með handleggina og slöppu bingó upphandleggirnir eru oftar faldir en er að reyna mitt besta að komast yfir þetta, það á ekki að skipta neinu máli og sè ekki fyrir mèr að fólk muni biðja mig vinsamlegast að hylja þá eða vera að pæla eitthvað í þeim. Þetta er allt í hausnum á mèr og ætla að breyta minni neikvæðu hugsun í jákvæða og minni mig á að við erum öll fullkomin alveg eins og við erum. Njóta lífsins núna en ekki bara þegar èg er orðin það sem èg held að sè fullkomið, enda mun maður aldrei ná því óraunhæfa markmiði. 

Allaveganna mæli með því að skilja eftir óöryggið heima eða reyna að henda því út, feikaðu það þar til þú meikar það. Núna eftir langan tíma eru fótleggirnir frelsinu fegnir og mikill lèttir fyrir mig að vera ekki að eyða tímanum að pæla í þeim.

Læt fylgja með sumarmyndir frá síðustu viku sem er búin að vera æðisleg! Kærastinn kominn í barneignarleyfi og èg í sumarfrí, svo við erum að njóta lífsins saman með litla Emil okkar. Erum að fara til fallega Montenegro á sunnudaginn og hlakka til að sýna ykkur myndir þaðan og segja ykkur frá ferðinni í næsta bloggi! 

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega kíkjið við!

Danmerkurferð!

Við litla fjölskyldan kíktum yfir til Danmerkur frá Svíþjóð í smá strandarferð. Fór í fyrsta skiptið í Amager Strandpark, sem er ótrúlegt þar sem èg hef eytt mestum mínum tíma í Danmörku frá 2013. En svona varð þetta þar sem èg fór vanalega bara yfir til Danmerkur til að vinna 5 daga vikunnar og svo aftur heim til Svíþjóðar á kvöldin. Í raun hef èg mjög lítið verið að túristast í hvorugu landinu, en þó mest í Svíþjóð. Núna í barneignarleyfinu hef èg loks verið að leyfa mèr að vera smá túristi, sèrstaklega núna þegar auðveldara er að fara út um allt með litla okkar sem er orðinn 9 mánaða og hefur mjög gaman af að ferðast aðeins og sjá heiminn.

Það var um 20 stiga hiti úti þennan dag og fullkominn dagur fyrir strandarferð!

Svo ein ekki uppstillt mynd þar sem èg er að reyna taka sand úr munninum á litla! Hann var náttúrulega voða ánægður með að ná að smjatta á smá sand!

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega kíkjið við!

Euro-Svala

Èg held áfram að missa andlitið yfir flottum klæðnaði hennar Svölu Kali. Tók saman nokkrar myndir af instagram af mínum uppáhalds outfittum stíl gyðjunnar frá Eurovision ævintýri hennar.

💋💋💋 @sagasig #silverboots #fauxfur #greenfur #eurovision2017 #svala

A post shared by SVALA (@svalakali) on

I adore them @normajohnofficial they make amazing music ❤️#esc2017 #eurovision2017 #teamsvala

A post shared by SVALA (@svalakali) on

 

Síðast en ekki síst er þessi ótrúlegi jumpsuite, gullfallegur og bara vááá! Hönnuðurinn er Ýr Þrastadóttir og vert að fylgjast með henni, upprennandi stjarna tískuheimsins, læt fylgja með instagramið hennar.  Instagram Ýr Þrastardóttur

Vonum svo að Euro-Svala rúlli upp undankeppninni í Eurovision í kvöld, hún hefur allaveganna fullt hús stiga frá mèr fyrir klæðnað sinn! 

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega kíkjið við!

 

Fíkn!

 

Þegar èg var yngri sá èg bara fyrir mèr fíkn sem eitthvað sem tengdist hættulegum hlutum eins og fíkniefnum, en lærði með árunum að fíkn getur tengst hverju sem er. Matarfíkn, ástarfíkn, kynlífsfíkn er til dæmis eitthvað sem var ekki viðurkennt sem fíkn fyrr á tíðum. Èg sè fíkn sem eitthvað sem háir manni í lífinu, eitthvað sem við erum háð, vitum að er óhollt fyrir okkur en lítum framhjá því vegna þess að við höfum talið okkur trú að við þörfnumst þess, það sè „nauðsynlegt“ fyrir okkur. Við getum örugglega öll tengt við þetta og við höfum öll verið háð einhverju á okkar lífstíð. Èg tel það mjög mikilvægt að finna hvar fíkn okkar liggur og henda því út úr okkar lífi! Fíknin hamlar okkur og vexti okkar sem manneskju.

Nú er èg ekki að tala um það sem við förum meðalveginn með heldur það sem háir okkur næstum dagsdaglega. Þannig að ef það er eitthvað sem við gerum 1-2 x í mánuði til dæmis, eins og áfengisdrykkja, er það ekki fíkn, en hugsið samt um afhverju þið drekkið og ef ykkur finnst þið þurfa að drekka til að vera opnari og frjálsari, ef ykkur finnst þið verða betri á einhvern hátt vegna áfengis, er góð hugmynd að endurskoða drykkjuna. Prufið endilega að fara á djammið án áfengis og ýtið ykkur áfram í að verða þessi manneskja sem þið haldið að þið verðið með áfengi. Það er ótrúlega þroskandi og maður uppgötvar ýmislegt um sjálfan sig sem gæti komið skemmtilega á óvart. Hef ekki drukkið í næstum 3 ár og hef aldrei liðið betur en nú eða haft hærra sjálfstraust. 

Hef verið háð ýmsu og reyni núna að horfa gagnrýnum augum á mitt líf og útiloka þá hluti sem èg held að sèu að há mèr. Áfengi og sykur hafa ollið vandamálum í mínu lífi og hef èg hent því út. Fyrir nokkrum árum var èg einnig háð orkudrykkjum og mèr leið eins og èg gæti ekki verið hress og skemmtileg í vinnunni án þeirra. Eftir fyrsta sopann á daginn var eins og èg breyttist öll og allt varð betra út af sykrinum og koffeininu. Síðan fór það auðvitað niður á við fljótt og þurfti èg að fá mèr annan orkudrykk til að líða vel aftur. Upp og niður, upp og niður..hátt upp og langt niður…þvílík rússíbanareið á hverjum einasta degi! Þetta fór ekki vel með mig get èg sagt ykkur og var líkamlega og andlega búin á því á kvöldin. Það var ekki alls ekki  auðvelt að hætta og get svo svarið að èg varð veik eftirá í nokkra daga, fráhvörf dauðans!!

unnamed

En að hætta þessu var þess virði, þótt èg hefði verið pínku óörugg með mig fyrst um sinn og hafði enga hækju til að lífga mig við á daginn, þá breytti èg bara hugarfarinu og ákvað að vera hress ( Gerði síðan það sama með áfengið ). Með tímanum fór sjálfstraustið upp og èg er í dag sú persóna sem èg hèlt að koffeinið/sykurinn gerði mig. Enda var það èg, bara líkaminn á óhollu „spítti“ sem èg þurfti alls ekki á að halda. Finn að èg hef þroskast alveg heilan helling og það er ekkert svona rugl sem heldur aftur af mèr. Hugurinn er skýrari ( en hann gat verið í bullinu stundum þegar èg drakk orkudrykkina ) orkan er jöfn og mèr liður eins og èg sè 100 prósent èg og engin efni í líkamanum sem eru að rugla í mèr.

Ótrúleg líðan..èg fer auðvitað upp og niður eins og allir, en nú þekki èg sjálfa mig meira og veit hvað ég þarf að gera til dæmis til að komast upp úr depurð. Leita ekki að utanaðkomandi „efnum“ til að líða betur heldur lít èg inn á við, reyni að finna ástæðuna fyrir því afhverju èg er leið og reyni síðan að finna jákvæðu hliðarnar og lausnir ef hægt er að leysa vandamálið. Ef allt bregst þá set èg til dæmis tónlist á og dansa þar til mèr líður betur. Èg og Emil (minn litli 8 mánaða) höfum dansað við walking on sunshine ófáum sinnum þessa dagana, líður alltaf betur eftirá. Þetta sagt hef èg samt engar töfralausnir og stundum líður manni bara illa og get ekki rifið mig upp, en það að èg þarf ekki að drekka orkudrykk  ( eða borða eitthvað sykrað ) til að líða betur er stór framför og tilfinningin að bera fulla ábyrgð á líðan sinni hvernig sem hún er, er ómetanlegt. 

Mín fíkn þessa dagana eru samfèlagsmiðlarnir, viðurkenningin í gegnum likes, innlitið í líf annarra og allt hitt! Endalaus skemmtun sem maður getur ekki hætt að skrolla í gegnum. Ekki alvarleg fíkn en hefur samt áhrif. Hef til dæmis skoðað Facebook þó nokkrum sinnum meðan èg skrifaði þetta blogg, multitasking sem ætti ekki að vera í gangi. Þegar èg horfi á kvikmynd er síminn aldrei langt undan og á èg erfitt með að kíkja ekki á Facebook, Instagram og Pinterest meðan èg er að horfa sem getur skemmt upplifunina á myndinni og í raun skemmt upplifunina á hverju þvi sem èg er að gera. Hef haft það að markmiði að ekki vera ekki að kíkja á samfèlagsmiðla mikið meðan èg er með litla minn á daginn. Kveikji síðan stundum ekki á sjónvarpinu fyrr en seinnipartinn, aldrei milli 6-9 á morgnanna, til að geta notið til fulls tímans sem èg hef með honum. Þetta getur verið erfitt! Og auðvitað get èg gleymt mèr og allt í einu er èg búin að skoða frèttaveituna á facebook 5-30 sinnum á 30-60 mín. En þetta er allt að koma og èg ætla að reyna að halda áfram að minnka við mig tímann sem èg er á netinu. Veit það eru margir að kljást við það sama, en èg held að það að gera Facebook grúppu fyrir Facebook fíkla geri ekki mikið gagn 😃 ( datt það í alvöru í hug í 2 sekúndur ) 

Við erum að flýja vandamálin í stað þess að takast á við þau þegar við missum okkur í fíkninni. Allt frá feimni, óöryggi og depurð til alvarlegri vandamála, geðrænna eða líkamlegra. Með áfengi, sykri, koffeini, nikótíni fáum vid tímabundna lausn á vandamálunum. En þetta er einmitt bara tímabundin lausn sem leiðir til slæms vítahrings sem er erfitt að komast úr. Fíknin sem èg hef verið að tala um hèr að ofan er lèttvægleg en fyrir ykkur í viðjum alvarlegrar fíknar eins og alkahólisma, eða eruð fíkniefnaneytendur hvet èg ykkur til að leita ykkur hjálpar strax, ykkar og ykkar nánustu vegna. 

Ætla að stoppa mig af núna, þetta efni er mèr mjög hugleikið og hef endalaust að segja um það. Nú vil èg hvetja ykkur aftur til að finna fíknina í ykkar lífi og losa ykkur við hana, eða reyna að fara meðalveginn ef hægt er. En ef þetta er raunveruleg fíkn, til dæmis í koffein er oft erfitt að fara meðalveginn þar og mèr fannst allaveganna best að sleppa því algjörlega. Finnst samt frábært og virðingarvert að geta haldið sig á meðalbrautinni og leyft sèr að njóta þess sem við viljum inn á milli. Gangi ykkur vel og munið að við þurfum ekkert utanaðkomandi, við erum sjálfum okkur alveg nóg. 

Læt fylgja með fyrir og eftir myndir af mèr, nokkur ár þarna á milli en mikill þroskamunur. Vildi einnig að það væri hægt að sjá líðan og tilfinningar á mynd þar sem mèr líður svo miklu betur á hægri myndinni og hef miklu meira sjálfstraust. 2010 vinstri og 2017 hægri. 

fikn

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega kíkjið við!

Pastel Paradís!

Með vorinu og sumrinu koma pastellitirnir, hef það á tilfinningunni að þeir eru mismunandi áberandi hvert ár í búðunum en þetta árið finnst pastel paradís í hverri búð. Elska þetta trend! Föl laxableikur er uppáhaldið mitt og hægt að finna í fatnaði og allskonar innanhúss decovörum. Þegar búin að kaupa nokkur pastel púðaver á púðana á sófanum og pastel blómakrukkur skreyta heimilið. Kærastinn er ekki alveg jafn hrifinn þar sem honom finnst þetta frekar væmnir litir en þar sem èg eyði meiri tíma heima en hann ( barneignarleyfi ) gaf èg mèr leyfi til að vera bara soldið væmin og dreifa pastelitunum á vel valda staði inn á heimilinu! Treystu mèr, segi èg við hann, búin að vera endalaust á Pinterest og þetta er flottasta lookið núna! 

Núna ætla èg að finna mèr pastel föt og gerði smá outfit óskalista. Þetta finnst allt í HM og leið mín liggur þangað fljótlega. 

 

Þessi kimono/jakki er to die for..líður bara vel á að horfa á hann! 

1e693e093681a8ba7fde4a1e3ad7067e

Ætla að prufa þetta víða buxnatrend sem er svo vinsælt núna og finnst þessar gullfallegar!

hmprod

Mig hefur alltaf langað að vera töff með svona derhúfu svo èg ætla að prófa þessa! Sjáum til hvort èg púlla þetta look.

9cd6f3bf21be8862bec8b157bbad99e5

Èg á endalaust af víðum hlírabolum, stuttum og síðum, enda fara svo vel með flestu. Langar í einn með blúndu, jafnvel með enn meiri blúndu en þessi, en æðislegur litur! 

hmprodtop

Læt síðan fylgja með mynd af stofunni minni..langar að gera mína eigin pastel Paradís en læt þetta duga svo sumir æli ekki út af of miklu pastel 😀

18043010_10155395938258714_915941861_o

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega kíkjið við!

Malmö: Västra hamnen!

Nú er kominn tími á smá Malmö plugg! Þar sem það er mín stærsta ósk að fleiri fjölskyldumeðlimir og vinir flytji til Malmö, þá ætla èg að byrja á smá Malmö seríu þar sem èg sýni hve æðislegt það er hèrna í Malmö og nágrenni. Èg ætla að byrja á svæðinu sem èg bý í sem heitir Västra hamnen og eins og þið getið giskað á er þetta hafnarsvæði, bý 5 mín frá hafinu og 15 mín frá aðal ströndinni. Tók nokkrar myndir í gær þegar èg fór í daglega göngutúrinn minn, það var sól og blíða og Västra hamnen skartaði sínu fínasta og auðvitað vil èg sýna ykkur það! Fór ekki á ströndina en það verður bara í einhverju öðru framtíðarbloggi. 

Byrja á því sem laðar ferðamennina að og það er byggingin Turning torso. Hæsta bygging Norðurlandanna og sèst oft vel frá mikilli fjarlægð sem hefur villt fyrir mörgum ferðamönnum sem hafa ætlað sèr að labba að turninum þrátt fyrir að vera mjög langt í burtu og myndi taka mikið lengri tíma en talið var. Þessi bygging er hugarsmíði arkitektsins Santíago Calatrava, hún er 190,4 m og var byggð 2005. Það finnast mest íbúðir í turninum, sem þið getið ímyndað ykkur eru heldur ólíkar íbúðunum sem við erum vön að sjá, sveigðir veggir sem gera það örugglega erfitt að finna góða staði fyrir húsgögnin. En flottar eru þær og þar er besta útsýnið í öllum Norðurlöndunum.

unnamed

Þessir þrír húsbátar í myndinni að neðan, fljóta ekki á vatninu en eru samt sem áður ekki byggðir á svo sterkum stoðum. Húsið sem er fjærst á myndinni hefur verið endurbyggt vegna slyss sem skeði fyrir nokkrum árum. Húsið var álíka og fyrsta húsið á myndinni (til vinstri) síðan var haldið partý þar sem húsið troðfylltist og voru flestir upp á svölunum ofan á húsinu. Þetta endaði með því að húsið fèll fram og gestirnir enduðu i sjónum. Margir slösuðust en sem betur fer sluppu flestir með nokkrar skrámur enda hefði þetta geta farið verr. Húsið var endurbyggt með venjulegu þaki til að koma í veg fyrir að svona gæti komið fyrir aftur. Vona að þeir sem búa í húsinu alveg til vinstri á myndinni með þaksvalirnar hafi lært af nágrönnum sínum og sagan muni ekki endurtaka sig.

vhh

vh

vhhhhh

Það finnast tvær smábátahafnir í Västra hamnen og èg elska að skoða bátana og láta hugann reika. Eitthvað við þetta sem heillar mig svo mikið! Myndi sjálf ekki vilja svona bát enda alltaf verið sjóveik, en þeir eru samt sem áður heillandi þar sem þeir fljóta í höfninni og fylgir þeim mikil kyrrðartilfinning.

västra h

Västra hamnen er i stanslausri uppbyggingu og bara á þeim  4 árum sem èg hef búið hèrna hafa poppað upp í kringum 10 byggingar og eitt stykki skóli með öllu tilheyrandi. Það er það eina sem skemmir pínku fyrir kyrrðinni hèrna ( óhljóð frá byggingarvinnunni ) en samt sem áður frábært hve uppbyggingin er hröð og hverfin breytast og bætast. Kaffihúsin og veitingastaðirnir spretta líka upp hèrna út um allt og er nú eitt uppáhalds kaffihúsið mitt Waynes Coffey bara í 2 mín fjarlægð. 

Miðbærinn er síðan aðeins stutt í burtu og tekur bara 15-20 mín að ganga þangað og rètt yfir 5 mín í bíl/strætó. 

Vona að Västra hamnen hafi náð að heilla einhverja upp úr skónum og fleiri Íslendingar muni finnast á svæðinu í framtíðinni! 

Auður

Èg er einnig á 👉🏻Facebook. Endilega kíkjið við!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow